Steingrímur joð og Jón Bjarnason talast ekki við

Þegar fjölmiðlar ákveða loks að spyrja Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og formann Vinstri grænna, og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvers vegna þeir talast ekki við, þá verða svörin eitthvað á þessa leið:

Steingrímur joð: Það er alrangt að við tölumst ekki við. Verkefni ríkisstjórnarinnar eru svo umfangsmikil að ráðherrar verða að hafa samráð á milli sín.

Jón Bjarnason: Við Steingrímur höfum haft mikil samráð í gegnum tíðina og það þurfa ráðherrar að gera.

Auðvitað munu þeir ekki svara beint, vilja ekki segja ósatt. Staðreyndin er engu að síður sú að þeir eru báðir mjög reiðir út í hvorn annan. Steingrímur telur að afstaða Jóns í ESB málunum tefji fyrir og Jón mun frekar láta af embætti en að samþykkja samstarf vegna ESB aðildar ríkisstjórnarinnar.

Það verður svo ekki fyrr en velferðarstjórnin hefur splundrast (þ.e. snemma í haust) að fjölmiðlar fá þá til að tala hreint út. Þá munu þeir segja eitthvað á þessa leið:

Jón Bjarnason: Steingrímur stóð sig ekki, hvorki sem formaður né fjármálaráðherra. Hann sveik vinstri græna, hann sveik kjósendur sína.

Steingrímur joð: Jón er mjög erfiður í samstarfi. Hann hefði átt að fara miklu fyrr í Framsóknarflokkinn. Farið hefur fé betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband