Á að leggja landsbyggðina í auðn?

Heilbrigðistráðherra segist ekkert vita um niðurskurð ríkisstjórnar vinstri manna á fjárlögum ríkisins til heilbirgðismála á landsbyggðinni. Fjármálaráðherra heldur neyðarfundi og forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa mistekist ætlunarverk sitt.

Fjölmargar ríkisstjórnir hafa haft það á stefnuskrá sinni að styrkja landsbyggðina, en engin ríkisstjórn frá stofnun lýðveldisins hefur haft það á stefnuskrá sinni að fækka fólki úti á landi.

Engin ríkisstjórn hefur haft það á stefnu sinni að mismuna fólki eftir búsetu.

Engin hefur talið það vandamál að heilbrigðismál á landsbyggðinni væru svo góð að hægt væri að n draga úr þeim.

Engin með nokkru viti heldur því fram að samgöngumálin séu í svo góðu standi að íbúar á landsbyggðinni hljóti að geta druslast nokkur hundruð kílómetra eftir læknisaðstoð.

Þrátt fyrir bankahrun og efnahagskreppu þarf íslensk þjóð að gera það upp við sig hvort hún sé sammála ríkisstjórn vinstri manna að leggja landsbyggðina í auðn. Það er nákvæmlega það sem ríkisstjórnin er að gera vitandi vits eða óvitandi. Hvort tveggja segir nú ýmislegt um þessa ríkisstjórn.


mbl.is Einhugur á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er fyrir löngu búin að segja: " Burt með þessa óstjórn"

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.10.2010 kl. 21:14

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þetta fólk er ekki með fullu viti- hvernig á að koma fársjúku fólki eða konum í barnsnauð til Reykjavikur þegar allir vegir eru ófærir yfir vetur og ekki flugveður heldur ? Og svo er plássleysi og læknaskortur á Landspítala !

Erla

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.10.2010 kl. 10:56

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað fer það eftir forsendunum og atvinnuháttum. Ef borgar sig ekki lengur að halda við byggð, þá þarf að leggja mat á hvort réttlætanlegt sé að viðhalda byggð á afskekktum slóðum. Byggð sem byggist t.d. eingöngu á sauðfjárhaldi er þannig tæplega réttlætanleg þar sem hægt er að stunda það á hagkvæmari hátt.

Hornstrandir lögðust t.d. af vegna þess að mjög óhagkvæmt var að búa þar. Jarðir voru það litlar og landkostir þröngir að þær báru ekki einu sinni hundaskatt. Jarðabætur og vélanotkun var nánast óhugsandi.

Hvað hefði kostað í vegagerð og hafnargerð að halda strjálbýlli byggð þar við? Ætli það hefði ekki verið þungur baggi á ríkissjóði?

Við megum ekki láta tilfinningar ráða heldur skynsemi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2010 kl. 13:29

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, Guðjón. Ég held að þetta sé ekki rétt nálgun hjá þér vegna þess að það er ekki í valdi neins nema einstaklinga að ákveða hvar þeir búa.

Það verður aldrei að ríkisvaldið setji fólki sem kýs að búa í Trékyllisvík eða Raufarhöfn, svo einhver handahófskennd dæmi séu tekin, verði sett einhver skilyrði, að fara eða þola enga heilsugæslu, lélegar samgöngur o.s.frv. Sá sem vill búa á einhverjum stað hann á að fá að gera það. Landið er ekki stærra en svo að við getum alveg ráðið við það allt í byggð og þjónustað íbúana.

Þessii fullyrðing um sauðfjárhald held ég að sé nú ekki alveg rétt.

Ríkissjóð á að nota til að bæta lífsskilyrði á landinu öllu. Myndir þú nokkurn tímann telja að byggð á einhverjum tilteknum stað sé baggi á ríkissjóði. Eru þá ekki öll útgjöld úr þeim fræga sjóðir baggar ...?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.10.2010 kl. 13:55

5 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Takk fyrir ágætan pistil Sigurður.

Guðjón. Athugasemd þín er í besta falli afskaplega vanhugsuð. Hagkvæmni byggðar verður ekki fullkomnuð með því að flytja alla íslendinga til Reykjavíkur. Miklu hagkvæmara væri að flytja okkur öll til New York eða Tokyo. Og þegar búið er að flytja alla íbúa jarðar saman í eina borg, þá verður sú borg snarlega sjálfdauð. því að borgir eru ekki sjálfbærar, þær lifa á þeim dreifðu byggðum sem í kring um þær eru. Það er því lífsspursmál fyrir höfuðborgina að byggð haldist um allt land.

Gísli Sigurðsson, 13.10.2010 kl. 16:35

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það hefði ekki verið unnt að halda í byggð á Hornströndum nema með gríðarlegum tilkostnaði. Fólkið leitaði atvinnu til Bolungarvíkur og ísafjarðar og jafnvel lengra. Kringum þessa bæi voru örlítil tún og hafnleysa hvarvetna. Sömuleiðis engir vegir nema gamlir gönguslóðar.

Ekki þurfti því ríkisvald til að leggja byggðina þarna úti við ysta haf niður. Varðandi sauðfjárbúskap þá er hann enn töluvert ríkisstyrktur. Jafnvel þó bændur hafi um 500-600 fjár á fóðrum og eigi því von á hátt í 1000 lömb að ári, þá dugar það ekki til! Er eitthvert vit í þessu meðan nóg er framleitt af annarri matvöru á hagkvæmari hátt?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2010 kl. 21:50

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna, sótti fólk vinnu frá Hornströndum til Ísafjarðar og Bolungarvíkur, menn hafa þá þurft að vera bara á vertíð eins og tíðkaðist hér ekki fyrir svo löngu, varla hafa menn siglt á milli dags daglega því það þurfti nú að labba sumstaðar langar leiðir frá nausti, en það getur vel verið, man bara ekki eftir að hafa lesið um það.

Hefði náttúrlega átt að kommenta á þetta í gær, en er bara svo hægfara, eða það segja barnabörnin mín á stundum.

Tilviljunarkennt Sigurður er að þú skulir tiltaka Tréskyllisvík, langalangafi minn fæddist þar.

Eigi þurfti ríkið að leggja af búskap út við ysta haf, fólkið fór bara því engin vildi taka við búskapnum, unga fólkinu var í mun að komast á mölina og eða sigla sér til fróðleiks margir komu þó aftur og þá til að búa í bæjum og þorpum þarna fyrir vestan.


Við eigum að fá að ráða því hvar við búum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.10.2010 kl. 17:21

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Guðrún, ég var á þessum slóðum í sumar. Ætlar einhverað hóta íbúum þarna ... Hvers konar ómenni segja að við eigum ekki rétt á að búa hvar sem er á landinu og njóta þjónustu ríkisins?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.10.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband