Sannfærandi um ekki neitt

Einhvern tímann var talið að fyrir stjórnmálamann væri mikilvægast að svara pólitískum ásökunum sem fyrst. Svara, svara, svara, svo maður sé ekki álitinn rökþrota ...

Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra og núverandi alþingismaður Vinstri grænna, svarar í Morgunblaði dagsins grein sem Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðiflokksins ritaði í síðustu viku. Ég gerði þessa grein Óla Björns að umtalsefni samdægurs, sjá hér og fagnaði henni enda vel skrifuð og málefnaleg.

Skemmst er frá því að segja að Ögmundur svarar fæstu af því sem er umfjöllunarefnið í grein Óla Björns. Eftirfarandi stingur dálítið í augun við lestur greinar Ögmundar:

  1. Hann dregur ekkert í land með ódrengilegar dylgjur um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins sem Óli Björn ásakar hann um.
  2. Hann bakkar ekkert með dóm sinn „yfir tugum einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og segir að um brask sé að ræða“ eins og Óli Björn orðar það.
  3. Ekki eitt orð hjá Ögmundi um að ríkisstjórnin sem hann sat í hafi samið við einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu.
  4. Hann kennir hruninu um lág framlög ríkisstjórnar vinstri manna til heilbrigðismála en nefnir ekki verulegar árlegar hækkanir núverandi ríkisstjórnar til þeirra og Landspítalans.
  5. Hann nefnir ekki einu orði þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn styður íslenska heilbrigðisþjónustu í orði og á borði enda hentar það ekki í áróðrinum.

Eflaust er hægt að tiltaka fleiri atriði í Morgunblaðsgrein Ögmundar. Niðurstaðan er einföld. Greinin er almennt tal, engin rök engar tölulegar staðreyndir sem hnekkja því sem Óli Björn sagði í grein sinni.

Í skjóli orðaflaums reyna stjórnmálmenn eins og Ögmundur að fela sig í þeirri von að almenningur sjái ekki í gegnum hann. Ekki vantar orðafjöldann en efnislega er greinin rýr.

Eða eins og sagt var um annan góðan mann: Hann talar svo sannfærandi um ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband