Ekki logar á perunni hjá Degi borgarstjóra

Fékk í kvöld orđsendingu frá manni nokkrum sem telst vera mjög ábyggilegur. Hann heldur ţví fram ađ ađeins 134 perur séu í ár á jólatrénu á Austurvelli. Í fyrra voru ţćr 148 og áriđ ţar áđur voru ţćr 166. Ástćđan fyrir fćkkun pera á tréinu sem og ađ slökkt sé á ţví á kvöldin sé sparnađur borgarstjórans.

Ţetta ţýđir einfaldlega ađ slökkt er á jólatrénu ţegar skyggja tekur ... Margir velta ţví fyrir sér hvers vegna ljós sé látiđ loga á ţví međan dagsbirtu nýtur. 

Velti ţví fyrir mér hvort ţetta sé satt.

 


mbl.is Óslóartréđ tendrađ í 64. skipti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hiđ forna -at- er ágćtt í netfang

Ţegar Sigfinnur afi minn Sigtryggson dó fékk ég til eignar Íslendingasögurnar hans. Ţetta voru fallega innbundnar bćkur sem sómdu sér vel í bókahillunni. Í dag eru ţćr orđnar verulega slitnar og ekki eins álitlegar og forđum er ég var ellefu ára snáđi međ ţessar fínu bćkur í höndunum. Bendir kannski til ađ ţćr hafi veriđ illilega lesnar, sumar ţó meira en ađrar. Eyrbyggja er frekar snjáđ, einnig Laxdćla, Grettissaga og Njálssaga.

Jćja, ég vandist á ađ lesa fornsögurnar međ gamalli stafsetningu og man ekki til ţess ađ mér ţćtti ţađ neitt tiltökumál. Merkilegt var samt ţegar komiđ var í Menntaskólann ađ fá nokkrar sögur á samrćmdu nútímamáli. 

Nú gerist ţađ ađ í dag var ég međ annađ eyrađ viđ gufuna og datt ţá inn á ţátt međ Braga Valdimarssyni sem spjallađi um íslenskt mál í ţćttinum „Tungubrjótur“. Fínn ţáttur.

Líklega var ţađ tilviljun ađ ţegar „Tungubrjóti“ var lokiđ var leikiđ tónverkiđ „Hnetubrjóturinn“ eftir rússneska tónskáldiđ Pyotr Ilyich Tchaikovsky. Tónlistin er um tćkiđ sem notađ er til ađ brjóta hnetu. Held ađ ekkert sé til sem nefnist „Hnotubrjótur“. Samt er iđulega sagt frá „hnotubrjótinum eftir Tchaikovsky“. Hnota er viđartegund og um hana hefur enginn ort listaverk í tónum eftir ţví sem ég best veit. Hnota er ţó iđulega söguđ og til eru ţeir sem leika tóna á sög.

Nóg um ţađ. Bragi vakti í ţćtti sínum athygli á tákninu „@“, ţađ er „att“ merkinu sem notađ er í tölvupóstum. Ţađ segir til um eiganda tölvupósts, ţess sem sent er til eđa póstur fćst frá, dćmi: gunnar@hlidarenda.is.

Viđkvćmt fólk eins og ég og fleiri höfum oft varast ađ kalla tákniđ „att“ af ţví ađ ţađ er meint útlenska. Ţess í stađ segja margir „hjá“ og skrifa stundum gunnar(hjá)hlidarenda.is til ţess ađ villa um fyrir tölvuţrjótum og netfangasöfnurum.

Bragi bendir á ađ í fornsögum međ fornri stafsetningu er forsetningin „at“ skrifađ í stađ „ađ“:

Ţeira sonr var Hámundr, fađir Gunnars at Hlíđarenda.

Og hér kviknar ábyggilega ljós hjá lesandanum rétt eins er peran í hausnum á mér glóđi ţegar Bragi nefndi ţessa einföldu stađreynd.

Sumsé. Viđ ţurfum ekkert annađ en ađ brúka forna íslensku og segja upphátt ađ netfangiđ sé „gunnar at hlíđarenda.is“. Svo er ţađ bara smekkatriđi hversu fast viđ kveđum ađ hinni fornu sögn, segjum „at“ eđa „att“.

Máliđ leyst. Íslenskan leynir á sér.

 


Bloggfćrslur 27. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband