Blaðamaður spinnur frétt úr eigin skoðunum

Embættismenn og kjörnir fulltrúar gleyma því stundum að þeir eru þjónar almennings. Fólk sem starfar fyrir sveitarfélög hefur fyrst og fremst skyldum að gegna gagnvart íbúum sveitarfélagsins. Að þegja um saurmengun skammt frá vinsælum baðstað Reykvíkinga eru algjörlega óforsvaranleg vinnubrögð.

Skyldi einhver telja þetta mælt í einhverri ómálefnaleg umfjöllum sem stefnt er gegn stjórnendum Reykjavíkurborgar eða fyrirtækjum hennar? Varla.

En þetta:

Formaður borgarráðs Reykjavíkur tjáði sig seint og illa um viðbjóðinn sem bíað hafði út strandlengjur höfuðborgarinnar vikum saman, án þess að fólkið, borgarbúarnir, væri látið vita og gæti gætt sín og barna sinna. Fjöldi starfsmanna borgarinnar á veitusviði og heilbrigðissviði vissi um vandræðin og um ógnina sem af þeim stafaði.

Varla telst þetta heift eða illa mælt. Engu að síður er síðasta tilvitnunin notuð gegn fjölmiðlinum sem hún birtist í.

Fyrri tilvitnunin er úr leiðara Fréttablaðsins en hin síðari úr leiðara Morgunblaðsins, hvort tveggja í blöðum dagsins.

Leiðarinn er undir yfirskriftinni „Brugðust borgarbúum“. jakob BjarnarBlaðamaðurinn Jakob Bjarnar á visir.is segir í frétt á miðli sínum um leiðarann:  

Leiðarinn er óvenju heiftúðugur, en hann er undir yfirskriftinni „Brugðust borgarbúum“ ...

Ég hef lesið leiðarann í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Í báðum er tekið nokkuð hart til orða en hvorugur er „heiftúðugur“, þvert á móti málefnalega rætt um hneykslið. Þannig er þetta bara og það veit blaðamaðurinn, Jakob Bjarnar, sem reynir ekki einu sinni að færa rök fyrir hinu arma orðalagi sínu.

Raunar kemur það æ oftar fyrir að Jakob Bjarnar skrifi fréttir og blandi inn í þær skoðunum sínum. Það er óþolandi og alls ekki góð blaðamennska, þvert á móti má flokka slíkt sem áróður og ekki sæmandi fjölmiðli.

Auðvitað er ástæðan sú að Jakob Bjarnar vill að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi skrifað leiðarann, sem vel getur verið rétt. Fjölmargir óttast Davíð og geta ekki brugðist við rökum hans nema með því að túlka orð hans og í óbeinni ræðu og geta þannig búið til einhvern ljótan hálfsannleik.

Vel saminn leiðari er því orðinn „heiftúðugur“ af því að borgaryfirvöld og stofnanir borgarinnar hafa staðið sig hörmulega illa. Þetta er ekki bara skoðun í leiðara Morgunblaðsins, Þorbjörn Þórðarson, leiðarhöfundur Fréttablaðsins, er á sömu skoðun, en nei, Þorbjörn er ekki talinn „heiftúðugur“, bara helv... hann Davíð.

Svo má búast við því að hælbítar í athugasemdum skríði upp úr holum sínum og haldi áfram naginu þar sem Jakob Bjarnar hætti.

Myndina leitaði Google að en ekki hefur verið sótt um leyfi til birtingar enda ekki vitað hver tók hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður

Ansi eru vinstri menn góðir ef þeir ná að sverja af sér hælbítanna. Raunveruleikinn er náttúrulega að það þarf tvo til að takast á og oftast um tvær andstæðar hliðar. Þar sem menn takast á, þar eru hælbítar.

Hinsvegar held ég að pólitík dagsins í dag sé ekki fær um að taka á raunverulegum vandamálum fólks. Flækjustigið í stjórnsýslunni er of mikið og menn of spilltir til að þeir nenni að standa í þessu. Flestir virðast stefna að því að vinna bara fyrir sig og sína líkt og Trump fjölskuldin.

Stóra kúkamálið er vitnisburður um hvernig stjórnsýslan er hætt að virka. Stofnanir eru allt of uppteknar að því að fara að lögum gagnvart öðrum stofnun, svo mikið að þær virðast ekki mega vera að því að láta vita um hvar er að gerast. Nú og svo kemur Borgarstjórnn og brosir eins og passíft auglýsingaspjald og vonar að það dugi til að lægja öldurnar.

Drasl...

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 11.7.2017 kl. 16:59

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Held að það sé nokkuð mikið til í þessu hjá þér, Sigþór. Því miður. Ég sé þetta þannig að hér er um stjórnunarvanda að ræða, framkvæmdastjóri borgarinnar, borgarstjórinn, hefur ekki yfirsýn yfir verkefnin og stofnanir borgarinnar. 

Ég held því fram að aðalverkefni borgarstjóra sé það sem á ensku var  stundum kallað í dálitlum hálfkæringi „Managemennt by walking around“ eða stjórnun með því að koma sem víðast við. Auðvitað á stjórnunin að miðast við þarfir borgarbúa, ekki stjórnmálaflokka eða embættismanna.

Því miður hefur borginni ekki verið stjórnað á þennan hátt í langan tíma. Þar af leiðir að virðingin fyrir embættinu þverr og afleiðingin er eins og þú lýsir. Það er slæmt, afar slæmt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.7.2017 kl. 17:33

3 identicon

Það er einmitt niðurstaðan, virðingin hverfur.

En þá kemur spurningin sem skilgreinir muninn á hægri og vinstri, er ekki bara hægt að stýra þessu að skynsemi? En þá er ég víst kominn í pólitík og ég verð þá að fara annan hring...

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 11.7.2017 kl. 18:20

4 identicon

Athugið, að skólpvatn á Íslandi er ekii hreinsað og hefur aldrei verið. Það er bara verið að sía frá stærstu hlunkana, túrtappana og bindin, votklútana og klósettpappírinn. Að því loknu fer skólpið óhreinsað með allri saur- og hlandblöndunni með milljörðum ColiE-gerlum út í fjörur og firði, fljót og læki.

Stöðvun skólpmengunar fær engan forgang í borginni frekar en úti á landi. Á síðasta ári var leki í skólplögn í Fossvogsdalnum og tæknideild borgarinnar tóku sér fleiri vikur að finna upphaf lekans. Þetta hefði tekið tvo daga í Danmörku þar sem allt skólpvatn, ólíkt Íslandi er hreinsað ekki bara mekanískt (síað), heldur líka kemískt og líffræðilega. Lífríki Myvatns var eyðilagt eftir margra ára útleiðslu af skólpi frá sumarhúsabyggðum. Það var þaggað niður og einhverju öðru kennt um.

Íslendingar eru mestu umhverfissóðar í Evrópu hvað varðar skólpvatn. Síðan eru þeir að æpa af hneykslun ef hróflað er við urði og grjóti einhversstaðar og þykjast vera svo umhverfissinnaðir.

Þannig að spturningin er: Hvort kemur á undan: Næsta ísöld eða bygging fyrstu skólphreinsistöðvarinnar á Íslandi?

Pétur D. (IP-tala skráð) 11.7.2017 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband