Ég fann stjórnarmyndunarumboðið ... og skilaði því til Guðna

StjórnarmyndunarumboðiðIlla gengur að mynda ríkisstjórn og flestir hafa verið að búast við að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins skilaði inn stjórnarmyndunarumboðinu. Það gerði hann hins vegar ekki í gær og ekki dag.

En ástæðan er ekki sú sem allir halda, að Bjarni sé að reyna til þrautar. Nei, nei, hann gafst upp fyrir löngu.

Vandinn er bara sá að hann getur ekki skilað inn stjórnarmyndunarumboðinu vegna þess að hann týndi því.

Og hvað haldið þið, lesendur góðir ...? Jú, ég fann það fyrir algjöra tilviljun í fyrradag.

Þetta er mikið leyndarskjal sem enginn hefur séð nema formenn stjórnmálaflokka. Raunar er það glænýtt því Guðni Th. Jóhannesson hefur af skiljanlegum ástæðum aldrei áður veitt umboð til stjórnarmyndunar.

Jæja, ég fann umboðið á bekk í austurhorni Austurvallar, þar sem trén slúta yfir og veita dálítið skjól fyrir vindi og rigningu. Þarna lá það í algjöru tilgangsleysi og beið því sem verða vildi.

Og ... vitið þið hvað, lesendur góðir? Ég hafði umboðið til stjórnarmyndunar í höndunum, notaði það ekki og skilaði því til forseta Íslands.

Þetta mun vera í fyrsta sinn í gjörvallri stjórnmálasögu Íslands að maður sem hvorki er forsætisráðherra, formaður stjórnmálaflokks eða alþingismaður hefur skila umboði til stjórnarmyndunar til forseta Íslands.

Raunar var komið fram yfir afgreiðslutíma hjá forsetanum og ég nennti ekki að hjóla suður á Bessastaði svo ég stakk blaðinu í plastpoka og tróð því inn um bréfalúguna á Sóleyjargötu. Má vera að það hafi krumpast dálítið en ég hafði vit á því að taka mynd af því áður.

Núna sé ég dálítið því að hafa ekki hitt forsetann og fengið einhvern til að taka mynd af mér við athöfnina, hefði farið í sunnudagsfötin og sett á mig bindi. Þetta hefði ábyggilega þótt dálítið fyndin mynd, ekki síst fyrir hann Guðna.

Smellið á myndina af umboðinu til að sjá umboðið betur.


Flugvöllur verður aldrei byggður í Hvassahrauni

Flugvöllur verður aldrei byggður í Hvassahrauni sem er sunnan Hafnarfjarðar. Það myndi kosta meira en 100 milljarða króna auk þess sem hann verður aldrei jafngóður og sá í Reykjavík.

Þessu má líkja við að fjölskylda teldi gáfulegra að setja fjölskyldubílinn í brotajárn og kaupa annan á miklu lakari en á hærra verði en sá gamli var metinn á. 

Þjóðin hefur efni á að byggja nýtt sjúkrahús vegna þess að það gamla er úrelt og ekki nógu hentugt. Flugvöllurinn í Reykjavík er í afar góðu standi og getur staðið undir innanlandsflugi um ókomna framtíð.

Viðhald á fjölda bygginga í eigu ríkisins hefur verið vanrækt í fjölda ára, sá kostnaður er upp á tugi milljarða. Vegakerfið er enn í uppbyggingu og heldur ekki í við aukna umferð. Um tíu milljarða kostar að breikka einbreiða brýr. Víðast um land þarf að tvöfalda vegi. Fjölga þarf heilsugæslustöðvum og hjúkrunarheimilum og svo má lengi telja upp brýn verkefni sem bíða úrlausnar. 

Þjóðin getur ekki frestað þessum og fjölda annarra framkvæmda öllu lengur til þess eins að byggja flugvöll í Hvassahrauni.

Borgarstjórinn í Reykjavík segir innanlandsflugið á tímamótum. Það er rangt.

Einu krossgöturnar sem þjóðin stendur nú frammi fyrir eru vegna þeirrar pólitísku stefnu meirihlutans í Reykjavík að leggja flugvöllinn af. Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti landsmanna á móti því.

Beinar hótanir eða duldar fara stjórnmálamönnum illa. Tillaga borgarstjórans um flugvöllinn er ekkert annað. Hann stingur upp á að flugvöllurinn verði um takmarkaðan tíma á sama stað ef annar verði byggður í Hvassahrauni. Fjöldi fólks hefur fært rök fyrir því að flutningur flugvallarins úr Reykjavík sé tóm vitleysa, meðal þeirra er Ómar Ragnarsson.

 

Borgarstjórinn að hann geti villt um fyrir Akureyringum og öðrum með því að leggja til að miðstöð sjúkraflugs verði á Akureyri. Vonlítið er að þeir kokgleypi þá beitu.

Pólitík borgarstjórans í Reykjavík eru ekkert annað en léleg tilraun til að reyna að færa umræðuna frá kjarna málsins; að flugvöllurinn verði um ókomna framtíð í Reykjavík. Í því eru fólgnir hagsmunir þjóðarinnar.


mbl.is Neyðarbraut eða ekki, þar er efinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband