Ómarktæki munurinn á Davíð og Andra Snæ

Gamall vinstri sinnaður kunningi hafði samband við mig í morgun. Ein og við var að búast skensaði hann mig fyrir stuðning minn við framboð Davíðs Oddssonar til forseta Íslands. Við skutum svona á hvorn annan í bróðerni og reyndum að vera fyndnir.

Er við kvöddumst sagði hann nær pottþétt að Davíð yrði í þriðja sæti í kosningunum. Þegar ég hváði sagði hann að ástæðan væri einfaldlega sú að búið sé að hafa samband við stóran hóp fólks sem hefur lýst yfir stuðningi við Guðna Th. Jóhannesson og þetta fólk hvatt til að styðja Andra Snæ verði haft samband við það í skoðanakönnunum.

Tilgangurinn sé fyrst og fremst áróðurslegur, gera lítið úr Davíð og helst þannig að það bitni á Sjálfstæðisflokknum.

Ég hló, og spurði hann hvaða líkur væru á því að hópur fólks gæti haft áhrif á úrtak í skoðanakönnunum. Sá hópur þyrfti að vera stór og vel skipulagður.

Kunningi minn sagði það ekki stórmál. Aðalatriðið væri hvernig unnið sé úr skoðanakönnunum. 

„Þú veist,“ sagði hann, „að allt í einu er ekki marktækur munur á Davíð og Andra Snæ og stuðningur við Guðna Th. minnkar. Heldurðu að það gerist bara upp úr þurru?“

Þetta kom svo flatt upp á mig að ég gleymdi að kveðja.

... hvernig unnið er úr skoðanakönnunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þetta er góð spurning Sigurður. Maður spyr sig, hver greiðir t.d.?

Jónas Ómar Snorrason, 16.6.2016 kl. 16:09

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég spyr nú frekar og þá aðra en sjálfa mig; ef skoðanakannanir eru svona ábyggilegar og afgerandi er þá ekki óþarfi að ómaka sig á kjörstað?

Kolbrún Hilmars, 16.6.2016 kl. 18:07

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kolbrún, aðeins eitt svar er við þessari spurningu: Hver á einn ætti að kjósa það sem honum hugnast best, skiptir engu hvert gengi frambjóðandans er hverju sinni.

Í framhaldi af þessu. Mér finnst hins vegar heimskulegast af öllu að kjósa þann sem fær mest fylgi í skoðanakönnunum en ekki þann sem kjósandinn telur bestan.

Skoðanakannanir kunna að vera rangar af fjölmörgum ástæðum, meðal annars vegna þess að oft eru ekki allir aldurshópar spurðir og ekki er víst að allir sem spurðir eru muni kjósa.

Þær geta hugsanlega sýnt stöðuna á tilteknum tíma en eðli þeirra vegna hafa þær ekki forspárgildi ekki frekar en það sem þig dreymir. Hins vegar á draga ályktanir af þeim og það er gert.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.6.2016 kl. 18:18

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Eðli skoðanakannana eru eðliega ekki endanlegur dómur, það vita allir Sigurður. En þær gefa vísbendingu, séu þær rétt framkvæmdar. Hafir þú ekki áhuga á vísbendingum Sigurður, þá láttu þær sem vind um eyru þjóta.

Jónas Ómar Snorrason, 16.6.2016 kl. 19:17

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skoðanakannanir eru plága. Banna ætti alla opinbera birtingu þeirra, einhvern ákveðinn tíma, fyrir kosningar. Umræðan um væntanlegar forsetakosningar snýst sáralítið um frambjóðendur, eða þeirra helstu kappsmál. Kjósendum er varla gefið ráðrúm eina einustu mínútu fyrir kosningar, til að vega og meta frambjóðendur. Ef tíminn sem varið er í umræðuna um mismunandi skoðanakannanir, væri nýttur í kynningu á frambjóðendum, væri kjósendum stór greiði gerður. Fjölmiðlafólk á Íslndi er í ruslflokki. Flestallir fjölmiðlar einnig. Ruslfréttamennska og ruslblaðamennska hefur tekið yfir heilbrigða umræðu og sannan fréttaflutning. Í dag eru fréttir búnar til og persónur keyrðar upp í hæstu eða lægstu hæðir, allt eftir því hvað hentar fjölmiðlum, eða eigwndum þeirra.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.6.2016 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband