Hverjir eru höfundarnir?

Hverjir skyldu nú hafa skrifað þessa skýrslu, starfsmenn OECD eða starfsmenn fjármálaráðuneytisins undir pólitískri leiðsögn.

Fjármálaráðherra gagnrýndi oft hér á árum áður skýrslur OECD og fullyrt að uppistaðan í þeim væri frá fjármálaráðuneytinu.

Nú er ekki úr vegi að spyrja hvort að allur sá fagurgali í skýrslu OECD um þróun íslensks efnahagslífs sé ættaður frá gagnrýnandanum sjálfum eða endurspegli vonir og þrár þess sem er skrifaður fyrir henni?

Staðreyndin er einfaldlega sú að útgefandi og höfundur skýrslunnar að þessu sinni er ekki sami aðilinn. Þarf eitthvað frekar að ræða skýrsluna efnislega?

 


mbl.is Á leið út úr efnahagsvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Í gamla dag var það Þjóðhagsstofnun sem samdi skýrsluna til OECD, safnaði hagtölunum saman og sendi svo búnkan til Frakklands. Þá reyndu menn að vera jákvæðir í umfjöllun um helstu þróun og framtíðarhorfur en bentu einnig á blikur ef þær voru á lofti.

Þessi "OECD" skýrsla er meira í ætt við gömlu sovét hagtölurnar sem fylgdu 5 ára plönunum þar sem svart varð hvítt og rangt var rétt. Í mínum huga er alveg ljóst hvaðan þessi skýrsla er komin, austur-öxullinn Seðlabankinn-Fjármálaráðuneytið þar kunna menn að skrifa hagtölur.

Sveinn Egill Úlfarsson, 21.6.2011 kl. 11:07

2 Smámynd: Óskar

það er náttúrulega varla fyndið að heilvita mönnum detti í hug að Íslendingar geti sent einhver plögg út og OECD gefið það út sem skýrslu í sínu nafni.  Ykkur getur varla verið alvara.  -Allt reynið þið sjálfstæðismenn þessa dagana til að afneita ábyrgð ykkar á hruninu og níða niður björgunarliðið.

Óskar, 21.6.2011 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband