Fjölflokkastjórn og lýðræðisleg hrossakaup

Fjölflokkastjórn gæti verið áhugaverð fyrir lýðræðið í landinu þar sem fleiri kæmu að ákvarðanatöku og stefnumótun. Verkefnin þyrftu að vera skýr fyrirfram. Síðan gætu flokkarnir búið til samstarfsnefndir allra þessara flokka um verkefni ráðuneytanna sem væru ráðherrum til stuðnings og tryggðu að málin kæmu fram í góðri sátt.

Þessi skoðun er svo ákaflega sannfærandi en við nánari umhugsun er hún arfavitlaus enda höfð eftir Katrínu Júlíusdóttur, fráfarandi þingmanni Samfylkingarinnar. 

Aumingjans konan sér að flokkurinn hennar er við það að þurrkast út af þingi. Þess vegna fer hún í fótspor Össurar Skarphéðinssonar, fyrrum utanríkisráðherra og núverandi þingmanns (sem mun líklega falla af þingi eftir viku) en hann gengur á eftir Pírötum með grasið í skónum. Og Katrín vegsamar margra flokka ríkisstjórn.

Samkvæmt skoðanakönnunum virðist Samfylkingin þurrkast út af þingi eða verða smáflokkur hangi hún inni. Sem smáflokkur kemste hún ekki í ríkisstjórn nema í „fjöflokkastjórn“.

Þá þurfa Píratar að fá minnst 15 þingmenn, Vinsteri grænir minnst tíu þingmenn, Björt framtíð tvo, Samfylkingin tvo og krataflokkurinn Viðreisn hugsanlega fjóra eða fimm þingmenn.

Verði það getur lýðræðið í landinu tekið til kostanna og þá skemmta þingmenn sér við „ákvarðanatöku“ (orð sem er rassbaga) og stefnumótun, eins og Katrín Júlíusdóttir orðar það.

Haldið þið, lesendur góðir, að Samfylkingin myndi velja „fjölflokkastjórn“ ef hún fengi tuttugu þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn tuttugu og fimm? Nei, Kata myndi hlaupa í fangið á íhaldinu áður en talningu atkvæða er lokið.

Staðreyndin er nebbbbnilega sú að fjölflokkastjórnir eru vondar, þungar í vöfum, þar gerast mestu hrossakaupin.

Hvers vegna hefði til dæmis borgarfulltrúi Pírata tekið þátt í borgarstjórnarmeirihlutanum nema vegna þess að hann fékk dúsu. Veit einhver hver hún er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skáletraða upphafið í pistlinum er dæmigert þvaður og flækjustigsást sósíalista. Endalausar nefndir og kommisarar. Gersamlega galið stjórnkerfi, sem aldrei hefur virkað, nema fyrir kommisarana. Píratafulltrúinn sem heldur saman borgarstjórnarmeirihlutanum hefur eflaust fengið eitthvað tölvutengt. Er það ekki það eina sem þeir hafa vit á?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2016 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband