Þessi fundur er bara fyrir fjölmiðla

VGSæll, Logi.

Sæl, Katrín.

Nei, ert þú gengin aftur, Oddný? Ég meina, varstu ekki hætt?

Jú, ég var og er hætt sem formaður en hann Logi þarf á aðstoð að halda. Ég þarf að halda í hendina á honum svona til að byrja með, hann er svo nýr greyið. Samfylkingin má ekki við neinum byrjendamistökum ef ske kynni að kosið verði aftur. Flokkur með best stefnu í heimi má hreinlega ekki falla af þingi.

Hvað um það, verið velkomin hingað. Eins og þið vitið er ég með stjórnarmyndunarumboðið. Það er að vísu orðið dálítið þvælt eftir að hafa verið hjá honum Bjarna í tvær vikur en það dugar.

Já, það er orðið langt síðan að sósíalisti hefur fengið að mynda ríkisstjórn. Var það ekki Lúðvík Jósefsson sem reyndi það síðast?

Skiptir engu, Oddný mín. Nú vil ég spyrja ykkur, kæru vinir og félagar: Er Samfylking tilbúin til að mynda ríkisstjórn með okkur VG og fleiri flokkum.

Alveg tvímælalaust. Ekki spurning. Við styðjum öll góð mál, hvað sem það kostar.

Hvað segir þú Logi, spurningunni er eiginlega beint til þín sem formanns.

Tja ... ég er bara sammála. Er þaki Oddný ...?

Jú, auðvitað, ég var að segjaða. Hins vegar gerum við þá kröfu að fá tvö ráðherraembætti, sérstaklega innanríkisráðuneytið og einnig utanríkisráðuneytið. Svo viljum við að nýja ríkisstjórnin sæki aftur um inngöngu í ESB.

Elsku Oddný mín, auðvitað munum við skoða að láta ykkur frá tvö ráðuneyti. Og við í VG höfum ekkert á móti því að ganga í ESB. En heyrðu, ansi er alltaf þessi jakki alltaf fallegur. Hvar fékkstu hann?

Þetta er nú bara jakki úr Hagkaup en alveg gasalega lekker, svona eins og peysan þín.

Þessi drusla? Hana keypti ég fyrir mörgum árum í Kolaportinu, en hún dugar von úr viti. En naglalakkið þitt, Oddný mín, en hvað það er nú rautt og fallegt.

Já, þessi tónn í rauða litnum er algjört æði ...

Ahem ... Oddný, má ég ekki bara fara. Ha? Mér heyrist að fundurinn sé búinn.

Jú, farðu bara Logi minn. Við stelpurnar ætlum að halda áfram að spjalla næsta klukkutímann, þetta er svona fyrir fjölmiðla. Þú skilur ...

Mundu samt, að ef einhver fréttamaður spyr þá ertu að fara á mikilvægan fund en þú teljir mjög líklegt sé að við náum saman um myndun ríkisstjórnar.

Geri það, bæ ...


mbl.is Katrín fundar með Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband