Yfirlýsing ráðherra vegna ummæla forsetans!!!

Forseti Íslands ber einungis ábyrgð á stjórnarathöfnum með atbeina ráðherra. Í sjálfu sér er forsetinn valdalaus og ekki ætlast til að hann hafi neitt framkvæmdavald. Það veldur hins vegar vanda þegar forsetinn tjáir sig um þjóðmál rétt eins og hann væri hluti framkvæmdavaldsins.

Vandinn í þessu samhengi er einfaldlega sá að um leið og forsetinn tjáir sig um stjórnmál tekur hann viljandi eða óvildandi afstöðu og það sem verra er hann kemur ríkinu í verulegan bobba á alþjóðavettvangi.

Ráðherrar eiga ekki að þurfa að verja forseta lýðveldisins og hvað þá að þeir eigi að þurfa að leiðrétta ummæli hans.

Nú kunna ýmsir að halda því fram að með þessum orðum sé verið að múlbinda embættið. Það má vel vera að svo sé. Það er hins vegar betri kostur en hinn sem í boði er. Fyrri forsetar völdu þann kost að tjá sig lítið, hvorki í ræðu né riti. Fyrir vikið var mikil samstaða um embættið og virðing þeirra sem því gengdu nær óskoruð.

Stjórnarskrá lýðveldisins er þannig að við lýðveldisstofnunina tók forseti við störfum konungs án þess að störf þess fyrrnefnda væru að neinu marki skilgreind. Þess vegna hafa lögspekingar haft ærinn starfa við að ráða í tilganginn með hinum ýmsu greinum stjórnarskrárinnar en fæstir hafa þeir túlkað hana svo frjálslega sem núverandi forseti.

Ljóst er að mikill áhugi er á breytingum á stjórnarskránni og því næsta öruggt að breytingar verða á forsetaembættinu.

Ýmislegt bendir til þess að forsetaembættið muni verða aflagt í núverandi mynd þegar núverandi kjörtímabili lýkur.


mbl.is Óbreytt afstaða stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Forsetinn ætti að vísa lögum um skuldsettningu Íslenska ríkisins vegna Icesave og annara skulda sem leggjast munu á herðar skattgreiðenda á Íslandi vegna bankaskulda einkabanka á EES svæðinu, til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fannar frá Rifi, 10.2.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll aftur Fannar frá Rifi. Skuldir eru skuldir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar á forsetinn að sitja á sínum friðarstól og skipta sér ekki af þessum málum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.2.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband