Betra liðið vann í frábærum leik

Leikur Barcelona og Asenal í meistaradeildinni var einn skemmtilegasti fótboltaleikur sem ég hef séð. Miklir meistarar eru þeir í spænska liðinu. Mínir menn litu hreinlega á köflum út fyrir að vera klassa neðar. En þannig var það ekki. Í báðum liðum eru frábærir knattspyrnumenn og ótrúlegt er leikni þeirra, nákvæmir í sendingum, samhæfingin algjör.

Það spillir þó fyrir hversu oft þessir fótboltamenn meiða sig hrikalega. Þeir kútveltast í grasinu eins og börn á leik og grípa jafnan um öklann þó svo að sá brotlegi hafi hvergi komið nálægt þeim líkamshluta. Líklega er þetta merki til dómarans um að sá í grasinu eigi mikið bágt. Svo standa þeir upp og hlaupa um völlinn eins og ekkert hafi í skorist. Miklir leikarar eru knattspyrnumenn.

Brottvísun van Persie var, rétt eins og Arsene vinur minn segir, eyðilegging á stórkostlegum fótboltaleik. Ljóst var eftir það að Arsenal átti ekki sjéns í að jafna eða vinna leikinn. Eftir það átti liðið þó marga fína spretti og einu sinni var Bentner nærri því að jafna.

Niðurstaðan var hins vegar sú að betra liðið sigraði. 


mbl.is Wenger: UEFA-mönnum var brugðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband