Forsetinn myndar engan vettvang

Embætti forseta Íslands er ekki vettvangur til að ræða getu eða getuleysi ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin er þingbundin og meðan hún hefur meirhlutafylgi meðal þingmanna þá getur hún farið sínu fram án tillits til þess sem þjóðin krefst hvað þá heldur þingmenn Hreyfingarinnar.

Það er hins vegar rétt hjá Hreyfinginni að ekki virðist vera nokkur vilji hjá ríkisstjórninni til að taka á skuldavanda heimilanna. Hún berst hins vegar hatrammlega gegn öllum tillögum um að snúa hlutunum í betri átt og sá grunur læðist að fólki að það sé einkum vegna þess að frumkvæðið er fyrir löngu hrokkið frá henni.


mbl.is Hreyfingin vill að mynduð verði neyðarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er réttur sérhvers borgara að á hann sé hlustað, þar með talið þeirra sem mynda stjórnmálasamtökin Hreyfinguna. Hins vegar geta menn dæmt sig úr leik með því að "skjóta sig í fótinn" með einum eða öðrum hætti.

Stjórnmálamaður sem stingur upp á því að mynduð verði þjóðstjórn án aðkomu flokks sem hefur að baki góðan þriðjung + af kjörfylgi á landsvísu ..., ja, ...

Flosi Kristjánsson, 14.10.2010 kl. 17:44

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir hreyfinginn er fólkið í landinu sem sagt lýðræðið! En ekki flokksræðið sem hér er allt að drepa nema fjármagnseigendur, þjófa útrásarinnar og bankana!

Sigurður Haraldsson, 14.10.2010 kl. 23:29

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nafni minn, þú talar út um alla móa. Lýðræði er einfaldlega fólgið í því að fólk velur á milli flokka. Ekki festast í einhverjum innihaldslausum slagorðum. Þeta gengur ekki upp hjá þér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.10.2010 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband