Hagmunir þjóðarinnar eru aðrir en hagsmunir verslunarinnar

ungarHvers vegna eru íslensk stjórnvöld með reglur um að innflutt kjöt sé fryst? Svarið er einfalt, það er einfaldlega vegna sjúkdómahættu.

Ef reglur Evrópusambandsins um innflutning á landbúnaðarafurðir, sem  Ísland hefur lögleitt, eru þess eðlis að opna skuli landið fyrir landbúnaðarsjúkdómum sem grassera í Evrópu þá er ekkert annað uppi á borðinu en að nema lögin úr gildi. 

Í öðru lagi skiptir stóru máli að landbúnaður hér innanlands getur hvorki keppt í verði eða magni við útlendar landbúnaðarafurðir. Við erum einfaldlega jaðarsvæði og örsmár markaður.

Þriðja atriðið er fæðuöryggi landsins. Óheftur innflutningur landbúnaðarafurða gerir þjóðina fæðulausa komi eitthvað í veg fyrir eðlilegar samgöngu á hafi eða í lofti.

Fjórðu rökin eru að í öllum löndum Evrópu eru landsbúnaðarafurðir niðurgreiddar og þar með innflutningur hingað. Vart er að treysta því að svo verði til frambúðar og hversu mikið hækka þau í verði þegar dregur úr niðurgreiðslum eða þær hætta.

Það er algjörlega óábyrg afstaða að heimta ótakmarkaðan innflutning landbúnaðarafurða og sú krafa kemur nær eingöngu frá hagsmunaaðilum, innflytjendum og verslunum.

Innlend framleiðsla er dýr, sú útlenda ódýr, buddan ræður. Hver er þó staða okkar sem sjálfstæðrar þjóðar ef við getum ekki brauðfætt landsmenn þegar eitthvað bjátar á í samgöngukerfi heimsins? Á íslensk þjóð að vera að öllu leyti háð innflutningi matvæla? 

Skilyrði um að opna fyrir óheftan innflutning landbúnaðarafurða frá Evrópu er ógn við sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar.

Sjá hér nánar um notkun hormóna í landbúnaði og hér um notkun á sýlalyfjum til að efla vöxt sláturdýra.

Ég leitaði mér að myndefni við þennan pistil og mér til gríðarlegs hryllings fann ég ótal vefsíður sem segja frá takmarkalausri grimmd í sláturhúsum í Evrópu og annars staðar. Ég hreinlega fékk það ekki af mér að birta slíka mynd hér.

Staðreyndin er að minnsta kosti þessi: Íslensk sláturhús eru mjög vel rekin og meðferð sláturdýra er mannúðleg. Myndin sem hér fylgir er úr erlendu kjúklingasláturhúsi. Ungar fylgja með eggjaskurn yfir í gáma þar sem þess líf þeirra fjarar skjótlega út og öllum er andskotans sama.

Fyrir mig og mína vil ég frekar dýrari íslenskar landbúnaðarvörur vitandi að reglum um slátrun er fylgt og veit að hér eru hvorki notaðar sýklalyf eða hormónalyf í sama mæli og víðast annar staðar. Vel má vera að ég geti fengið hjá Ferskum kjötvörum ódýrt kjöt en ég get aldrei geta treyst uppruna þess eða hvernig staðið var að slátrun dýrsins.


mbl.is Ríkið tapar máli um innflutningsbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það eru til aðrar leiðir en að nema lögin úr gildi, t.d. að skilyrða innflutning með skimun fyrir sýklalyfjum og hverju því sem yfirvöldum dettur í hug.

Það er einfallt að réttlæta slíka skimun, bæði WHO og heilbrigðisyfirvöld fjölda landa hafa bent á lýðheilsusjónarmið og hvernig lyfjaleyfar og ónæmi ógna heilbrigði.

Með skimun sem þessari er innfluttningi á ferskum kjötvörum sjálfhætt. 

Sindri Karl Sigurðsson, 18.11.2016 kl. 13:07

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka innlitið, Sindri Karl. Skil hvað þú átt við en ekki fer alltaf saman það sem telst rétt samkvæmt bestu manna yfirsýn eða samkvæmt túlkun laga. Í því felst vandinn. Hvort skimun eða annað telst réttlætanlegt veit ég ekki en ástandið eftir dóminn er afleitt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.11.2016 kl. 13:18

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Rétt er það en það verður ávallt mat þeirra sem um málið fjalla hvort hefur meira vægi, lýðheilsa eða matvæli, sem hægt er að vera án.

Að mínu mati þarf ekki annað en að horfa á tölfræði lyfjanotkunar og varúðarorð vísindafólks.

Hér erum við ekki að tala um hnattræna hlýnun heldur staðreyndir.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.11.2016 kl. 20:00

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er fyllilega sammála þér, Sindri Karl. 

Landrými er mikið, gnægð af vatni og fáir sjúkdómar landlægir ef miðað er við þau lönd sem við gjarnan berum okkur saman við. Notkun hormóna er bönnuð og lyfjanotkun afar lítil. Fram kemur í nýrri skýrslu frá Lyfjastofnun Evrópu að sýklalyfjanotkun í dýrum hérlendis er sú næstminnsta í Evrópu. Aðeins Noregur er neðar. Þar sem notkunin er mest er hún 65-föld miðað við Ísland.

Viljum við breyta þessu? Það verður samt ekki bæði haldið og sleppt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.11.2016 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband