Ekki hægt að svindla sér framhjá Hæstarétti

Ég hlakka til að sjá ríkisstjórn og meirihluta Alþingis grípa til þessa vanhugsaða ráðs. Einhver talaði um Þórðargleði minnihlutans vegna klúður meirihlutans. Verði þetta ofan á held ég að Þórður verði barasta himinlifandi.

Í alvöru talað. Hvernig getur upplýstur maður eins og Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur, haldið því fram að þetta sé kostur í stöðunni. Það er ekki hægt að svindla sér framhjá niðurstöðu Hæstaréttar og láta eins og tuttugu og fimm menningarnir séu löglega kosnir.

Í stöðunni eru aðeins tveir kostir. Hætta við stjórnlagaþingið eða kjósa upp á nýtt. Nýjar kosningar þýðir einfaldlega að þeir geti boðið sig fram sem vilja. Ekki endurtekið efni.


mbl.is Verði skipaðir í stjórnarskrárnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikil mistök voru það hjá Hæstarétti að ógilda kosninguna. Það er ekki bætandi á sundurlyndið með Íslendingum og þetta á aðeins til að efla últrahægrimenn.

Er það hlutverk Hæstaréttar að auka glundroðann sem mörgum þykir nóg um.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2011 kl. 21:29

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gat Hæstiréttur gert annað, Guðjón? Landskjörstjórn braut kosningalög? Skiptir það engu máli eða á Hæstiréttur að meta hvort lögbrot efli „últrahægrimenn“ eða ekki?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.1.2011 kl. 23:14

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað gat Hæstiréttur látið niðurstöðuna standa enda ekkert sem fram hefir komið fram að svik, blekkingar eða alvarleg mistök annað hvort af gáleysi eða ráðnum hug, hafi átt sér stað.

Hæstarétt hefir sett niður við þessa niðurstöðu enda á hann ekki að taka þátt í pólitískum loddaraleik, meirihluti þingsins vildi fara þessa leið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2011 kl. 14:24

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Guðjón. Lög höfðu verið brotin. Finnst þér það í lagi?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.1.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband