Fasteignir og peningar einstaklinga í útlöndum og svo lífeyrissjóða

LsjMargt fólk á íbúðir og hús á Spáni og nýtir þær hluta úr ári eða jafnvel mestan part ársins. Þetta fólk greiðir líklega eignaskatt af þessum eignum sínum - ekki á Íslandi heldur í viðkomandi landi. Svo mun einnig vera í mörgum öðrum Evrópu og Ameríku. Ég veit um vini, ættingja og kunningja sem eiga íbúðir á Flórída og á Spáni, jafnvel víðar. Því miður á ég enga slíka eign.

Nú spyr ég, líkleg heimskulega: Er eitthvað sem mælir á móti því að eiga húseignir í öðrum löndum?

Nei, ég get ekki séð það. Hvergi í íslenskum lögum segir að fólk megi ekki eiga eignir í öðrum löndum, þar með taldar íbúðir, hús og hvað sem nöfnum tjáir að nefna.

Að öllum líkindum er erfiðara að fela fasteignir fyrir skattayfirvöldum, hér heima og úti í löndum. Sá er líka munurinn á fasteignum og öðrum eignum. Hins vegar getur verið auðveldur leikur að fela eignarhald á fasteignum með því að þvæla það í endalausa röð af hlutafélögum sem jafnvel eru tengd að hluta eða ekki.

Þetta er alltaf spurning um innrætið.

Stóra málið er að fjöldi fólks nýtur eigna sinna í útlöndum og hefur raunar ekki annað upp úr þeim heldur en ánægjuna, en situr jafnan uppi með að þurfa að greiða eignaskatt og rekstrarkostnað. Fólk vissi það svo sem og kvartar þar af leiðandi ekki.

Fólk sem á eignir í erlendum bönkum eða fjárfestingarfélögum stendur að mörgu leiti eins og þeir sem eiga fasteignir. Munurinn er hins vegar að sá sem á peninga reynir auðvitað að láta féð ávaxta sig. Eigandi fasteignar kann auðvitað líka að vera í sömu stöðu.

Svo framarlega sem fólk telur fram peningalegar eignir sínar erlendis á íslenskri skattskýrslu og greiðir réttmæta skatta af þeim, þá get ég ekki betur séð að allt sé í himnalagi, eiga fasteign eða peninga í útlandinu. Hins vegar eru skattsvik allt annað mál.

Svo segja sumir að það sé nú alveg aldeilis ómögulegt að sannreyna hvort rétt sé gefið upp í skattskýrslu þess sem á peninga útlendum, Tortóla, Lúxemborg, Spáni eða einhvers staðar annars staðar. Hvað á þá að gera?

Sumir leggja til að viðkomandi séu beittir ofbeldi í fjölmiðlum? Og það er miskunnarlaust gert.

Ég er ósammála. Staðreyndin er einfaldlega sú að skattayfirvöld hér á landi hafa ýmsar aðferðir til að komast að sannleikanum. Ég ber fullt traust til þeirra.

Svo skulum við líka hafa það í huga að íslenskir lífeyrissjóðir eiga þúsundir milljarða víða um heim, jafnvel í skattaskjólum samkvæmt frétt í mbl.is í dag.

Velti því nú fyrir mér hvort einhver segi lífeyrissjóð eigi meira í en hann gefur sjálfur upp. Eða er þessi viðbára tómt rugl. 

Og nú er það bara spurningin hver á nú að segja af sér.

Klikkið á myndina og þá skýrist hún og stækkar. Á henni má sjá fjárfestingar lífeyrissjóða og tryggingafélaga víðs vegar um heiminn. Ekki er getið um einstaklinga en þeim hafa slíkar fjárfestingar verið heimilar og kann að vera að í náinni framtíð opnist möguleikar til þess.

Annars er ekki úr vegi að skoða vefritið Andríki um svipuð mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sigurður, ekki minnist ég þess að hafa séð eða heyrt, að fólk sé að agnúast út í eignir fólks í útlandinu. Þú verður að passa þig á því, að afvegaleiða ekki umræðuna, hvorki fyrir þér sjálfum né öðrum. Að bera saman mál SDG, þjóðkjörins þingmanns(reyndar fleiri), og annað fólk, er bara ekki hægt, gengur ekki upp. Ég nánast get hengt mig upp á það, að framsóknarflokkurinn hefði aldrei getað hagað sinni kostningabaráttu á þann hátt sem flokkurinn gerði fyrir síðustu kostningar, hefði sú vitneskja sem við nú höfum verið ljós. Reyndar tel ég að sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki fengið það fylgi sem hann fékk vegna BB. En þetta er auðvitað ef og hefði. Samt má öllu vitibornu fólki vera það ljóst, að ég sé ekki svo fjarri raunveruleykanum:) 

Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 07:49

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, Jónas Ómar. Bið þig að átta þig á því að á þessum vettvangi tjái ég skoðanir mínar. Vera kann að þú og fleiri séu ekki sammála en þannig verður það þá að vera. Þakka þér samt fyrir að líta við.

Í pistlunum reyni ég stundum að velta upp öðrum hliðum mála en eru í umræðunni, rétt eins og ég gerði hér fyrir ofan. Mér kemur það eiginlega ekkert við þó einhver „minnist“ þess ekki að hafa heyrt eða séð þessa eða hina hlið máls sem ég velti upp. Þá er tilgangnum oft náð.

Með því að benda á hliðstæður er ég ekki að afvegaleiða eitt eða neitt heldur reyna að skýra málið, í þessu tilviki sýna fram á til dæmis málefnafátæktina í árásum stjórnarandstæðinga á ríkisstjórnina og einstaklinga innan hennar.

Ég tel mig hafa komið með ágæt rök og mönnum er auðvitað frjálst að meta þær að vild. Hins vegar gef ég afar lítið fyrir blaður út í bláinn. Ég vil fá rök. Þú ert greinilega ekki sammála mér. Mér er það að meinalausu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.4.2016 kl. 10:33

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sæll Sigurður, þakka þér fyrir ábendinguna sem ég virði fullkomlega. Kannski skyldi ég hugsun pistilsins rangt, ég taldi þig vera að réttlæta reikninga þjóðkjörna einstaklinga, án þess að þeir gerðu grein fyrir þeim. Vitað er að lífeyrissjóðir hafi fjárfest í útlandinu, tel það reyndar bránauðsýnlegt að svo sé hægt. Veit um aðila sem keypti sér hús á Spáni 2007 á 350.000 evrur, sá hlítur eftir hrunið, að hafa fengið að finna til tevatnsins. Komið gott. Kær kveðja:)  

Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband