Hver greiðir, skilanefndin eða íslensk stjórnvöld?

Hollt og gott væri nú að fá á því skýringu hver mun inna af hendi greiðslur til Breta og Hollendinga. Hvort það er þrotabú/skilanefnd gamla Landsbankans sem vélar um uppgjör í búinu og hefur samskipti við kröfuhafa hvaða nafni sem þeir nefnast og sér um innheimtur og sölu eigna? Eða er það íslenska ríkið sem gerir í raun ekkert af áðurnefndu?

Eftir því sem ég best man hefur skilanefnd gamla Landsbankans gefið það út að eignir hans muni standa undir rúmlega 90% af Icesave reikningunum. Þar af leiðir að að það er ekki Ísland né íslenska ríkið sem mun greiða þessar skuldir heldur skilanefndin eða þrotabúið. 

Grundvöllur synjunar á Icesave samningunum var sá að skuldin kæmi ekki íslenskum almenningi og þar af leiðandi stjórnvöldum hér við. 


mbl.is Byrjað að greiða í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sjálfsögðu er það skilanefndin sem mun væntanlega byrja að greiða í haust.

Á vef viðskiptaráðuneytisins kemur fram að afstaða Íslands sé sú að ekki sé nein ríkisábyrgð fyrir hendi og að ekkert hafi komið fram sem breytir þeirri afstöðu.

Þetta er í rauninni sama afstaða og hefur legið fyrir allan tímann, að engin lagaskylda hvíli á ríkissjóði að ábyrgjast þessar greiðslur.

Skilanefndin mun fara létt með að greiða lágmarkið sem ESA tilgreinir í sínu áliti, og ég held að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur svo lengi sem íslensk stjórnvöld taka ekki upp á fleiri heimskupörum.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2011 kl. 16:24

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er í rauninni athyglisvert að íslenski fjármálaráðherrann sé spurður. Væri ekki nær að spyrja skiptastjóra þrotabúsins?

Kolbrún Hilmars, 15.6.2011 kl. 16:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú, ég skil ekki hvað Steingrímur er að skipta sér af þessu, eftir að veitingu ríkisábyrgðar var hafnað heyrir málið ekki lengur undir fjármálaráðuneytið. Þetta er málefni Landsbankans / skilanefndar, og bankamál heyra undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2011 kl. 17:14

4 Smámynd: Ólafur Als

Eignasafn, ekki þrotabú. Ef rétt er haft eftir, er fjármálaráðherra á enn einni villigötunni. Greindarskortur, e.t.v.

Ólafur Als, 15.6.2011 kl. 18:03

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er rétt. Málið kemur íslenskum stjórnvöldum ekki við og hvað er þá Steingrímur að vilja upp á dekk? Jú, auðvitað sjá það allir. Hann er að búa sér til stöðu eftir að hafa verið ýtt út af borðinu í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum. Svona PR mál, en þessar greiðslur koma ekkert á hans borð.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.6.2011 kl. 18:21

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Treystir einhver Steingrími fyrir skattfé? 

Það skyldi ekki vera að hann væri að mynda sig í að geriða það sem fellt var tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum?

Magnús Sigurðsson, 15.6.2011 kl. 18:56

7 Smámynd: Sandy

Ekki kæmi mér á óvart að Icesave reikningurinn yrði greiddur að hluta eða öllu leiti af Íslenska ríkinu svona bara bak við tjöldin, svo þessi óstýriláti almenningur missi sig ekki alveg. Ég trúi Steingrími og Jóhönnu vel til þess, enda erum við á leið í Evrópusambandið og ekki má styggja þá.

Sandy, 15.6.2011 kl. 20:04

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sandy, Steingrímur samdi vorið 2009 við Breta og Hollendinga um að Landsbankinn (nýji) skyldi sjá um að innheimta 300 milljarða frá íslenskum viðskiptavinum sem á endanum ganga upp í kröfur vegna IceSave. Til þess að þetta yrði mögulegt var bönkunum gefið fullt innheimtuleyfi á lánasöfn íslenskra heimila og fyrirtækja sem þeir eignuðust á hálfvirði, í stað þess að láta afsláttinn ganga áfram til lántakendanna.

Þannig að já, það má segja að að þessi reikningur verði að hluta greiddur af Íslendingum, reyndar ekki ríkissjóði heldur innlendum lögaðilum, þ.e.a.s. skuldsettum almenningi og fyrirtækjum.

Þegar allur útlagður kostnaður Íslendinga vegna afleiðinganna af einkarekstrartímabili Landsbankans er lagður saman kemur hann út á mjög svipaðri tölu og lágmarkstrygging innstæðna hjá IceSave, eða ca. 650 milljarðar. Og athugið að þá meina ég fyrir utan ríkisábyrgðina sem við höfnuðum, þetta eru fjármunir sem þegar hafa tapast eða verið útlagðir til endurreisnar (nýja) bankans og eru alveg ótengdir IceSave. Þess vegna var svo mikilvægt að hafna frekari ábyrgðum á Samson-svikamyllunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2011 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband