Byltingin er hafin, þa ebbara þannig ...

Byltingin 2Þa ebbarra auljost að byltingin er hafin ... þa ebbara þannig ... fólk er brjálað.

Þetta sagði greindarleg stúlka í beinni útsendingu í fréttatíma á Stöð2 klukkan 18:30 í gær. Hún var stödd í um eitthundrað manna hópi á Laugaveginum á leið upp að Háaleitisbraut 1, „auljoslega“ í mikilli geðshræringu enda vitni að einstæðum atburði í sögu þjóðarinnar.

Hún er eins og maðurinn sem stóð dag eftir dag á torginu með stórt skilti og á því stóð „HEIMSENDIR Á MORGUN“. Bæði trúðu eigin orðum.

Heimsendir er ekki enn kominn og byltingin ekki heldur.

Mikið skelfingar ósköp hlýtur fréttabarninu hafa þótt gaman að koma í vinnuna í morgun. Allt með sömu kyrru kjörunum og í gær.

„Góðir áhorfendur. Í gær var því haldið fram í fréttum okkar klukkan 18:30 að hafin væri bylting á Íslandi. Sú frétt reyndist ekki á rökum reist. Sigmundur Davíð fór með góðu, búið er að þvo eggin af veitingastaðnum „Kryddlegnum hjörtum“ sem og af Alþingishúsinu. Við biðjum velvirðingar á fréttinni. Ætlum aldrei aftur að láta hljóðnema í hendur á fréttabörnum.“

Þetta hefði verið almennileg leiðrétting á bullinu í gær.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband