Frakkar, Spánverjar og Portúgalar vilja í íslenska landhelgi

Í byrjun febrúar 2012 efndi Össur Skarphéðinsson til herráðsfundar með Evrópuvíkingum sínum í utanríkisráðuneytinu. Þeir gerðu „slagplan“ reist á eigin tilfinningu um að makríldeilan ylli tregðu ESB til að afhenda rýniskýrsluna um sjávarútvegsmál. Í planinu fólst að ýta makrílmálinu til hliðar auk þess sem Össur tók að sér að vinna Frakka til stuðnings við málstað Íslands.

Hvorki ráðherrann né Evrópuvíkingar hans höfðu rétta tilfinningu fyrir stöðu málsins á þessu stigi frekar en þegar af stað var farið. Frakkar, Spánverjar og Portúgalir vildu ekki ræða við Íslendinga nema þeir féllu frá skilyrðum sínum í sjávarútvegsmálum. Þar stóð hnífurinn í kúnni. Farið var með þennan grundvallarágreining sem mannsmorð og haft í hótunum við stjórnarandstöðuna um að hún bryti trúnað ef hún segði frá þessu.

Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrum þingmaður og ráðherra, á vefnum Evrópuvaktin. Björn er glöggur og þarna bendir á að Frakkar, Spánverjar og Portúgalar greindi á við Íslendinga um sjávarútvegsmál í aðlögunarviðræðunum.

Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra, veit að þessar þrjár þjóðir vilja komast í íslenska landhelgi með skip sín. Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þær og skiptir engu þó Íslendingar vilji halda landhelginni lokaðri. Það er ekki til umræðu.

ESB er ekki skipað neinum viðvaningum í alþjóðasamningum og þess vegna er rýniskýrsla sambandsins lokað plagg. Ef ekki þá væri aðlögunarviðræðunum sjálfhætt að hálfu Íslands. Þess í stað horfa kommissarar ESB á bardaga milli já-sinna og nei-sinna á Íslandi með velþóknun.

Á meðan er það ekki ESB að kenna að hvorki gengur né rekur með umsóknina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta vita allir sem vilja, þessum þjóðum mislíkaði þegar við komum þeim í burtu úr okkar fiskveiðilögsögu og fannst það niðurlægjandi. Það þarf enginn að fara í grafgötur með það að inn í ESB förum við aldrei án þess að afhenda þeim fiskveiðilögsöguna. Lítilmenni eru þeir sem tilbúnir eru til þess að sóa því sem forfeður okkar börðust fyrir með blóði, svita og tárum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 15:49

2 Smámynd: Bjarni Jons

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. principle of relative stability) er ein af grundvallarreglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy). Henni er beitt við útdeilingu veiðiheimilda til aðildarríkja eftir að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla hafa verið teknar í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu.

Reglan byggist á því að hvert ríki fái úthlutað sama hlutfalli í leyfilegum heildarafla frá ári til árs. Hlutfall hvers ríkis grundvallast á veiðireynslu þess á tilteknum stofni eða miðum. Í reglunni er jafnframt tekið tillit til þeirra svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þegar reglan tók fyrst gildi árið 1983 nr. 170/1983 var litið til þeirrar veiðireynslu sem fiskiskip aðildarríkjanna höfðu aflað sér á árunum 1973-1978. Þegar ný aðildarríki hafa gengið í sambandið hefur verið litið til veiðireynslu þeirra árin fyrir inngönguna í sambandið.

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika á sér nú stoð í reglugerð nr. 2371/2002. Með samþykki aukins meirihluta í ráðinu væri hægt að víkja frá reglunni við úthlutun aflaheimilda hverju sinni og breyta henni varanlega. Við reglulega endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB sætir reglan sömuleiðis endurskoðun. Hingað til hefur ekki verið pólitískur vilji fyrir breytingum á reglunni og hefur því ekki verið hróflað við henni.

Hafi menn áhuga á að kynna sér eitthvað annað en einhliða áróður um þessi mál þá mæli ég með að menn gúggli þessa reglu og annað sem tengist sjávarútvegsstefnu ESB - það eru engin Spænsk, Frönsk eða Portugölsk skip sem gætu haft nokkra kröfu uppi um kvóta við íslandsstrendur og það er ekkert í löggjöf ESB sem gerði sambandinu kleyft að úthluta slíkum kvóta.. Fer ekki að verða nóg komið af þessum lygum?

Bjarni Jons, 18.3.2014 kl. 18:51

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, Bjarni Jóns. Það fer að verða nóg komið af lygum. Mér finnst hins vegar lítill sómi í því að væna fólk um lygar, en fyrst þú vilt hafa það þannig þá er ekki úr vegi að hefja upptalninguna.

Fyrsta og stærsta lygin er auðvitað sú að fyrrverandi ríkisstjórn og fylgismenn ESB aðildar leyfa sér að túlka aðlögunarviðræðurnar sem samningaviðræður, þvert ofan í það sem ESB heldur fram.

Önnur lygin er sú að viðræðurnar endi með samningi sem umsóknarríkið fái varanlegar undanþágur frá lögum og reglum sambandsins.

Þriðja lygin er að útgerðir og ríkisstjórnir ESB landa hafi engan áhuga á því að veiða í íslenska landhelgi.

Fjórða lygin er sú að framtíðar endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB muni byggjast á íslenskum hagsmunum, vilji svo til að Ísland gangi inn í sambandið.

Fimmta lygin er sú að embættismenn ESB vilji greiða leið Íslands inn í sambandið.

Sjötta lygin er sú að núverandi ríkisstjórn hafi stöðvað aðlögunarviðræðurnar.

Áttunda lygin er sú að ESB muni í framtíðinni alfarið gæta íslenskra hagsmuna.

Níunda lygin er sú að rýniskýrsla ESB skipti íslenska hagsmuni engu máli.

Tíunda lygin er sú að ESB vilji halda áfram viðræðum við Ísland.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.3.2014 kl. 19:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð upptalning Sigurður og rétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2014 kl. 22:11

5 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Sigurður, þú hefur samt ekki svarað Bjarna varðandi regluna um hlutfallslegan möguleika...?

Og geturðu sagt mér svo: ef þjóðirnar sem þú telur hér upp hafa í fortíðinni samþykkt að viðurkenna lögsögu Íslands, af hverju ættu þær nú allt í einu að snúa aftur til Íslands?

Snýst þetta virkilega um "blóð, svita og tár" íslenskra útgerðarmanna í báráttu þeirra gegn útlenskum togurum og herskipum, eða um eitthvað allt annað?

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 00:17

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jean, lögsaga Íslands verður lögsaga ESB við inngöngu. Spánverjar, Bretar, portúgalir, Frakkar og þjóðverjar mega ekki bara fiska hérna og munu fá úthlutað kvóta, heldur mega útgerðarfyrirtæki í þessum löndum kaupa kvóta, kaupa fiskvinnslufyrirtæki og flytja arðinn úr landi.

Það er hreint sársaukafullt að lesa ræpuna úr ykkur. Þið hafið ekki hundsvit á því sem þið eruð að tala um. Þið ljúgið út í eitt og kallið þá ónefnum sem eru hreinskilnir og segja satt um staðreyndir málsins. Reynið nú í það minnsta að lesa ykkur til, eða ella finna ykkur annað til að sefa fásinnið.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2014 kl. 00:30

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er stórmerkilegt að Jean Remí, sem hefur verið á lista Samfylkingarinnar í Árborg og er veitingamaður, þykist vita meir en allir sérfræðingar landsins í málinu.

Bjarni Jóns heitir Fannar Helgi Steinsson og er málari í Garðabæ virðist líka vita meir en nokkur annar um þessi mál.

Er ekki í lagi með ykkur drengir? Þetta sem þið eruð að afneita hér erú opinberar upplýsingar og öllum í lófa lagið að nálgast. Sumt meira að segja frá Össuri komið.

Þið gerið ykkur að algerum fíflum hérna. Er ykkur það ljóst?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2014 kl. 00:40

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Godur pistill og enn betri upptalning a lygadellunni, sem arodursgengi ESB margtyggur a hverjum degi, hvar og hvenaer sem faeri gefst. Annars skilur einfeldingur eins og eg, ekkert i folki sem vill kasta a glae sjalfstaedi thjodarinnar, eftir adeins 70 ara fullveldi. Var ekki nog ad hyrast her a hjara veraldar, undir erlendu valdi i thusund ar? Hvad gengur thessu folki eiginlega til med thessari ESB dellu? Er ekki naer ad ad leggjast saman a ararnar og rifa her upp efnahaginn og fara ad hugsa og tala um eitthvad annad en thetta habölvada ESB aexli, sem farid er ad eta sjalft sig ad innan?

Godar stundir, med kvedju fra Cape Horn.

Halldór Egill Guðnason, 19.3.2014 kl. 01:43

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að sjálfsögðu hefur makríllinn spilað inní enda sjálfbærar veiðar megin lög ESB.

Auk þess hefur spilað inní sennilega að LÍÚ hefur gert kröfu um veiðar úr sameiginlegum kvótum ESB og jafnframt gert kröfu um gríðarlega styrki frá Sambandinu.

Gott hjá Birni og andsinnum að benda á þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2014 kl. 02:17

10 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Jón Steinar kvikmyndagerðarmaður og hönnuður, hvenær þóttist ég vita meira en allir sérfræðingar í ESB-málum? Þvert á móti er ég alltaf að benda til þeirra í mínum rökum, en þessir sömu sérfræðingar vilja menn eins og þú kalla annað hvort lygarar eða einfeldningar.

Hvað með regluna um hlutfallslegan stöðugleika, ertu búinn að kynna þér hana? Er það líka lygi?

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 07:56

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jean Rémi Chareyre, reglan um hlutfallslega stöðugleika er aukaatriði. Fyrst gerist það að íslensk landhelgi verður að opna fyrir útgerðum í ESB.

Í öðru lagi gerist það að íslensk landhelgi verður að landhelgi ESB.

Í þriðja lagi má velta því endalaust fyrir sér að einhverjir innan ESB verði svo góðir að veita okkur einhvern rétt umfram annarra ríkja.

Það eru hins vegar ómarktækar vangaveltur. Markríldeilan sýnir að innan ESB er ekki farið að tillögu vísindamanna um veiðar og þrýstihópar munu eiga greiðan aðgang að þeim sem ákvörðun taka og þá verða Frakkar, Spánverjar og Portúgalir fremstir í flokki, á eftir þeim koma Englendingar, Skotar og Írar.

Dettur einhverjum í hug að Ísland fái það sem aðrir fá ekki? Á að taka mark á einhverju um hlutfallslegan stöðugleika sem aldrei er notaður og er eins og margt annað bara orð á blaði og alls ekki það sem fyrst ber að skoða.

Allt tal um LÍÚ skiptir hér engu máli. Ég er ekki talsmaður þeirra.

Ég veit að margir sem eru hlyntir inngöngu inn í ESB viljið halda áfram aðlögunarviðræðunum enda vita þeir mætavel að þær gefa engan samning en flytja okkur nær og nær aðild. Þetta er grundvallaratriðið sem enginn þorir að ræða. Þess í stað er fullyrt af já-sinnum að aðlögunarviðræðurnar endi með samningi. Ef eitthvað flokkast undir lygi þá er þetta stóralygi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2014 kl. 08:35

12 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Þórður,
Mikið er gott og hughreystandi að finna hér einhvern sem er til í að skoða allar hliðar málsins í staðinn fyrir að stimpla öll rök annara sem "lygi" eða "aukaatriði". Það eru mjög góðir punktar í athugasemd þinni, og ég mun með ánægju svara þér innan tíðar.

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 11:08

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hlutfallslegur stöðuleiki er CFP.

Þetta með að ,,sigla með afla" eða vinna hann ekki hér o.s.frv. - þá er það gert núna. Eg hef eigi orðið var við að andsinnar fetti fingur útí það.

Jafnframt er auðvelt að koma í veg fyrir það ef vilji viðkomandi stjórnvalda er til staðar.

Þannig að þetta tal hjá andsinnum er própaganda.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2014 kl. 11:36

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vegna jafnræðisreglu ESB verða allar þjóðir sem þess æskja að fá kvóta innan íslenskrar lögsögu, þessu hafa stækkunarstjóri og fleiri sagt skilmerkilega frá við íslensk stjórnvöld, þessi veiðiréttur sem nú er verið að reyna að setja upp, vegna fyrri veiða eru ekki inn í myndinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 12:11

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.

Andsinnar ættu að prófa að spyrja dani útí þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2014 kl. 12:25

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Viltu útskýra þetta nánar Ómar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 14:14

17 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Þórður,

Ég vil fyrst benda þér á að orð Sigurðar um að reglan um hlutfallslegan stöðugleika sé "bara orð á blaði og alls ekki það sem fyrst ber að skoða" eru röng.

Þessi regla hefur verið í gildi í 40 ár og átt við í öllum lögsögum ESB-ríkja. Hún er grundvallarregla og án hennar hefðu mörg ríki þar sem sjávarútvegur er mikilvægur þáttur í efnahag landsins aldrei samþykkt að ganga í ESB. Það eru nefnilega ekki bara íslendingar sem veiða fisk í Evrópu. Það er heldur enginn áhugi hjá ESB-ríkjum að fara að breyta þessari reglu sem hefur reynst vel. 12 mílur eða 200 mílur skiptir ekki máli samkvæmt þessari reglu: ef íslendingar hefðu verið vanir að veiða í karabíska hafinu fengu þeir bara áfram að veiða þar, svo einfalt er það!

Þú getur lesið meira um þessa reglu hér:

http://ec.europa.eu/fisheries/documentation/publications/cfp_brochure/how-we-manage-our-fisheries_en.pdf

Það er hins vegar alveg rétt hjá þér að "ESB muni algjörlega stjórna aflamarki, kvótum og þess háttar innan lögsögu ESB (þar með talið lögsögu Íslands)" (nema einhver undanþága fáist í þessu máli). En hvernig mundi ESB ákveða allt þetta? Eftir ráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun. Sem sagt: í raun mundi lítið breytast.

Það er svo önnur hlíð í þessu öllu: spurningin um nákvæmlega hvaða áhrif innganga í ESB mundi hafa á íslenskan sjávarútveg er ekki hægt að svara með 100% vissu, vegna þess að

1. samningsmarkmið Íslands liggja ekki fyrir og

2. viðræður í þessu máli hafa ekki farið fram

Og nú veit ég hvað Sigurður og aðrir ætla að segja okkur: "Hlustið á okkur, við vitum nákvæmlega hvað mundi koma út úr þessum viðræðum, allir sem segjast ekki vita eru lygarar, einfeldningar eða mútaðir ESB-áróðursberar".

Fyrir þá sem kjósa frekar að hlusta á sérfræðinga í ESB-málum, þá er öll óvissan um þetta mál vel útskýrð hér:

http://evropuvefur.is/svar.php?id=63653

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 14:17

18 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er skelfilega ljótur siður að leggja öðrum orð í munn, ekki síst í rökræðum. Hitt er jafnslæmt, að kalla viðmælendur sína lygara.

Ég nefndi hér á undan að það þetta með hlutfallslegan stöðugleika í fiskveiðum er aukaatriði. Ástæðan er sú að viðræðurnar við ESB eru aðalatriði. Þær eru aðlögunarviðræður sem hafa hafa það eitt markmið að umsóknarríki ætlar inn í sambandið og þarf í þeim að sýna og sanna að þau hafi tekið upp lög og reglur þess. Upptaka þeirra fer ekki fram síðar eða kannski, nei það á að gerast í aðlögunarferlinu sjálfu.

ESB hefur gefið út yfirlýsingu um að engar undanþágur séu veittar frá lögum og reglum sambandsins. Sambandið hefur einnig lýst því yfir að viðræður við umsóknarríki eru ekki samningaviðræður og varar hreinlega við þeirri nafngift.

Ofangreint er þar af leiðandi aðalatriði og hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að fólk sé fylgjandi inngöngu í ESB þegar mál standa þannig að ekkert er umsemjanlegt? Þetta er öllum skýrt sem lesa bækling sambandsins um umsókn um aðild sem og þeim sem hlustað hafa á stækkunarstjórann.

Því miður, Jean Rémi Chareyre, með fullri virðing fyrir þér, ég tek meira mark á þessum heimildum en þér, vegna þess að þær fjalla um aðalatriðin.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2014 kl. 14:54

19 Smámynd: Baldinn

Þetta eru hressilegar umræður og eins og venjulega stór orð látin falla.  Ef þetta er rétt sem Nei-sinnar segja hér að þá er lang best fyrir þá að klára viðræður og svo verður samnigurinn kol felldur og við getum farið að rífast um eitthvað annað.  Þið eruð líka sama fólkið og hafði hátt um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesafe málið  en viljið nú ekki að fólk fái að kjósa.  Eruð þið ekki komin í hring.

Ég vil taka fram að ég kaus ekki samfylkinguna og ég er ekki búin að ákveða mig með þetta ESB mál og er því ekki ESB sinni. 

Baldinn, 19.3.2014 kl. 15:05

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það virðist vera eitthvað erfitt að koma þessu inn hjá ESB sinnum, við erum ekki í samningaviðræðum heldur aðlögun, þar sem Ísland þarf að aðlaga hvern kafla fyrir sig að regluverki ESB ÁÐUR EN ÞEIM KAFLA ER LOKAÐ. Þannig að þegar búið er að semja um alla kaflana, með þeim breytingum sem þá þegar eru orðnar, þá er afar erfitt að kjósa um málið ekki satt. Það hefur til dæmis komið skýrt fram að ESB neitar að opna kaflana um Sjávarútveg og Landbúnað, vegna þess að vegna fyrirvara frá Alþingi geta samningamenn ekki gefið yfirráð þeirra til ESB eins og sambandið krefst. Á þessu strandaði aðlögunin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 15:19

21 Smámynd: Baldinn

Sæl Ásthildur.  Það sem þú segir er 5-6 útgáfan sem ég heyri síðustu daga um það afhverju ekki sé búið að opna kaflana um landbúnað og fikveiðar.  Hér eru aðrir sem halda því fram að þetta verði ekki svona erfitt og þetta byggi á veiðireynslu.  Nú ætla ég ekki að halda því fram að annað hvort sé lygi en þessar mörgu útgáfur af öllu sem við kemur þessu ESB máli hefur gert það að verkum að ég vill klára samningaviðræður og fá að kjósa um þann samning sem verðu lagður fram.  Ég ætla ekki að byggja afstöðu mína á því hvað er sagt hér á blogginu  Þú mátt kalla þetta aðlögun, yfirtöku eða hvað annað að þá er þetta mín skoðun.    Ég veit að það er fullt af fólki sem er á svipaðri línu og ég en mun aldrei samþykkja það að landhelgin fyllist af útlenskum togurum. 

Baldinn, 19.3.2014 kl. 15:40

22 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Sigurður,

Hvergi var ég að kalla þig lygara. Ég efast ekki um að þú trúir sjálfur það sem þú ert að segja.

Ég var hins vegar að benda öðru fólki á að það ætti frekar að hlusta á sérfræðingar sem segja að niðurstaða viðræðna sé óviss frekar en að hlusta á þá sem (eins og þú) segjast vita meira en sérfræðingarnir sjálfir.

Þú talar hér fyrir ofan um að stækkunarstjórinn sjálfur hafi sagt að ekkert sé umsemjanlegt. Geturðu þá útksýrt orð hans þegar hann sagði:

"Ég er sannfærður um að það er hægt að taka fullt tillit til sérstöðu Íslands".

http://flash.visir.is/?netpaper=111021

Eða er það enn eitt aukaatriði, eins og reglan sem tryggir að aðeins íslendingar fái úthlutað kvóta í íslenskri lögsögu?

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 15:48

23 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Baldinn, aðeins eitt til viðbótar.

Viðræður við ESB eru ekki samningaviðræður heldur aðlögunarviðræður. Þetta segja stjórnendur ESB sjálfir og er að finna í reglum sambandsins undir nafninu: „Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy“.

Í honum segir eftirfarandi (uppsetningin er mín til að auðvelda skilning á efni textans):

1. First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates odoption, implimentation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.

2. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.

3. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.

4. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.

Skýrara getur þetta varla verið. „Accession negotiations“ heita viðræðurnar en ekki „negotiations“. Veit ekki hvernig margir halda þetta vera samningaviðræður.

Eftirfarandi setur enn frekari stoðir undir þá skýringu og þetta eru hluti af skilyrðum stjórnenda ESB:

Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. Some of these reforms require considerable and sometimes difficult transformations of a country’s political and economic structures. It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country.

Bið þig að fyrirgefa að ég sendi birti þetta á ensku. Gæti fundið þýðingar á þessu ef þú vilt. Það breytir þó því ekki að það hafa aldrei verið samningaviðræður milli Íslands og Evrópusambandsins. Þetta er stóri misskilningurinn sem jafnvel embættismenn ESB hafa ekki náð að leiðrétta þrátt fyrir að hafa setið við hlið Össurar Skarphéðinssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og fullyrt þetta með sjónvarpstökuvélar sem tóku allt upp.

Þegar Noregur, Svíþjóð, Austurríki og Finnland sóttu um aðild var boðið upp á samning, en það er ekki lengur svo.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2014 kl. 15:54

24 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Ásthildur,

Hvort er Ísland í aðlögunar- eða viðræðuferli við ESB?

Þú ert með svarið á hreinu. Rétta svarið er hins vegar ekki svo einfalt:

"Evrópusambandið getur farið fram á að umsóknarríki komi til móts við ákveðin viðmið (e. benchmarks) áður en viðræður um tiltekinn samningskafla hefjast eða þeim lýkur. Í því getur falist aðlögun að regluverki sambandsins. Of snemmt er að segja til um hvort sambandið muni krefja Ísland um aðlögun að regluverki ESB í viðræðuferlinu, umfram þá aðlögun sem felst í EES-samningnum. Íslensk stjórnvöld líta svo á að ráðast eigi í þær breytingar sem gera þarf vegna aðildar að fenginni niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB. Verði það mat stjórnvalda að það þjóni hagsmunum Íslands að ráðast í afmarkaðan undirbúning fyrr, yrði það háð sérstakri ákvörðun sem tekin yrði í samráði við Alþingi."

http://www.evropuvefur.is/svar.php?id=60611

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 15:56

25 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Hefur ESB krafið Ísland um aðlögun að regluverki sambandsins á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar?

Hér er svarið einfalt: NEI

"ESB hefur sett fram kröfur um að íslensk stjórnvöld leggi fram ÁÆTLUN um innleiðingu á lögum og reglum ESB á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar."

http://www.evropuvefur.is/svar.php?id=61379

Þessi áætlun er ekkert bindandi. Ef samningur er felldur þarf ekkert að fara í þessa aðlögun. En Jón Bjarnason, varaformaður Heimssýnar, sá þar gott tækifæri til að leggja stein í götu viðræðna og harðneitaði að vinna í þessari áætlun.

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 16:01

26 Smámynd: Baldinn

Sæll Sigurður.  Þakka þér svarið.   Þá spyr ég hvað var þessi samninganefnd þá að gera og hefur ekki marg komið fram hjá hinum ýmsu fulltrúum ESB að þeir hafi skilning á sérstöðu okkar í þessum tveimur málaflokkum og hafa gefið okkur undir fótinn með það að við fáum sérlausnir.

Baldinn, 19.3.2014 kl. 16:06

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Jean. Þarna er að vísu mildara orðalag notað. En allt ber samt að sama brunni.

"Í almennu afstöðunni segir enn frekar að ráðið muni mæla fyrir um viðmið sem snerta bráðabirgðaafgreiðslu samningskafla og, eftir því sem við á, upphaf viðræðna um hvern kafla. Nákvæmu viðmiðin muni meðal annars vísa til aðlögunar íslenskrar löggjafar að regluverki ESB og til þess hvort staðið hafi verið með fullnægjandi hætti að innleiðingu meginþátta regluverksins og sýnt fram á getu stjórnsýslu og dómstóla. Ennfremur segir að í ljósi þess hversu vel á veg undirbúningur Íslands sé kominn ásamt efndum á skuldbindingum sem fylgja regluverkinu, meðal annars á þeim sviðum sem falla undir EES-samninginn og Schengen-samstarfið, geti ESB, í undantekningartilvikum, ákveðið að ekki sé þörf á viðmiðum til að hægt sé að afgreiða kafla til bráðabirgða. Ef samningaviðræðurnar standi yfir í langan tíma eða ef kafli er endurskoðaður síðar til þess að fella inn í hann ný atriði, svo sem nýtt regluverk, kunna gildandi viðmið að verða uppfærð".

Hér er það sama og ég hef verið að segja bara með mildari orðalagi, en inntakið er að ráðið, segir til um hvaða kaflar verði opnaðir og skoði hvor Ísland hefur gengið að skilyrðum sambandsins eða sýni fram á vilja til að gera slíkt.

"Loks er skýrt frá þeirri kröfu Evrópusambandsins að Ísland felli í áföngum, á tímabilinu fram að aðild, stefnumið sín gagnvart þriðju löndum og afstöðu sína innan alþjóðastofnana að þeim stefnumiðum og afstöðu sem Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa samþykkt".

Sem sagt við þurfum að afturkalla alla samninga og ívilnanir gagnvart öðrum þjóðum en ESB löndum.

"Af þessu má sjá að ekki er útilokað að ESB krefjist aukinnar aðlögunar Íslands að reglum sambandins á meðan á aðildarviðræðum stendur. Spurningin er hvort íslenskum stjórnvöldum takist að komast hjá þess konar aðlögun með því að leggja í staðinn fram nákvæmar áætlanir um hvernig Ísland ætli að innleiða lög og reglur ESB eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, ef niðurstaða hennar yrði jákvæð".

Hér er talað um aðlögun, auk þess er ekki útilokað að ESB krefjist aukinnar aðlögunar Íslandss, á meðan á aðildarviðræðum stendur. Þarna er fyrirvari um að ESB geti krafist þess að við lögum okkur að lögum sambandsins á meðan á aðildarviðræðum stendur. Það þýðir í mínum huga að ef ESB býður svo við að horfa, geta þeir krafist afsals íslenskra stjórnvalda á rétti sínum, áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram.

"Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis frá maí 2011 miða íslensk stjórnvöld ekki við annað í sínum undirbúningi en að ráðist verði í þær breytingar sem gera þarf vegna aðildar að fenginni niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB. Verði það mat stjórnvalda að það þjóni hagsmunum Íslands að ráðast í afmarkaðan undirbúning fyrr, vegna þess hve flókinn og tímafrekur hann er, þá yrði það háð sérstakri ákvörðun sem tekin yrði í samráði við Alþingi. Samkvæmt skýrslunni, sem var skrifuð í maí 2011, hafði þegar hafist undirbúningur að greiningu á því hvort þess muni gerast þörf."

Það væri gaman að fá þá undirbúningsvinnu fram í dagsljósið, hvaða þörf þáverandi stjórnvöld töldu að gera þyrfti um afmarkaðan undirbúning?

Þetta svarar samt ekki spurningunni af hverju kaflarnir um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál hafa ekki verið opnaði, þó það liggi fyrir að kaflinn um sjávarútvegsmál lá fyrir af hendi íslendinga, en ekki ESB?

Hér að framan segir líka:

Almenn afstaða ESB (e. General EU Position) gagnvart aðildarumsókn Íslands var sett fram á ráðherrafundi ríkjaráðstefnunnar um opnun viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu í Brussel 27. júlí 2010. Í henni kemur fram að ekki sé nauðsynlegt að fastsetja nákvæmar tæknilegar aðlaganir Íslands að regluverki ESB meðan á aðildarviðræðunum stendur. Það verði gert í samráði við Ísland og samþykkt af stofnunum Evrópusambandsins með góðum fyrirvara með það að markmiði að aðlaganir taki gildi á aðildardegi.

Það er svo sem ágætt að aðlaganir verði takmarkaðar meðan á aðlögun stendur, en þarna segir samt svart á hvítu að, það sé ekki nauðsynlegt að "fastsetja nákvæmar tæknilegar aðlaganir Íslands að regluverki ESB meðan á aðildarviðræðum stendur, en það verði gert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 16:30

28 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Ásthildur,

Þú ert að benda á að ESB gæti krafist einhverja aðlögun áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. Já, það gæti gerst, og það er reyndar búið að gerast í 20, eða frá því 1994 þegar Ísland staðfesti EES-samninginn. Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðlsa fyrir hverja tilskipun sem kom til alþingis á vegum EES?

Þú talar svo um hvað ESB gæti mögulega krafist í áframhaldandi viðræðum: ESB gæti "krafist afsals íslenskra stjórnvalda á rétti sínum, áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram." Enn einu sinni, slíkt framsal hefur þegar farið fram á vegum EES án þess að nokkur hafi neitt að athuga við það. En þú ert kannski að vísa í mikilvægara framsal, eins og framsal á valdi í fiskveiðistjórnun.

Og jú, fræðilega séð getur ESB krafist þess að við leggjum helsta útflutningsgrein okkar í þeirra hönd áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. En það myndu jafnvel heitustu ESB-sinnar aldrei samþykkja, þú hlýtur að vita það eins og ég.

Fræðilega séð gætu Bretar líka sent herskip sín til Íslands og farið aftur að veiða hér eins og á dögum þorskastríðsins, og í leiðinni hernumið landið og stolið aðrar náttúruauðlindirnar okkar. Ísland hefur ekkert her, það yrði leikur einn fyrir Breta eða aðrar stórþjóðir, fræðilega séð...

Hvað er svo hræðilegt við þessa aðlögun sem þú talar svo mikið um?

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 17:29

29 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

"Þetta svarar samt ekki spurningunni af hverju kaflarnir um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál hafa ekki verið opnaðir"

Stutta svarið er: 1. Jón Bjarnason og 2. endurskoðun ESB á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Langa svarið er hér:

http://www.evropuvefur.is/svar.php?id=63420

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 17:36

30 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sendinefnd umsóknarríkis bera að fara yfir hvern kafla fyrir sig með sendinefnd ESB og sýna fram á að það hafi tekið upp lög og reglur ESB í málaflokknum eða að regluverk þess sé sasmbærilegt við ESB. Þetta kemur fram í þessari málsgrein reglnanna:

For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.

Svo er það eitt að hafa skilning á sérstöðu okkar og jafnvel gefa eitthvað undir fótinn. Persónulega finnst mér þetta lítið traustvekjandi. Við sjáum þetta bara í deilunni um markrílinn, það er enginn vinur í raun þegar um er að ræða hagsmuni þjóða. Svo er það hitt, hvort að sérstaða okkar sé yfirleitt nokkur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2014 kl. 18:01

31 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jean Rémi Chareyre. Ég hef hvergi sagt að þú hafir kallað mig lygara. Hins sagði ég að það væri ljótur siður að leggja fólki orð í munn, en það gerðir þú einmitt.

Þú segir að fólk eigi að hlusta á sérfræðinga. Ég hef nú ekkert annað gert en að vitna í reglur ESB um umsóknir að sambandinu og einnig í stækkunarstjórann. Ef ekki má vitna í reglur ESB eða embættismenn þá er nú lítið orðið eftir hjá þér í rökræðunum.

Um reglur ESB um umsóknarríki má finna í bæklingi ESB sem nefnist „Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy“. Þar kemur skýrt fram að ESB gefur engar varanlegar undanþágur frá umræðuefni 35 kafla sem nefndir eru í áðurnefndum bæklingi.

Er þetta einhver vitleysa í reglum ESB, Jean Rémi Chareyre?

Líklega hefður þú gott af því að líta á myndbandið á eftirfarandi slóð, en þar segir stækkunarstjóri ESB að engar undanþágur séu veittar frá köflunum í viðræðum milli ESB og umsóknarríkis. Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8.

Er þetta einhver vitleysa hjá stækkunarstjóranum, Jean Rémi Chareyre?

Þegar þetta liggur ljóst fyrir geturðu loksins skilið þau orð mín um að sumir hluti séu aukaatriði því ofangreint er algjört aðalatriði. Ég get ómögulega skilið hvernig hægt sé að ganga gegn reglum ESB.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2014 kl. 18:12

32 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Skil ég þetta rétt Sigurður?

Við eigum að treysta stækkunarstjórann þegar hann segir að engar undanþágur fáist frá "acquis" en við eigum ekki að treysta honum þegar hann segist vera "sannfærður um að það er hægt að taka fullt tillit til sérstöðu Íslands".

Þetta eru svolítið flóknar notkunarleiðbeiningar hjá þér.

"Svo er það hitt, hvort að sérstaða okkar sé yfirleitt nokkur." segir þú.

Til hvers eru þá menn endalaust að hamra í okkur að það séu engar undanþágur og engar sérlausnir? Þurfum við yfirleitt á þeim að halda?

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 18:15

33 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Sigurður,

Það er bara staðreynd að það er nú þegar búið að "ganga gegn reglum ESB", eða alla vega ganga í kringum þær, með því t.d. að veita Finnum og Svíum sérlausn í landbúnaði, og veita Möltu sérlausn í sjávarútvegi.

Hvort gildir mest: það sem menn segja eða það sem menn gera?

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 18:22

34 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nú væri afar gott, Jean Rémi Chareyre, að þú skoðaðir málið efnislega. Þú verður getur hreinilega ekki litið framhjá reglum ESB og orðum stækkunarstjórans þegar hann vitnar í þær. Þar fyrir utan eru 27 ríki sem þarf að sannfæra um að umsóknarríkið sé að gera rétt. Ekkert af þessum ríkjum mun samþykkja undanþágur sem ganga í fyrsta lagi gegn Lissabonsáttmálanum og í öðru lagi gefi umsóknarríki betri rétt ein þau sjálf hafa. Slíkt væri útilokað. Þau gætu hins vegar samþykkt tímabundnar undanþágur.

Og svo er ekki hægt að bera saman samninga sem Finnar og Svíar fengu, en þeir gerðust aðilar áður en reglum ESB var breytt. Raunar fengu þau svipaðan samning og Norðmönnum bauðst en þeir höfnuðu.

Og heldurðu að hin tímabundna undanþága sem Malta fékk um 1200 tonna afla í kringum eyjarnar sé byggð á sömu hagsmunum og Ísland hefur með nærri eina milljón tonna afla sem veiðast á miðum hér við land? Sé svo, þá áttarðu þig ekki á hagsmunum Íslands.

Staðreyndin er einfaldlega sú að stækkunarstjórinn veit að það er hægt að veita tímabundnar undanþágur frá Lissabonsáttmálanum. Hann hefur aldrei nokkurn tímann haldið því fram að varanlegar undanþágur séu í boði.

Ef þú áttar þig ekki á þessu er erfitt að rökræða við þig. Þig langar til þess að Ísland gerist aðili að ESB en getur ekki fært nein rök fyrir því að það geti gerst öðru vísi en að landið gangi að fullu og öllu undir lög og reglur sambandsins.

Í raun og veru skiptir ekki nokkru máli þó ég reyni að svara hinni barnalegu spurningu þinni: „Hvort gildir mest: það sem menn segja eða það sem menn gera?“ Hún skiptir ekki nokkru máli hvað varðar aðlögunarviðræður ESB og Íslands.

Nú er eiginlega nóg komið, kæri minn. Þú hefur engin svör við spurningum mínum um reglur ESB um umsóknarríki né heldur um orð stækkunarstjórans. Þú hrekkst til og frá án þess að koma með nein haldbær rök. Þess vegna eru þessi orðaskipti meira tímaeyðsla að minni hálfu en gagnleg greining á stöðu aðildarumsóknarinnar. Því miður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2014 kl. 18:40

35 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

"Lagaákvæðið í sáttmálanum um Evrópusambandið, sem er grundvöllur samningaviðræðna við umsóknarríki, kveður hvorki á um að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins né að aðildarviðræður snúist aðeins um aðlögun umsóknarríkis að reglum sambandsins. Á heimasíðu stækkunarsviðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins stendur hins vegar með feitu letri að réttarreglur Evrópusambandsins (fr. acquis communautaire) séu ekki umsemjanlegar. Þær upplýsingar hafa ekki lagagildi, þótt þær kunni að hafa sannleiksgildi, og því ekki um að ræða reglu sem Ísland hefði þurft að fá formlega undanþágu frá, til að eiga möguleika á að semja um efnisatriði í viðræðunum."

http://www.evropuvefur.is/svar.php?id=65071

Sem sagt, það er markmið ESB að veita ekki undanþágur, en það er ekkert í lögum ESB sem bannar að veita þær.

Sérlausnin sem Svíar og Finnar fengu var líka skilgreind sem "tímabundin" og samt er hún ennþá í gildi og ekkert bendir til þess að hún verði afnumin.

Fyrir utan það, hvaða undanþágur eru það sem þér finnst svo mikilvægt að við fáum?

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 19:02

36 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Farðu nú að hætta þessu. Þetta er orðið tuð um hluti sem litlu skipta. É

Hvaða skilning sem ég hef á málinu skiptir þó litlu, rétt eins og einhver orð á evrópuvefnum. Það sem skiptir mestu er það sem ESB segir og embættismenn halda fram.

Hafðu það ætíð sem best, Jean Rémi Chareyre. Ég hef ekki tíma til að standa í gagnslausum orðaskiptum við þig.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2014 kl. 19:13

37 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Jean.

Ef þú veist ekki hvaða undaþágur það eru sem teljast mikilvægar í þessu samhengi þá hefur þú greinilea ekki lesið það sem á undan er komið.

Undaþága er í eðli orðsins eitthvað sem hægt er að taka af án nokkurra andmæla eða bóta.

Persónulega mun ég aldrei gangast undir það að afhenda öðru ríki lifibrauð okkar. Ekki einu sinni til umsagnar, hvað þá til einhverra hluta sem við sem þjóð höfum ekkert um að segja. Þegar ég segi ekkert um að segja þá meina ég að það er hægt að kjósa okkur út með einfaldri atkvæðagreiðslu. Austurríkismenn myndu t.a.m. geta látið á það reyna að fá fisk í soðið.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.3.2014 kl. 22:37

38 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Sigurður,

Allt í lagi. Takk samt fyrir að hlusta á barnalegu rökin mín og taka tímann til að svara þeim. En ekki gefast upp á mig, ég held ég sé í raun að fara að skilja rökin þín. Láttu mig vita hvort ég skilji ekki örugglega rétt:

1. Nokkur ESB-ríki vilja stela fiskinum okkar. Grundvallarregla CFP um hlutfallslegan stöðugleika segir að þeir geti það ekki, en það skiptir ekki máli.

2. ESB hefur endurtekið að undanþágur eru ekki í boði. Orð stækkunarstjóra um að það sé "hægt að taka fullt tillit til sérstöðu Íslands" skipta engu máli og orð sérfræðinga sem segja að ekkert í lögum ESB bannar að veita undanþágur eru aukaatriði sem skipta ekki máli.

3. Reynsla annara ríkja af undanþágum og sérlausnum skiptir ekki máli.

4. Hvort og til hvers við þurfum undanþágur skiptir ekki máli.

5. Samninganefnd og viðræður við ESB skipta ekki máli.

6. Orð sérfræðinga á Evrópuvefnum skipta ekki máli, ekki frekar en orð þín eða mín.

Ég held ég sé að ná þessu og geti klárað þetta sjálfur:

7. Skoðun allra þeirra sem eru ekki sammála þessu skiptir ekki máli, vegna þess að þú persónulega veist nákvæmlega hvað mundi koma út úr viðræðum og þess vegna skiptir ekki máli hvort við kjósum um málið eða ekki.

8. Það að allar aðrar þjóðir Evrópu hafi fengið að kjósa um málið skiptir ekki máli og sýnir bara hversu miklir einfeldningar þeir eru, þar sem ekkert er að kjósa um.

Jean Rémi Chareyre, 19.3.2014 kl. 23:08

39 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika

Meginrök Evrópusinna sem snúa að sjávarútvegsmálum er að við inngöngu í Evrópusambandið fái Íslendingar sérlausn og haldi öllum sínum fiski og fiskimiðum innan 200sjómílna fyrir sig. Þennan einkaaðgang eigum við að fá í krafti stöðugleikareglunnar frá 1983 sem mun þá væntanlega jafnframt tryggja okkur til frambúðar. Evrópusinnar telja að með þessari reglu séu öll vandamál úr vegi fyrir því að afhenda Evrópusambandinu Íslensku fiskveiðiauðlindina varanlega.

Við nánari skoðun á ákvæðinu um stöðugleikareglunnar þá kemur strax í ljós að reglan hefur engin lagarök í stjórnarskrá sambandsins heldur er hún afleidd í reglugerð 2371/2002. Hægt er að breyta reglunni í krafti meirihlutavalds framkvæmdarstjórnarinnar þegar þurfa þykir.

Í grænbók um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins árið 2002 þá koma fram efasemdir um ágæti stöðugleikareglunnar enda telur Evrópusambandið að um beina viðskiptahindrun sé að ræða sem skerðir hagkvæmni fiskiðnaðar í Evrópusambandinu sem heild, því verði að afnema hana þegar búið verður að koma böndum á ofveiði á fiskistofnum sambandsins.  Ein af hugmyndum höfunda grænubókar 2002 er að komið verði á frjálsum viðskiptum með kvóta þar sem útgerðarmenn í einu landi geta selt kvóta sinn til útgerðar í öðru landi án nokkurra kvaða eða skilyrða. Hugmyndin byggir á þeirri hugmyndafræði að Evrópa sé ein heild og hafi enga innbyrðis skiptingu. Þessu má líkja við að skip frá Eskifirði veiðir loðnu við Reykjanes enda er Ísland ein heild og við deilum auðlindinni á milli fjórðunga án nokkurra skilyrða, útgerðir geta skiptast á kvótum milli byggðarlaga eftir því sem hentar þeim best burtséð frá áhrifum á stök samfélög innanlands enda séu hagsmunum heildarinnar ekki ógnað.

Í grænbók 2009 er en og aftur gerð athugasemd við stöðugleikaákvæðið og er vísað til reynslunnar af ákvæðinu síðasta aldarfjórðung sem sögð er slæm. Stöðugleikareglan er talin sjálfstætt vandamál, enda byggir hún á þeirri hugmyndafræði að lífríki í sjónum sé óbreytanlegt. Tekið er fram að fiskveiðiþjóðir innan Evrópusambandsins geti ekki gengið að því sem vísu að þau haldi sínum úthlutaða kvóta í krafti stöðugleikareglunnar til frambúðar. Sérstaklega er tekið fram að stöðugleikareglan er farin að bjaga raunverulega stöðu og útbreiðslu fiskistofna sem leiði til sífellt aukinnar óhagkvæmni í veiðum og vinnslu. Dæmi um þetta er að land fái úthlutaðan kvóta, byggðan á stöðugleikaákvæðinu frá 1983, en nái ekki að veiða nema brot af úthlutuninni á meðan annað land sem er með mun minni kvóta veiðir mun meira en kvótinn segi til um og verði því að kasta fiskinum aftur í hafið eða koma með hann að landi og fá refsingu að launum. Skýrasta dæmið sem snýr að Íslendingum er sú breyting sem hefur orðið á hegðum makríls frá  2008 en þá hóf makrílinn fæðugöngur í miklu mæli inn í Íslenska efnahagslögsögu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, þjóðir sem töldu sig „eiga“ makrílinn, vegna stöðugleikareglunnar, hótuðu Íslendingum viðskiptahindrunum á Íslenska hagsmuni í krafti Evrópusambandsins ef við létu makrílinn þeirra ekki vera. Á sama tíma og Evrópuþjóðir hóta Íslandi viðskiptahindrunum þá fagna þeir komu Hafgöltsins sem sækir nú inn í Írskan sjó í miklu magni vegna breytinga á fæðugöngum, sannkallaður happafengur það fyrir Íra.

Sú hugmyndafræði að Ísland fái varanlega sérlausn sjávarútvegsmála út á ákvæðið um hlutfallslegan stöðugleika er tálsýn sem hefur ekki einu sinni traustan grundvöll í sáttmálum sambandsins. Stöðugleikareglan er sjálfstætt vandamál sem fyrir marga hluta sakir verður afnumin þegar tækifæri gefst. Þegar það gerist mun rödd Íslands sín einskis enda er ekkert neitunarvald á bak við þá rödd um reglu sem er ekki einu sinni hluti af sáttmála sambandsins.

 

Eggert Sigurbergsson, 19.3.2014 kl. 23:09

40 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jean, það er ótrúlegt að þú skulir enn leggja mér orð í munn.

Bið þig enn og aftur vel að lifa ... og lestu nú það sem Eggert Sigurbergsson skrifar hér að ofan.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.3.2014 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband