Er nú búið að ákæra, sakfella og dæma?

Ef eitthvað er verra en sönnuð sök á Steinunni þá eru það rangar sakagiftir. Sök er alltaf vond, hvort sem hún hefur verið sönnuð fyrir dómstóli eða með því að viðurkenning liggur fyrir. Sök er vond því hún hefur áhrif á samfélagið en við því er ekkert að gera.

Verst af öllu er sú árátta margra að kanna ekki málavöxtu heldur sakfella og dæma. Þegar slíkt er gert er litið framhjá siðferðilegum gildum og ákærandinn verður verri en sá sem fingurinn bendir á. Honum skiptir það engu hvort sektin er sönnuð. Hann hefur kveðið upp sinn dóm. 

Í öllum frumstæðum þjóðfélögum hefur verið til fólk sem taldi sig mega sakfellfella, dæma og refsa. Þannig var farið að á miðöldum þegar galdraofsóknirnar stóðu sem hæst. Þannig gerðist það þegar gyðingar voru hundeltir um alla Evrópu og teknir af lífi. Þannig fóru menn að í suðurríkjum Bandaríkjanna er svörtu fólki var kennt um glæpi og refsingin var aldrei í neinu hlutfalli við meinta sök. Nú er nákvæmlega hið sama er að gerast á Íslandi þegar leitað er uppi stjórnmálamenn og þeir kallaðir mútuþegar fyrir þá sök eina að hafa fengið styrki frá fyrirtækjum útrásarvíkinga.

Þannig hagar sér illa upplýst fólk, lýðurinn, dómstóll götunnar, þeir sem vilja sjá blóð renna. Slíkir leita ekki sannleikans heldur taka þátt leiksins vegna. Þetta er sama fólkið og barði á lögreglumönnum í búsáhaldabyltingunnu-i, braut rúður, kveikti elda og felldi jólatré með undir tryllingslegum fagnaðarlátum. Slíkt fólk er ekki þjóðin. 

Ég er langt í frá sammála Steinunni Valdísi Óskarsdóttur í stjórnmálum en ég hef enga trú á því að hún hafi þegið mútur og gengið erinda útrásarvíkinga. Hún er ekki verri þó hún hafi fengið styrki frá fyrirtækjum sem við metum núna lítils. Fleiri en hún fengu styrki og eru ekki verri fyrir þá sök.

Það er bara ekki þannig að þeir sem voru í sama herbergi og svokallaðir útrásarvíkingar hafi orðið fyrir einhverju smiti og sé síðan óalandi og óferjandi.

Mótmæli fyrir utan heimili fólks sem hvorki hefur verið ákært né saksótt er ógeðfelldur leikur sem verður að hætta.


mbl.is Segir ásakanir á hendur sér rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Þarf eitthvað að "dæma" hana ?

Hún fékk ræninjapeninga í "styrk". "Gleymdi" að segja frá því. Það eitt er nóg til að gera hana vanhæfa.

Einfalt mál, Hún á að segja af sér og það strax.

Og eins með alla hina á listanum í Skýrsluni !

Birgir Örn Guðjónsson, 22.4.2010 kl. 21:29

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þrettán milljónir króna eru verulegt fé, Sigurður og þá eru styrkirnir eftir frá Glitni og öllum öðrum sem Rannsóknanefndin komst ekki í.

Veistu nokkuð hvað þar var úr að moða?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.4.2010 kl. 21:32

3 Smámynd: Valgeir

Þetta eru 15 milljónir, sem við fáum að vita um, og það er sjálfsögð krafa að hún og aðrir þeir sem sátu á þingi og þáðu slíka fjármuni segi sig frá þingstörfum og fari að gera eitthvað annað.

Þetta er þriggja herbergja íbúð í Reykjavík sem hún fékk í styrk. Grunnlaun þingmanns eru 450 þúsund- hún þarf að vinna í þrjú ár á þingi til að vera komin í þessa tölu - 5 ár ef við miðum við útborguð laun og þá á hún eftir að borga húsnæði, bíl, mat og föt fyrir fjölskyldu sína. Þetta eru ekki smáaurar og fólk hefur allan rétt á að vera með tortryggni, allan rétt á að dæma og allan rétt á að krefja hana um afsögn.

Ég er annars sammála þér um eitt, að mótmæla fyrir utan heimili fólks er ólíðandi og á ekki að gerast í þessu samfélagi.

Valgeir , 22.4.2010 kl. 21:32

4 Smámynd: Jens Ólafsson

Hjartanlegs sammála þér. Ég hef þekkt Steinunni í langan tíma og þó pólitísk sannfæring hennar sé önnur en okkar veit ég að hún er heiðarleg og traust manneskja og á þetta alls ekki skilið.

Sjá frekar færslu mína: http://kisilius.blog.is/blog/kisilius/entry/1046243/

Jens Ólafsson, 22.4.2010 kl. 23:11

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jens, heiðarleiki og traust talar þú um. Hinu verður ekki mótmælt að um óeðlilega mikið fé er að ræða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.4.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband