Þeir sendu eldflaug til Mars en geta ekki staðsett gossprungu á Íslandi

nasa mynd

Snillingarnir hjá NASA eru greinilga ekki óskeikulir frekar en við hin. Þó rekur maður upp stór augu þegar ónákvæmnin í fréttaflutningi þeirra er eins mikil og í frétt mbl.is. Við fréttina má gera athugasemdir.

Það er rangt hjá mbl.is að myndin, sem ég leyfi mér að birta hér til hægri án leyfis mbl.is eða NASA, sé tekin með hitamyndavél. Þetta er samsett mynd og ónákvæm, raunar illa gerð.

Þeir sem fylgst hafa með fréttum sjá glögglega að eldsprungan er rangt staðsett. Hún er um einum km norðvestar en hún á að vera. Eldsprungan á að vera í gömlu gígunum frá því 1797 en svo er ekki. Þeir sjást hins vegar greinilega á samsettri myndinni.

Þar af leiðandi er hraunstraumurinn ekki á réttum stað og það leiðir hugann að því hvort myndin sem notuð er í grunninn sé í sama hlutfalli og myndin af hrauninu.

Að vísu eru þetta engin geimvísindi en hvernig í ósköpunum geta þessi snillingar komið geimflaug til Mars ef þeir geta ekki staðsett gjósandi eldsprungu í Holuhrauni?

 

 


mbl.is Eldgosið séð frá geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1438512/  Sæmundur Hólm hefði ekki klikkað á þessu

FORNLEIFUR, 4.9.2014 kl. 12:56

3 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Fyrir ótalmörgum árum sídan, fyrir daga leitarvélanna (Google o.th.h.) var ég ad leita á netinu ad efni um Ísland. Ég man reyndar ekki hvort thad var hjá CIA eda NASA sem bókstaflega ekkert fannst. Ég skyldi ekkert í thessu fyrr en ég áttadi mig á ad ég var ad leita á röngum stad. Allt efni um Ísland hfdi verid flokkad undir Ameríku, ekki Evrópu!Hef ekki gád en ég á nú frekar von á thvi ad thetta sé rétt núna.

Björn Geir Leifsson, 4.9.2014 kl. 13:05

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Sæmundur var greinilega athugull maður. Sjáður hvernig hann reynir að búa til dýpt í gosmökkinn á tveimur myndunum. Á öðrum fellur gjóska til jarðar. Góður pistill hjá þér, eins og svo oft áður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.9.2014 kl. 13:10

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekki að spyrja að landfræðiþekkingu Kanans, Björn Geir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.9.2014 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband