Ofbeldi meirihluta borgarstjórnar

Við ætlum að taka 25.000 manns úr bílum og setja í strætó,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og væntanlega forystumaður flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.

Hún nefndi ekki hvernig ætti að gera það. Hins vegar er alveg ljóst hvaða aðferðir vera notaðar en ætla má að fjölskyldufólki á einkabílum verði gert miklu erfiðara fyri en nú. Þetta er helst á dagskránni:

  1. Götur verða þrengdar rétt eins og gerðist með Grensásveg, Borgartún og Hofsvallagötu
  2. Strætó verður látinn hafa forgang umfram einkabílinn, þetta var gert í Borgartúni
  3. Tafið verður fyrir einkabílnum með því að lækka hámarkshraða eins og rætt hefur verið um að gera á Miklubraut og Hringbraut
  4. Lokað verður fyrir umferð einkabíla og honum kennt um mengun.
  5. Strætó fær forgang umfram aðra bíla og jafnvel umfram núgildandi umferðalög

Þetta heitir að berja fólk til hlýðni. Svo viss er meirihluti borgarstjórnar um ágæti almenningsfarartækja að hann er tilbúinn til að gera allt til að fá fólk inn í vagnanna. Frjáls vilji skiptir engu.

Aðeins um 4% borgarbúa taka strætó og þeim hefur ekki fjölgað neitt á undanförnum árum. Engu að síður skal sósíalískt boðvald borgarstjórnar stýra eftirspurn eftir strætó hvað svo sem almenningur vill. 

Líf Magneudóttir er trú sínum sósíalístíska uppruna og ætlar með berja fólk inn í strætó.

Fyrir nokkrum árum gerði ég tilraun í eitt ár og fór allra minna ferða á reiðhjóli. Það var skemmtileg upplifun. Hins vegar gengur ekki að setja alla á hjól. Þar að auki hefur meirihlutinn lítið gert í að auðvelda hjólafólki ferðir um borgina. Ekki heldur gert mikið í því að lagfæra strætó og gera hann að hvetjandi samgöngumáta. 

Stjórnmálamenn þurfa að vinna heimavinnuna áður en þeir setja fram yfirlýsingar. Ég ber enga ábyrgð á Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa VG. Hún hótar ofbeldi.


mbl.is „Ber ekki ábyrgð á Sigríði Andersen“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður

Það verður að gera einhvað. Ég bý í miðbænum og geng allra minna ferða. Það er hinsvegar orðið þannig hin síðari ár að það er illmögulegt að ganga um á háannatíma vegna yfirgengilegrar mengunnar. Ég hef meira að segja velt því fyrir mér að ganga með grímu fyrir vitin á verstu dögunum.

Það fer meira land undir bílastæði í Rvk en undir húsnæði. Bílafólk á íslandi eru frekt til plássins, svo mikið að það hallar verulega á reiðhjóla og gangandi fólk.

Það verður ekki við þetta unað mikið lengur. Yfirgangur bílapólitíkur hefur náð hæstu hæðum, það mun ekki þjóna henni að öskra frekar.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 18.3.2018 kl. 17:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það kostar að hafa alla þessa túrista í miðbænum. Fyrir utan auðvitað alla bílaleigubílana þeirra, þá þarf rútur allan sólarhringinn til þess að þjóna þeim, stóra flutningabíla til þess að fylla á öll hótelin og veitingastaðina.  Túristapólitík frekar en bílapólitík myndi ég kalla þetta.

Kolbrún Hilmars, 18.3.2018 kl. 18:22

3 identicon

Auðséð Sigurður aðþú er nýkomin af landsfundi SjálfstæðisFLoksins, fullur eldmóð og hatri í garð vinstri flokkana.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2018 kl. 19:27

4 identicon

Ég er sammála þér Kolbrún með rúturnar og alla fjallabílana sem að rúnta um borgina daglega. Bæði vinstrið og hægrið hafa algjörlega klikkað þegar kemur að skipulagi þessarar borgar. Reyndar lýt ég svo á að pólitík hafi feilað heilt yfir og sé að verða hættulegri með hverjum deginum en það er önnur ella.

Þetta er ekki flókið, borgir þurfa skipulag. Það þarf húsnæði, götur, almenningsamgöngur og svo frv. Það kemu í ljós að þetta er svo standard þ.e. borgarskipulag að það hafa komið úr nokkrar bækur sem segja allar sömu söguna, að þetta sé nokkurnveginn standard skipulag sem þarf bara að imlimentera. Þarna hafa allir pólitíkusar feilað og það á að fjölga þeim! Það ætti að fækka þeim um helming.

Pólitíkinn hefur breytt borgini í leikhús sem er ekki fært um að setja upp leiksýningu. Eg ég þarf að hlusta á enn eina "umræðuna" um flugvöllinn, þá hljómar sjálfsmorð mun meira spennandi.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 18.3.2018 kl. 20:55

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sigþór, ég er búinn að fylgjast með þessum vanda miðbæjarins frá því að ferðamönnum fór að fjölga. Erfitt að finna bílastæði, jafnt fyrir þá sem eru búsettir í miðbænum sem og þá sem vinna þar eða vilja nýta sér þjónustuna. Umferðin gríðarlega mikil.

Þetta hafa borgaryfirvöld látið afskiptalaust rétt eins og þau haldi að vandamálið hverfi af sjálfsdáðum ef ekkert er gert. Þvert á móti vex það með hverju árinu og fylgifiskurinn er ábyggilega meiri mengun sem gerir íbúum og þeim sem þarna starfa erfitt fyrir svo ekki sé talað um ferðamennina. Þeir geta ekki verið sáttir. Að minnsta kosti er ég ósáttur. Við þurfum nýtt fólk í meirihluta.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.3.2018 kl. 21:30

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mengunin eykst við að hægja á umferð og þrengja flæði um gatnakerfið. Þetta er afneitun á eðlilegan vöxt borgarinnar. Í staðinn fyrir að spyrna við þá ætti að búa í haginn fyrir aukna umferð. 

Þeir munu aldrei geta, hvorki siðferðilega né lagalega smalað fólki í strætó eins og sauðfé og neitað því um ferðafrelsi. Ef eitthvað á að gera i mengun, þá þarf að hvetja til þess að fólk kaupi rafbílla eða hybrid. Þetta má gera með sköttum á annan bóginn og fyrirgreiðslu á hinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2018 kl. 01:17

7 identicon

Sjálfstæðismenn, amk. sumir, mundu mæta ef að væri niðurgreitt kampavín og humar í strætó. Það er allt of vel gefið. Almenningssamgöngur hafa aldrei verið metnaðarfullar og því er ekki skrítið að engin vilji ferðast með þeim. Stefnan er og hefur alltaf verið einkabíll. Það skýtur því skökku við að þegar talað eru að minnka umferð með almenningssamgöngum að þá hoppi bílapólitíkusar upp á nef sér? Þeir ættu einmitt að fagna og taka þátt að fullum krafti. En kannski vilja þeir bara vera á 5mk hraða með eitrið úr næsta bíl lekandi inn um miðstöðina? Allt mun þetta verða súmmerað upp í krabbameinsrannsóknum framtíðarinnar, sem eru til í mörgum öðrum löndum nú þegar.

Að bæta við fleiri götum er hugmynd sem að virkar ekki. Forritun er ekki erfið, ekki heldur þetta.

If (fleiri götur)

   fleiri bílar;

else

   færri bílar;

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 19.3.2018 kl. 01:48

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Skelfing er þetta ómálefnalegt, Sigþór. Orðalagið bendir til þess að þú hafir meiri áhuga á að gera lítið úr öðrum en að ræða málið af viti.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2018 kl. 09:23

9 identicon

Ég hef ekki þörf fyrir að gera lítið úr fólki, enda finnst mér það lítilmannlegt. Hinsvegar eiga þeir skömmina sem vita og ég er ekki einn af þeim. En Sigurður, ef að má ekki talu um hlutina eins og þeir eru, hvernig er þá hægt að semja um einhvað?

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 19.3.2018 kl. 14:27

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Helgi Jónsson. Hvar í ósköpunum geturðu fundið þessum orðum þínum stað: „... hatri í garð vinstri flokkana.“? Skil ekkert svo skáldskap í anda falsfrétta frá Trump. 

Engu að síður bý ég yfir talsverðum eldmóði, þarf ekki landsfund Sjálfstæðisflokksins til að kveikja hann.  Var raunar ekki á fundinu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2018 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband