Ofbeldisfólk kemur óorði á byltinguna

Alls staðar þar sem almenningur fer út á götur borga sinna til að mótmæla valdhöfum fylgir lýður sem hefur allt annað markmið. Meðan aðrir mótmæla fer lítill minnihluti fram með ofbeldi og skemmdarverkum. Þannig gerðist það í Túnis og nú er það að gerast í Egyptalandi. Og stjórnvöld opna fangelsins til þess að hafa ástæðu til að halda því fram að almenningur sé ekkert annað en glæpalýður sem þurfi að berja niður með valdi.

Munið búsáhaldabyltinguna hér á landi. Var það hugsjónafólk sem kveikti í jólatré, grýtti lögregluna og skemmdi almannaeignir? Þessi lýður er alls staðar til. 


mbl.is Fornminjum ógnað í óeirðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mér einmitt datt búsáhaldabyltingin í hug. Þar drógu almennir mótmælendur ekkert af sér í mótmælunum en vörðu jafnframt lögregluna  og höfnuðu þeim sem höfðu það eitt að markmiði að slást við lögguna og valda tjóni.

Sýnist á þessu að í Egiptalnadi hafi almenningur sama hugarfarið - styðji mótmælin en hafni ofbeldismönnum og skemmdarvörgum.

Haraldur Rafn Ingvason, 29.1.2011 kl. 15:35

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Rétt er það Sigurður, það er óhjákvæmilegt að stofna til hópathafna í hverskynsnafni án þess að glæpapakk fylgi með til að skemma fyrir okkur hinum sem viljum tjá okkur á heiðarlegan og refsiverðalausan hátt.

Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 19:22

3 Smámynd: Huckabee

Ofbeldi  í allri mynd er óþolandi  en 30 ára stjórn er móðgun við almanna hagsmuni  8ár er max  þjónustu tími opinbera fulltrúa  lýðræðis  

Huckabee, 30.1.2011 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband