Gríðarlegar breytingar við Gígjökul

Vonandi hefur vísindamönnum tekist að skoða suðurhlíð jökulsins og ekki síður norðurhliðina. Þar hefur ýmislegt gerst.
100422_breytingar_a_loni.jpg

Breytingar sem hafa orðið fyrir neðan Gígjökul eru talsverðar. Varla þó slíkar að þær lagist ekki með tímanum.

Einna mest hefur landið breyst fyrir framan Gígjökul. Þar ruddist flóðið fram með miklu offorsi og flæddi yfir jökulgarðana sem þó voru ekki mjög háir á þessum stað.

Skemmdirnar sjást vel á meðfylgjandi mynd sem ég fékk lánaða á vef Jarðvísindastofnunar en Eyjólfur Magnússon tók hana þann 14. apríl síðast liðinn, rétt þegar lónið var að fyllast.

Á myndinni sést markarfljótið renna frá vinstri, austri og líklegast eru einhverjir af álunum Krossá. Ég hef skyggt stóran hluta myndarinnar og það er svæðið sem flóðið hefur ruðst yfir. 

100416_loni_fullt_vitt_b.jpg

Samanburðurinn er líka greinilegur á meðfylgjandi mynd sem fengin er úr vefmyndavél Vodafone á Þórólfsfelli þann 16. apríl.

síðan hafa sáralitlar breytingar orðið. Helst þær að fljótið vellur nú til vesturs, hægri, og étur sífellt meira úr vestari jökulgarðinum.

Að öllum líkindum er vegurinn inn í Þórsmörk og Goðaland gjörsamlega ónýtur allt að Langanesi, líklega sex kílómetra kafli. Á þeim kafla hafði vegurinn verið talsvert lagfærður og varnargarðar byggðir upp. Það er án efa allt fyrir bí.

Margir hafa verið óskaplega óánægðir með uppbyggingu og lagfæringu á veginum. Telja að hann eigi að vera illfær öllum bílum nema stórum jeppum og öflugum rútum. Draumur þeirr hefur nú ræst því þó eldgosið hætti verður afar erfitt að komast inneftir. Og leggja þarf í talsverðan kostnað við að endurbyggja veginn. Kannski verður það bara ekki gert og þarna myndist bara slóð smám saman rétt eins og í upphafi ferða í Þórsmörk.


mbl.is Gátu skoðað gosið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Olgeir Engilbertsson

Í dag er meira rennsli úr Gígjökli en undanfarna daga og eins og sigurður segir slær áin sér meira til vesturs og að mestu hætt að renna beint út í Markarfljót

Olgeir Engilbertsson, 22.4.2010 kl. 15:46

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Olgeir, hvar sameinast rennslið Markarfljóti?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.4.2010 kl. 15:47

3 Smámynd: Olgeir Engilbertsson

Sigurður. Ég kann ekki að setja hér inn mynd en á Vodafone myndavélinni sést að Jökulsáin leitar vestur með skriðunum nema smá lænur og út úr sjónsviði vélarinnar

Olgeir Engilbertsson, 22.4.2010 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband