Ó, hvað þetta er yndislegt

Nú fer áróðurinn fyrir ESB aðild Íslands að verða eins og hvatningahróp á fótboltaleik í útlandinu. „Áfram Ísland“, og Íslendingar falla áreiðanlega í stafi.

Eða er þetta ekki að verða eins og í spurningaleiknum Útsvar sem var á dagskránni í Ríkissjónvarpinu í vetur: „Áfram Húsavík, við stöndum með okkar mönnum. Rakarastofan.“

Og í Austurríki hljómar hvatningin svona: Áfram Ísland, við höldum með ykkur ...

Auðvitað er þetta ekkert annað en áróður fyrir ESB aðild, hversu fjarlægur sem hann kann að virðast. Næst kemur hvatning frá Frakklandi í einhverri annarri mynd, þá frá Póllandi og svo framvegis.

Ó, hvað þetta er yndælt fólk í Evrópusambandinu. Sýnum því kurteisi og göngum í ESB ... eða þannig.


mbl.is 30,7% lesenda AT vilja Ísland í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband