Þingmaður VG tekur hnefahögginu létt

Ég skil ekki þessi ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, alþingismann VG. Vonandi er rangt eftir honum haft, en í niðurlagi fréttarinnar segir:  „... sagði reynt að gera málið tortryggilegt og krefjast afsagnar ráðherra og embættismanna en hið einfalda svar væri að endurtaka kosningarnar.  En stjórnmálaöflin þyrftu að svara því hvort þau vildu styðja hugmyndina um stjórnlagaþing og þá lýðræðisnýjung sem í því fælist.“

Það er mikill misskilningur hjá Árna ef hann heldur að dómur Hæstaréttar sé bara óþægindi, rétt eins og að skipta á sprungnu dekki á bíl. Málið er miklu alvarlegra. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer út um þúfur vegna lagalegra formgalla á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningu. Þetta gengur ekki hjá lýðræðisþjóð.

Eflaust geta aðrar þjóðir hlegið að okkur Íslendingum fyrir vangetu okkar. Mér er hins vegar ekki hlátur í huga og undrast hversu léttilega meirihluti Alþingis tekur á þessu máli. Þetta er hnefahögg en Árni virðist bara taka því létt, liggjandi í sárum sínum á gólfinu.

„Bara að kjósa aftur og gera það rétt.“ Þannig virkar ekki lýðræðið nema ábyrgð fylgi. Hún liggur fyrst og fremst hjá landskjörstjórn og þessu næstu hjá innanríkisráðherra og forsætisráðherra.

Í framhaldinu má svo skoða hvernig löggjafarvaldið er í stakk búið til að setja þjóðinni lög.


mbl.is Skapa þarf vissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það ber að hafa í huga að þetta er álit Hæstaréttar en ekki "dómur" í venjulegum skilningi þess orðs.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2011 kl. 14:58

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sé svo, breytir það einhverju, Axel?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.1.2011 kl. 14:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allir lögfræðingar sem hafa fjallað um málið hafa sagt að orðalagið "álit" þýði í þessu tilfelli nákvæmlega það sama og dómur, enda sé þetta orðalag notað í lögunum yfir þann úrskurð sem Hæstarétti var falið að fella um kærur vegna Stjórnlagaþingsins.

Því er það tilraun til hártogunar og að gera lítið úr þessu stórmáli, að reyna að hengja sig á svona auðvirðilegar afsakanir, eins og nafni minn reynir þarna.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 15:10

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ákvörðun heitir það hjá Hæstarétti. Það var ekki verið að dæma neinn til refsingar enda var aldrei farið fram á slíkt í kærunum.

Kærurnar snéru að framkvæmd kosninganna og þá lagaumgjörð sem var notuð við þá framkvæmd.

Ógild vegna vanefnda á fullnustu kosningalöggjafarinnar.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.1.2011 kl. 15:14

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hæstiréttur segir orðrétt ''kosning ógild'' er það ekki dómur. Ég er með allan dómin á Bloggsíðu minni. þ.e. slóð á hann.

Valdimar Samúelsson, 26.1.2011 kl. 15:22

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fletti upp á þessu. Þetta er rétt á Sindra.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.1.2011 kl. 15:23

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Valdimar, í upphafi er fyrirsögnin „Ákvörðun Hæstaréttar“.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.1.2011 kl. 15:26

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkvæmt 15 gr. laga nr. 90, 25. júní 2010 um stjórnlagaþing, stendur að Hæstiréttir skuli skera úr um þær kærir sem fram koma um kosningu til stjórnlagaþings.

Af því leiðir að Hæstiréttur úrskurðar en dæmir ekki. Svo einfalt er það.

Menn geta svo deilt um hvort sé verra að fá á sig dóm eða úrskurð af hálfu Hæstaréttar. Í báðum tilfellum er um niðurstöðu að ræða sem verður að hlíta.

Gunnar Heiðarsson, 26.1.2011 kl. 21:29

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er álit Mannréttindanefndar S.Þ. í máli sjómannanna tveggja ekki ennþá óafgreitt hjá ríkisstjórn Íslands?

Er það álit kannski einskis virði?

Árni Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband