Landeigendafélag Geysis fer ekki með rétt mál

Innheimta ríkisins á aðgangseyri fyrir Silfru og í Vatnshelli er allt annars eðlis en heftur aðgangur að Geysissvæðinu. Landeigendafélagið fer offari í réttlætingu sinni á aðgerðum sínum til að leggja gjöld á sjón fólks.

Engum er bannaður aðgangur að Þingvallavatni. Hins vegar er útbúin aðstaða á einum tilteknum stað þar sem áhugasömum er boðin aðstaða til léttrar köfunar. Staðurinn er svo eftirsóttur að mörg fyrirtæki bjóða upp á ferðir þangað. Þar af leiðandi virðist rökréttast að stýra umferðinni á þann hátt að láta fyrirtækin greiða fyrir og koma líka í veg fyrir að þau séu þar öll á sama tíma. Engin takmörkun er til köfunar á öðrum stöðum í vatninu.

Í Vatnshelli undir Jökli hefur verið byggð upp aðstaða til að auðvelda ferðamönnum að komast inn í hellinn en það var fæstum mögulegt áður en það var gert. Stór stigi hefur verið settur upp og lýsing að hluta. Þetta er til mikillar fyrirmyndar og var allt klárað áður en innheimta hófst.

Landeigendafélagið við Geysi á ekki allt landið. Það ryðst hins vegar áfram með látum og þykist ætla að rukka fyrst, framkvæma svo. Það ætlar sér að hafa góðar tekjur af landi sínu. Hingað til hefur ekkert verið gert nema fyrir skattfé við Geysi.

Rukkun aðgangseyris fyrir að horfa á Geysi, Strokk og aðra hveri er ekkert annað en gjaldheimta á sjón, glápgjald, sem á engan rétt á sér. Næst verður okkur landlausum bannað að horfa að Esjuna og önnur fjöll nema gegn greiðslu.


mbl.is Benda á „tvískinnungshátt ríkisins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það verður bráðum bannað að horfa á fisk úr sjó þar sem hann er eign kvótamafíunnar!.

Eyjólfur Jónsson, 25.4.2014 kl. 17:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Græðgin ríður ekki við einteyming.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2014 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband