Skynsamlegt minnihlutaálit menntmálanefndar

Illu heilli náðu fjölmiðlalögin frá því 2004 ekki fram að ganga. Þau voru góð og með tímanum hefði verið hægt að laga þau til og fá um þau miklu betri sátt en var. Þess í stað er nú verið að vinna að nýjum fjölmiðlalögum, sex árum og seint. Reynslan frá því 2004 bendir ótvírætt til að nú þurfi fjölmiðlalög að taka yfir miklu víðara svið en áður. Markaðsmisnotkun er í dag beitt til að koma óþægilegum fjölmiðli á kné. Slíkt inngrip í starfsemi fjölmiðils er algjörlega óþolandi.

Samkeppiseftirlitið bendir á að ekki er með „neinum hætti tekið á samkeppnishömlunum á fjölmiðlamarkaði sem eru afleiðing af stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði“. Minnihluti menntamálanefndar, Óli Björn Kárason og Ragnheiður Ríkarðsdóttir benda á óhæfilegan afslátt á auglýsingum frá listaverði og vitnað er til Samkeppniseftirlistins sem segir:

Þar til annað kemur í ljós verður að ganga að því sem gefnu í þessu máli að opinberlega birt kjör RÚV á auglýsingum endurspegli kostnað RÚV og eðlilega álagningu. Þegar litið er til þessa og haft er í huga að engin aðskilnaður er fyrir hendi hjá RÚV, sem kemur í veg að opinbert fé sé notað til þess að niðurgreiða auglýsingastarfsemi, verður að telja að þessir miklu afslættir RÚV veiti ríkar vísbendingar um skaðleg undirboð sem séu til þess fallin að raska samkeppni frá keppinautum sem engra ríkisstyrkja njóta.

 Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra gerir ráð fyrir nýju opinberu fyrirtæki sem nefnist Fjölmiðlastofa. Um hana segja óli Björn og Ragheiður:

Valdsvið Fjölmiðlastofu verður víðtækt og getur haft mikil áhrif á starfsemi fjölmiðla. Ákvarðanir Fjölmiðlastofu verða fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og sæta ekki stjórnsýslukæru. Vilji forráðamenn fjölmiðils ekki una úrskurðinum þá er þeim nauðugur sá kostur að höfða mál fyrir dómstólum með viðeigandi kostnaði.

Hugmyndin að stofnun Fjölmiðlastofu er ekki síst varhugaverð vegna þess hve einstök ákvæði í frumvarpinu eru óljós og opin fyrir túlkun hinnar opinberu eftirlitsstofnunar og starfsmanna hennar. Þá er ráðherra mennta- og menningarmála færð mikil völd yfir fjölmiðlun með heimild til setningar reglugerða. Einnig er ljóst að ákvæði frumvarpsins er varðar eftirlitshlutverk Fjölmiðlastofu skarast á við ákvæði laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. 

Það er fyllilega rétt sem segir í minnihlutaálitinu að reglur um eignarhald fjölmiðla verða ekki settar án þess að tryggt verði að eðlileg og sanngjörn samkeppni ríki á fjölmiðlamarkaði. Það markmið virðist vera hedur langt undan.


mbl.is Vilja leggja fjölmiðlafrumvarp til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband