Langtíma atvinnuleysi eykst

Atvinnuleysið virðist vera hið gleymda vandamál þjóðarinnar. Fjölmiðlar eru hættir að fjalla um það, líklega orðnir leiðir. Miklu meira gaman að segja frá andstæðum skoðunum vegna Icesave, ESB umsóknar og uppsagnir hjá Reykjavíkurborg.

Hvorki ríkið né Reykjavíkurborg gerir nokkurn skapaðan hlut vegna atvinnuleyisins sem er þeim til háborinnar skammar.

Fram kemur í þessari frétt að tæplega átta þúsund manns hafa verið á atvinnuskrá lengur en sex mánuði og þeim fjölgar. Sér enginn hversu alvarlegt það er? Þeim sem hefur verið atvinnulausir í lengri tíma en eitt ár fjölgar líka. 

Tæplega fjórtán þúsund manns eru atvinnulausir á landinu og eru þá ekki taldið þeir sem hafa flúið til annarra landa til að hafa í sig og á.

Hvað er ríkisstjórnin að gera? Er hún upptekin í varnarbaráttu sinni vegna Icesave, ESB og annarra mála? Það er lítt til árangurs að vera alltaf í vörn. Ríkisstjórn sem hefur slíkt fyrir stefnu á að segja af sér eða það sem mikilvægar er, það þarf að bylta henni.

Atvinnuleysi er eitt af því versta sem getur gerst í samfélagi okkar og við þurfum nýtt fólk og nýja stefnu til að vinna bug á því. 


mbl.is 8,6% atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Hér eru hálfvitar við völd.

GAZZI11, 11.3.2011 kl. 17:50

2 Smámynd: GunniS

gaman að sjá að einhverjum er ekki sama um atvinnulausa. ég er sjálfur búin að vera án avinnu síðan nóv 2008. og finn að það er oft grunnt á skiling um hvernig það gerist. 

 mér finnst það samt sérstakt að fjölmiðlar fá ekki leið á því að fjalla um icesave, og næ ég ekki hver sé drifkrafturinn þar bak við.

 það er líka sérstakt að það má ekki fara í að hækka lægstu bætur. eða fara í framvæmdir, en það er endalaust hægt að dæla milljörðum undir rassgatð á bönkunum og í að borga icesave.

alþingismenn eiga samt að vita vel af atvinnuleysinu því ég hef sennt þeim regluelga email síðustu misseri og minnt á atvinnulausa og þann heim sem þeir eru í. og læt oft fylgja með nei svör við umsóknum sem ég fæ í email.  

GunniS, 11.3.2011 kl. 23:28

3 Smámynd: GAZZI11

Stjórnmálamenn í Íslandi í dag eru fávitar og koma órði á stjórnmálastéttina, eða eins og rónar á brennivín, og fjárglæframenn á peninga.

Hér er massív fölsun á atvinnuleysistölum og ótrúlegt að stjórnmálastéttin með Jóhönnu og Steingrím í fararbroddi skuli eyða tugum milljarða í handónýnt verkefni eins og Hörpuna, ESB, Landeyjahöfn, Icesave, Stórnlagaþing og mergt margt fleira. Ekki má gleyma launahækkunum sjálftökuliðsins í boði undrandi stjórnmálamanna. Svo má ekki gleyma massívum daglegum kjaraskerðingum og eignaupptöku almennings.

Gunni haltu áfram að senda þessu hyski e-mail   

GAZZI11, 12.3.2011 kl. 00:15

4 Smámynd: GunniS

takk fyrir baráttukveðjurnar, en já ég geri það.

GunniS, 12.3.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband