Skoðanakannanir eru aldrei réttar

Skoðanakannanir eru aldrei réttar. Þær sýna einungis vilja ákveðins hluta fólks á þeim degi eða dögum sem þær eru gerðar. Séu litlar eða engar breytingar á úrslitum kosninga frá því skoðanakönnun var gerð þá telst það tilviljun. Þar af leiðandi er eðlilegt að segja að skoðanakönnun endurspegli úrslit en ekki að þær séu réttar.

Fyrir nokkrum árum hreykti fjölmiðill sér sífellt af því að vera með „réttar“ skoðanakannanir. Þeir sem stóðu að þeim könnunum skildu ekki eða sniðgengu eðli skoðanakannana.

Ótal dæmi eru til, bæði hérlendis og erlendis, um að skoðanakannanir gefi ekki þá mynd af vilja kjósenda sem fæst á kjördegi. Þess vegna eru skoðanakannanir varhugaverðar og eiga ekki endilega að ráða ákvörðunum stjórnmálamanna. Þó eru þeir stjórnmálamenn til sem hafa þá stefnu eina sem endurspeglast í skoðanakönnunum. Þeir telja það tryggara til vinsælda. Jafnvel er til stjórnmálaflokkur sem segist fara að vilja kjósenda. Sá blaktir eins og strá í vindi. á slíkum er ekkert að byggja

Er ekki nær að byggja á pólitískri stefnu, vinna henni fylgis, sætta sig við að hún sé undir um tíma í þeirri von að það breytist? Meirihluti þjóðar er sjaldnast ein og hinn sami um langan tíma. Hann breytist eins og allt annað og áhrifavaldarnir eru ótalmargir. 


mbl.is Skoðanakönnun reyndist sannspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband