Samfylkingin stærst og ógnar fólki í borginni

Svo virðist sem Samfylkingin sé í sókn í Reykjavík og muni verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í næstu borgarstjórnarkosningum. Það er með algjörum ólíkindum.

Leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni er kunnur fyrir blíðmælgi en henni fylgja langlokur og þreytandi útskýringar sem fæstir skilja. Hann er engu að síður einn þeirra sem ætlar sér að þrengja byggð í Reykjavík, henda burtu flugvellinum með allri þeirri atvinnustarfsemi sem honum fylgja.

Hann vill og byggja fjölbýlishús hvar sem því verður við komið og skiptir engu máli hvernig umhverfið er byggt. Á sunnanverðu Skólavörðuholti er ætlun breyta umhverfinu, gera Landspítalann að borgríki innan borgarinnar, byggja þar upp algjörlega úr takt við aðra byggð. Hann vill þrengja að einkabílnum, búa til biðraðir fyrir aftan strætisvagna. Og fyrir okkur hjólreiðafólkið vill hann búa til hjólabrautir þar sem síst er þörf á þeim, t.d. á Hofsvallagötu eða Vatnsstíg! 

Og í þokkabót ætlar Samfylkingin að standa að eignarnámi vegna þess að ekki eru íbúðarhús byggð út að gangstéttum. Þess vegna á að gera eignir fólks upptækar og byggja á grænum svæðum. Gæti ekki verið að Samfylkingin sé að skipuleggja íbúðabyggð á umferðareyjum?

Síðustu fjögur árin hafa verið við stjórn í Reykjavík fólk sem kann ekki til verka en stundað trúðslæti. Nú virðist ætla að koma til valda hreinræktuð vinstri stjórn sem tekur ekkert mið af þörfum íbúanna heldur ætlar að fara sínu fram með valdboðinu einu saman. 


mbl.is Meirihlutinn í borgarstjórn heldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekki gleyma matjurtagördunum, sem ad thvi er mér skilst eiga ad vera á hústhökum, Althingisgardinum, svölum húsa og ég veit ekki hvar. Thetta er gáfuleg hersing sem borgarbúar virdast vilja fá yfir sig enn eitt kjörtímabilid. Thad er gott ad búa ekki í Reykjavík, thegar svona árar. Verdi kjósendum ad gódu í höfudborginni, ef thetta verdur nidurstadan.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.5.2014 kl. 09:34

2 identicon

Þetta er alveg ótrúlegt, en það er ljóst að framboðslisti Sjálfstæðisflokksins höfðar ekki til kjósenda í Reykjavík.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2014 kl. 16:07

3 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Jói gamli Stalín er greinilega fyrirmynd Dags Bergþórusonar og félaga. Vinnubrögðin og Fluggarða herfangið, sem er hérumbil í hendi(ef vitleysan verður ekki stoppuð af) passar einnig prýðilega gráðugum verktakavinum þeirra.

Eignaupptaka á Fluggörðum og Bílskúrum er nútímavæddi stalínski tíminn.

það er trúlega ekki lengur séns að nota gömlu góðu þrautreyndu og óbrigðulu Stalínsku aðferðina:

Senda eigendurnar á "One Way Ticket" til Síberíu og hirða svo eignirnar eins og Jói gamli gerði léttilega.

Fluggarðastíls eignaupptakan er sennilega bara byrjunin, svona til að testa viðbrögð borgarbúa, seinþreyttra til mótmæla, og sem fæstir vita nokkuð um þessar eignir!

Hjá hverjum og í hvaða hverfi banka þeir upp næst og nota Fluggarðaaðferðina: Burt með húsið/Íbúðina (Bílskúrinn)þína við ætlum að hagnýta okkur það á þinn kostnað. Bótalaust!

Engin furða að Dagur og félagar greiddu mótatkvæði við eigin tillögum á síðustu stundu, vegna ótta um og massífan atkvæðaflótta, fólks sem myndi fara á móti vitleysunni.

Vandinn er að ef þetta illa hugsandi fólk hangir inni er að Stalínski hugusunarhátturinn heldur áfram: Við gerum nákvæmlega það sem við ætlum,sama hvað það kemur illa við Land og Þjóð! Mótmæli ekki tekin til greina.

Undirskriftasafnanir skipta ekki máli! Við vitum betur, að okkar mati og förum okkar fram!

Við vitum svo miklu betur en sauðsvartur almúginn hvað okkur er fyrir bestu. Hagsmunir Almúgamannsins, að ekki að tala um Lands eða Þjóðar skipta okkur ekki máli! Við vitum hvað er best fyrir Okkur!

Kolbeinn Pálsson, 10.5.2014 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband