Áróður gegn Bjarna Benediktssyni vegna kosninganna

Stundin og breska blaðin The Guardian birtu fyrir viku ávirðingar á forsætisráðherra sem reyndust tóm vitleysa og rugl. Því var haldið fram að Bjarni Benediktsson hafi haft innherjaupplýsingar úr Glitni og getað þar af leiðandi komið fé sínu í skjól. Annað hvort voru þetta ekki innherjaupplýsingar eða Bjarni Benediktsson sé svo skyni skroppinn að hann nýtti ekki tækifærið og flutti fé sitt úr bankanum. Þess í stað hafði komið í ljós að hann flutti féð úr einum sjóði í annan í bankanum. Og bankinn fór á hausinn.

Afar auðvelt er að gera þetta tortryggilega sem og hversu mikið fé Bjarni hafi umleikis og það hefur verið miskunarlaust gert, teygt, togað og sett á hvolf.

Menn geta reynt að sverja af sér einhverjar annarlegar hvatir vegna birtingarinnar. Staðreyndin er einfaldlega sú að búið var að efna til kosninga og birtingin olli Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum vandamálum. Það sést best á skoðanakönnunum.

Auðveldara er að setja fram ásakanir en að verjast þeim, sérstaklega í pólitísku umhverfi.

Þetta veit ritstjórn Stundarinnar og blaðamaður The Guardian.

Þetta lið fer fram eins og Richard Nixon forðum daga þegar hann notaði ruddalegar yfirlýsingar til að berja á pólitískum andstæðingum sínum. Hann sagði einfaldlega: „Let the bastard deny it“, láttum helvítis manninn neita þessu. Ertu hættur að berja konuna þína? er dæmi um gildishlaðna spurningu sem útilokað er að svara án þess að eyðileggja mannorð sitt.

Mörgum þótti Nixon ekki merkilegur forseti og þeir spurðu: „Would you buy a used car from this man.“ Svona er auðvelt að berja á fólki með því að fara frá rökum og gera eins og „virkir í athugasemdum“, kasta einhverju fram sem enginn fótur er fyrir. Þannig verða til falsfréttir og afleiðingin er sú að enginn sér sannleikann, sjá bara það sem þeir vilja.

Þegar efnt hefur verið til kosninga hafa skipta allar fréttir um frambjóðendur máli. 


mbl.is Segir ummæli Bjarna kolröng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega óverjandi og endemis frekja og yfirgangur, finnst mér. Ég vona bara, að kjósendur sjái í gegnum þetta, en Sovétfréttastofa Rúv og 365-miðlar eru náttúrulega að vinna fyrir "sína" flokka, og vilja endilega koma aftur á vinstri óstjórn hér á landi og aka okkur beinustu leið inn í ESB, eins og það er nú gæfulegt eða hitt þó heldur. Það fer um mann að fylgjast með þessum nornaveiðum og einelti, sem þessir vinstri sinnuðu fjölmiðlar stunda. Þeir nálgast það að vera ríki í ríkinu. Það verður einhver að reyna að stöðva þessa vitleysu. Þetta getur ekki gengið svona mikið lengur. Minni kynslóð var kennt að standa með þeim, sem ráðist er á, og það kenndum við börnum okkar, sem vonandi hafa skilað því áfram til afkomendanna. Það er kominn tími til, að háttvirtir kjósendur sýni og sanni, hver hefur valdið í þessum efnum, og að við viljum enga endemis vinstri óstjórnir hér á landi. Við fengum alveg nóg af Jóhönnu, Steingrími og kó, og kærum okkur ekki um annað eins og þvílíkt í bráð og lengd, og heldur ekki Reykjavíkuróstjórnina. Mál er að linni þeirri vitleysu allri, bæði í ríki og borg. Kjósendur ættu að hafa vit á því í lok mánaðarins að forðast vinstri slysin og kjósa viti borið og skynsamt fólk bæði í kosningunum nú og á næsta ári.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 11:37

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er kannski rétt að það komi fram að Bjarni flutti fé á milli sjóða í Landsbankanum, ekki í Glitni.

Sjóður níu var í gamla Landsbankanum þannig að tengingin milli þess að kynna sér stöðu Glitnis og þeirra ákvörðunar að koma peningum í Landsbankanum í skjól er ekki alveg klár.

Privleged information telst það varla vera að hlusta á hvað menn eru að segja "á götunni" Allt í lagi að rifja upp:

http://www.malefnin.com/ib/topic/114649-vid-skulum-ekki-dramatisera-hlutina/

Flosi Kristjánsson, 10.10.2017 kl. 16:06

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki er málefnalegri gagnrýni fyrir að fara.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.10.2017 kl. 17:11

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Flosi. Ég er ekki alveg viss hvað þú átt við. Nefndi ekki Landsbankann í pistlinum né heldur sögur af „götunni“.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.10.2017 kl. 18:53

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður sæll, geturðu neitað því, að ádrepa Tyrfings H. Tyrfingssonar á Moggabloggi hans í dag: Kosningaloforðin 2013, er fullkomlega í takti við staðreyndir?

Aukaspurning: Er hægt að styðjast við fjölnota, svikin kosningaloforð til aldraðra kosningar eftir kosningar?

Jón Valur Jensson, 10.10.2017 kl. 23:56

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Valur, er lágkuru þinni engin takmörk sett? Þarft þú að leita aftur fyrir tvær kosningar til að finna einhver markmið sem sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki klárað?

Getur þú nefnt mér einhvern flokk sem hefur náð fram öllum markmiðum sínum (sem þú kallar loforð) á þessum tíma? Ér kannski áhugi þinn einvörðungu að koma hér að vinstristjórn og níða skóinn af sjalfstæðisflokknum?

Þú hefur líka sakað Sjálfstæðismenn um að klára ekki "loforð" sín á síðasta kjörtímabili, sem var ekki lengra en 8 mánuðir af 48!

Hvað gefur þú flokki langan tima til að klára öll markmið og stefnur sem þeir setja sér í upphafi kosninga? 1 mánuð? 6 mánuði? Ár? Eða er það bara valkvætt eftir spunaþörf?

Eitt vildi ég lika minna á að enginn flokkur er alráður á þingi. Eftir hverjar kosningar er klastrað saman meirihluta úr ansi ólíkum kimum. Út úr þeirri samvinnu er saminn stjórnarsáttmali sem er málamiðlun þessara aðila um markmið kjörtímabilsins. Ef þetta samkomulag næst ekki þá þarf einfaldlega að kjósa aftur.

Að þú haldir markmið og loforð flokka í kosningabaráttu séu meitluð í stein, þá sýnir það þú ert algerlega glórulaus um stjórnmál og átt þar hvergi að koma nærri.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 08:24

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru ráð Jón Valur til að meta árangur ríkisstjórna.

1. Skoðaðu stjórnarsáttmalann og þau málefni sem flokkarnir hafa sæst á og gert að sameiginlegum markmiðum.

2. Skoðaðu hvort frumvörp hafa verið lögð fram, samþykkt eða skotið til nefnda.

3. Skoðaðu hverjir kusu með, á móti eða sátu hjá í kosningunum um frumvörpin?

Kosningaloforð eru ekki stjórnarsáttmáli. Afgreiðsla mála getur dregist megnið af kjörtímabili. Nefndir og sérfræðiráðgjafar höndla um þau áður en þau verða að veruleika eða falla. Mál eru tafin og eyðilögð með umræðum um fundarstjórn forseta m.a. 

Farðu nú yfir hverjir eyddu mestum tíma í þetta málþóf um fundarstjórn forseta, hverjur tóku sjaldnast afstöðu til mála? (Piratar sátu hjá í 1000 tilfellum). Hverjir hleyptu stjornarsamstarfinu upp í möðursýkislegum upphlaupum um non issue í stað málefnalegrar vinnu í þágu umboðsmanna sinna.

Niðurstaðan kemur þér máske á óvart, en ég held að þín betri vitund viti svarið við þessu öllu.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 08:45

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil svo minna þig á Jón Valur að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fastast að baki þínum helstu hugarefnum, hvort sem það eru fóstureyðingar, trumál, útlendingastefna ESB.

Nú er markmið þeirra að sækja fé í félagslegar umbætur annað en til millistéttarinnar í landinu. Þeir ætla að auka jafnvægi á vinnumarkaði með að lækka tekjuskatt og einnig ætla þeir að hækka frítekjumarkið fjórfalt. Svo er bara að sjá hvort þeir fái umboðið og hvernig málamiðlunum verður háttað í stjórnarsáttmála. Ef svo ólíklega vildi til að samstarfið yrði með VG yrði á brattann að sækja að ná sátt um heilbrigða skattastefnu.

En þú kýst að stilla þér að baki vinstriflokkunum, og það er að sjálfsögðu þitt val. Verði þér að góðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 09:07

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Létt ferðu með það hér, nafni, að skrökva því að ég standi að baki vinstriflokkunum! Allir sem lesa skrif mín vita betur, og vart er nokkur harðari gegn VG en ég og almennt einnig gegn vinstri flokkunum, sbr. nýtt innlegg mitt á vefsíðu Egils Helgasonar:  http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2017/10/09/fjoldi-framboda-vandi-ad-mynda-stjorn-en-hvar-liggur-hugmyndalegi-agreiningurinn/ og þessa grein:  

Ótvíræðar upplýsingar um stefnu vinstri flokkanna í innflytjendamálum sýna hve óábyrg hún er.

Jón Valur Jensson, 11.10.2017 kl. 09:57

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sárast er mér þó um hitt, að þú slærð flokk þinn til riddara fyrir að "st[anda] fastast að baki [m]ínum helstu hug[ð]arefnum, hvort sem það eru fóstureyðingar, trumál" etc.

Þvílík lygi! GÞÞ, utanríkisráðherra ykkar, er að dæla milljónum eða milljónatugum úr ríkissjóði (án minnsta umboðs frá kjósendum) sem hann gefur til mestu fósturdeyðingasamtaka heims, International Planned Parenthood !!!

Og í umræðum á Alþingi 27.marz sl. um nýjar tillögur um að lengja skotleyfin á hina ófæddu úr 12-16 vikum í fulla fimm mánuði meðgöngu tóku Sjálfstæðisflokks-þingmenn fullan þátt í að bera lof á þær hugmyndir!!! Og kristin er stefna flokksins ekki fyrir fimmeyring með gati!!

Jón Valur Jensson, 11.10.2017 kl. 10:20

11 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ásakanir á hendur formanni Sjálfstæðisflokksins um stjórnarslitin og svo sjóð 9 eru vægast sagt illa ígrundaðar, satt að segja heimskulegar, og pólitískt siðferði þeirra, er að baki þeim standa, er ekki beysnara en hjá öðrum í sögunni, sem staðið hafa að tilbúnum, ósvífnum ásökunum á andstæðinga sína og fylgt þeim eftir með orðunum: "let them deny it".  Tilgangurinn helgar meðalið hjá siðleysingjum.

Bjarni Jónsson, 11.10.2017 kl. 10:51

12 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Tengingin: "Fundur með Lárusi Welding um stöðu Glitnis ->  fé flutt úr Sjóði 9" sem mér sýnist slegið upp í "afhjúpuninni" er lítt skiljanleg. 

Þá er líka rétt að hlusta á orð forsætisráðherra um að hann hafi ekki "selt hluti sína í bankanum á ögurstundu", heldur kom þeim í skjól í áhnættuminni innlánsleiðum. Það er eins og menn vilji ekki heyra þetta.  

Opinberun Stundarinnar og Jóhannesar Kristjánsson ber öll merki hlutdægrar fréttamennsku, þannig að ekki þarf að draga það í efa. Menn ættu því ekki að svara þessu. Það er þó slæmur kostur og gæti gefið ásakendunum frítt spil til að hrúga upp ásökunum og hamra svo á þeim út í eitt, alveg án tillits til þess hverjar mótbárur koma fram. 

Flosi Kristjánsson, 11.10.2017 kl. 13:40

13 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Engin ástæða til að láta þessu ómótmælt, Flosi. Þar með heldur ísstöðulaust fólk að hálfsannleikur og lygi sé hið rétta.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.10.2017 kl. 13:43

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Auðvitað er þetta algjörlega siðlaust, Bjarni. En þegar stöðugt er hamra á lyginni finnst mörgum hún alls ekki ósennileg. Þess vegna þarf að mótmæla.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.10.2017 kl. 13:45

15 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Jón Valur. Yfirleitt tek ég ekki við fyrirspurnum en gæti þó hugsað mér að aðstoða fólk við að skilja stjórnmál. Við lestur Moggans tók ég ekki eftir þessari grein sem þú nefndir. Að öðru leyti má taka undir það sem Jón Steinar Ragnarsson segir hér að ofan.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.10.2017 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband