Frelsið og við handhafar þess

Ég hef vissulega ákveðnar skoðanir í þjóðfélagsmálum. Finnst þær vera frekar hógværar, tel mig geta hlustað á andstæð rök og oftar en ekki verð ég að breyta um skoðun. 

Allt orkar tvímælis þá gert er. Tökum dæmi: 

  • Til að ég geti eldað mat þá þarf ég meðal annars hníf. Hníf er hægt að misnota, notkun hans getur verið banvæn.
  • Þegar skyggja fer kveiki ég á kertum. Eldur er hættulegur, hann getur eyðilagt eigur manna og valdið dauða.
  • Mér finnst nauðsynlegt að eiga bíl. Bíll er hættulegt tæki eins og dæmin sanna.

 Náttúran er undarlega, í henni finnst hvergi hvítur eða svartur litur, ekki heldur bein lína eða spegilsléttur vantsflötur. Sama má segja með okkur mennina, enginn skrifar nafn sitt ávallt eins, gengasamsetning fólks er mismundandi. Þarfir fólks eru ólíkar, þarfir eru sjaldan hinar sömu í dag og þær voru í gær.

Jú allt er breytingum undirorpið. Við lögleiðum frelsi á sem flestum sviðum. Hægt er að misnota frelsið, það sem einum er frelsi er öðrum helsi. Tökum dæmi:  

  • Aðkoma bankana að íbúðalánum hækkaði fasteignaverð. Þúsundir endurfjármögnuðu íbúðalán sín og notuðu stóran hluta lánanna í einkaneyslu, keypti hlutabréf eða fasteignir. 
  • Við einkavæddum bankana. Það er ekki ástæðan fyrir því að ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar er eins og það er.
  • Ég get valið. Ég keypti bíl með myntkörfuláni. Sú staðreynd að ég vil eiga bíl er ekki ástæðan fyrir því að lánið hefur hækkað.
  • Þúsundir fólks endurfjármögnuðu íbúðarkaup sín, notuðu mismuninn til að koma sér betur fyrir, auka neyslu sína eða eitthvað allt annað.  

Við verður að greina á milli orsaka og afleiðinga. Við getum ekki bæðu sleppt og haldið. Hversu langt eigum við að ganga í því að takmarka frelsið. Banna eða leyfa með takmörkunum? 

  • Bílaumferð?
  • Skæri?
  • Einkaverslun?
  • Innflutning?
  • Fólksflutning milli landshluta?
  • Ferðalög til útlanda? 

 Við sem kvörtum nú og kveinum undan ástandinu þurfum að gera okkur grein fyrir því hvort staða mála hafi verið svo vond að við þurfum að afsala okkur því frelsi sem allar vestrænar þjóðir hafa tileinkað sér. Við þurfum að átta okkur á því að þegar upp er staðið þá er „hjarðeðlið“ talsvert ríkjandi þáttur í tilverunni. Jafnframt þurfum við að skilja að ávallt verður einhver hundraðshluti fólks sem fer aðrar leiðir, hlunnfer aðra, stelur og svíkur. Svo gerast óhöppin. Þeir eru nefnilega líka til sem lifa lífi sínu á grandvaran hátt en verða af einhverjum ástæðum til þess að einhver skaðast. Augnabliks óaðgæsla í umferðinni veldur eignatjóni, slysi eða jafnvel dauða. Einbreið brú getur verið stórhættuleg en það er ekki þar með sagt að sá sem hannaði hana hafi haft eitthvað illt í hyggju. Við getum ekki gagnrýnt brúarhönnuðinn fyrir að lifa í vellystingum meðan óheppinn vegfarandi berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu. Sama er með húseigandann sem gætti þess ekki að bera salt á stéttina fyrir framan húsið sitt eða verslunareigandann sem seldi mér kjúklinginn með salmonellunni.

Grundvallarspurningin er þessi: Var vitlaust gefið eða spiluðum við rangt úr því sem við fengum? Með öðrum orðum er FRELSIÐ skaðvaldurinn eða við sem misnotuðum það. Hnífurinn er vissulega morðvopnið, bíllinn olli eignatjóni og svo framvegis. Veldur sá er á heldur.

Gætum að því sem við segjum og gerum. Ég er til dæmis á þeirri skoðun að hinir svokölluðu útrásarvíkingar hafi viljað þjóð sinni vel, en það var ekki þeim að kenna að ástand heimsmála er með þeim hætti sem núlifandi kynslóðir þekkja ekki af eigin raun. Kennum þeim ekki alfarið um stöðu mála þó vissulega megi þeir líta í eigin barm eins og við hin.

En fyrir alla muni ekki kenna mér um þó göt séu á röksemdafærslu minni. Lesandinn hlýtur að skilja hvað ég á við. Og honum til upplýsingar þá tapaði ég engu vegna þjóðnýtingar bankanna. Ég er bara ósköp venjulegur meðaljón - með ákveðnar skoðanir í þjóðmálum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband