Þessi heimili voru blönk fyrir, segir forsætisráðherra

Við erum búin að klára fimmtíu verkefni fyrir heimilin í landinu, segir forsætisráðherrann, og segir líklega satt og rétt frá í þetta sinn.

Hvernig stendur þá á því að fleiri og fleiri fara undir hamarinn? spyr einhver. Og ekki stendur á svarinu hjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra tekur undir. Jú, sko, það voru svo mörg heimili sem stóðu höllum fæti fyrir hrun ...

Það er einmitt það, hugsar sá næsti í röðinni. Þar sem staða mín er einhverjum öðrum að kenna kemur vandinn minn ríkisstjórninni ekkert við.

Er einhverja hjálp að fá ef maður gerðist nú félagi í Samfylkingunni eða VG bjarga einhverju? 

Nei, nei, nei ... Vatnið er ekki sjóðandi. Það er bara 70 gráðu heitt og brennir alls ekki eins og sjóðandi vatn. Við höfum gert svo mikið til að lækka það úr suðumarki. Þetta hljóta allir að sjá.

Forsætisráðherra grætur yfir því að gerður er aðsúgur að henni á þingi fyrir að hafa skrökvað að þingi og þjóð. Hún má ekkert vera að þessu hún og hinir ráðherrarnir eru að vinna svo óskaplega margt fyrir heimilin í landinu, að vísu ekki þau sem eru á leið undir hamarinn. 


mbl.is Fimmfalt fleiri undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband