Bönnum enska landsliðinu þátttöku í alþjóðamótum

Er ekki kominn tími til að banna enska fótboltalandsliði karla þátttöku í heimsmeistara-og evrópumótum? Stuðningsmenn liðsins halda að með ólátum, drykkjuskap og ofbeldi geti þeir bætt upp lélegan árangur liðsins. Þeir eru ekki að skemmta sér eins og annað fólk

Ég hef lengi verið stuðningsmaður enska landsliðsins en árangur þess hefur því miður verið hörmulegur í áratugi. Þetta er svona eins og að halda með Liverpool í enska boltanum, ekkert nema ávísun á vonbrigði og leiðindi. Stuðningsmenn liðsins eru þó skárri en enska landsliðsins.

Held ég láti af þessum stuðningi hér með. Enska þjóðin og aðrir verða bara að sætta sig við afstöðu mína. 

Að lokum legg ég fram þá tillögu að enskum stuðningsmönnum fótboltaliða verði meinaður aðgangur að alþjóðlegum fótboltaleikjum nema að þeir hafi fengið viðeigandi meðferð hjá sálfræðingi og geti framvísað vottorði um andlega heilsu sína. 


mbl.is Einn í lífshættu eftir átökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að sjálfsögðu gengur tjallanum illa á stórmótum. Það eru nánast engir tjallar í tjallaliðunum heima fyrir. Megnið af landsliði Englands kemur af varamannabekkjum liðanna, sem keppa á "heimaslóð". Hegðun stuðningsmannanna er ólíðandi, þrátt fyrir þetta og algerlega sammála þér um að banna England í svona 10ár í alþjóðlegum fótboltamótum. Skríllinn aem fylgir þeim getur þá bara átt sig á heimaslóð. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.6.2016 kl. 03:18

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju á að banna Bretum að keppa í alþjóðlegum stórmótum?

Það eru rússar sem er verið a draga fyrir aganefnd fyrir ólæti rússneskra fótboltabullna.

Hvað er það sem ég og UEFA sáum ekki?

En ég er sammála að það á ekki að leifa fótboltabullur á knattspyrnuleiki, enga áhorfendur. Það er alveg nóg að sjónvarpa leikjunum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.6.2016 kl. 15:32

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Jóhann.

Bretar eiga fjögur landslið, hið enska, velska, skoska og norður-írska. Enska landsliðið er hið eina sem dregur að sér bullur. Annars var þessi pistill skrifaður áður en leikur Englendinga og Rússa fór fram og er tengdur við frétt mbl.is. 

Englendingar misst stjórn á sér fyrir leikinn, Rússar eftir hann. Rétt sem þú segir fótbolti er ekki fyrir bullur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.6.2016 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband