Hverjum skal trúa, Össuri eđa Evrópusambandinu?

Ţetta var frábćr fundur međ ţessum tveimur sérfrćđingum sem komu í dag,“ sagđi Össur Skarphéđinsson, ţingmađur Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráđherra, í gćrkvöldi. „Ađ mínu viti er öllum efasemdum eytt hvađ varđar ţađ ađ sérlausn er fćr samkvćmt Evrópuréttinum, svo fremi sem hún er vel skilgreind og útfćrđ.

Ţetta segir Össur Skarphéđinsson, ţingmađur Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráđherra í ríkisstjórninni sem sótti um ađild ađ Evrópusambandinu án ţess ađ spyrja ţjóđina. Mađurinn sem vill bera ţađ undir ţjóđina hvort draga eigi umsóknina til baka. Tilvitnunin er úr viđtali á mbl.is í dag.

 

  • Viđrćđur viđ ESB nefnast ađlögunarviđrćđur, ţćr eru ekki samningaviđrćđur, heldur nćr ţví ađ vera yfirheyrsla sambandsins yfir umsóknarríkinu um hvernig ţađ hefur unniđ ađ ţví ađ taka upp lög og reglur ESB í löggjöf sína. 
  • Reglur Evrópusambandsins kveđa svo á ađ ekki sé hćgt ađ gefa umsóknarríki varanlegar undanţágur í ađlögunarviđrćđum. 
  • Stćkkunarstjóri Evrópusambandsins, Stefan Fühle, hefur látiđ svo ummćlt ađ engar undanţágur séu veittar frá hinum 35 köflum og 100.000 blađsíđna lögum og reglum ESB.
  • Síđan ESB breytti reglum um umsókn hefur ekkert ríki fengiđ ađild og varanlega undanţágu af neinu ţví tagi sem máli skiptir í ađlögunarviđrćđum. 
  • Sérlausnir er hugtak sem ekki er notađ í ađlögunarviđrćđum.
  • Löggjafarţing allra 27 ađildarríkja ESB ţurfa ađ samţykkja inngöngu ríkis í sambandiđ. Nćrri má geta ađ ţau munu aldrei samţykkja eitthvađ sem ţeim hefur ekki sjálfum stađiđ til bođa, í ađlögunarferli eđa síđar.

 

Ţrátt fyrir ţetta er Össur ofurbjartsýnn og heldur ađ Ísland fái undanţágur frá stjórnarskrá ESB. Og enn ţann dag í dag heldur hann ţví fram ađ viđrćđur umsóknarríkis og ESB séu samningaviđrćđur. Enginn hefur boriđ ţađ upp á Össur ađ hann skrökvi, jafnvel ţó hann geri ţađ blygđunarlaust.

Hverjum skal nú trúa, Össuri eđa ummćlum embćttismanna ESB og reglum sambandsins?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann er orđinn tragikómiskur kallinn. Mađur er eiginlega farinn ađ aumkast yfir hann.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 09:35

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Nćst á Stefan Fule bara eftir ađ segja viđ Össur: „I'll have what you are having, it must be good!“

Ívar Pálsson, 5.3.2014 kl. 09:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ég er ekki í neinum vafa um hvorum ég trúi.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 5.3.2014 kl. 11:24

4 Smámynd: rhansen

ţađ er ekki spurning ..

rhansen, 5.3.2014 kl. 16:13

5 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Fer ekki ad vanta einhvern til ad fylgjast med urridanum a Thingvollum, eda er bedid eftir undanthagu med thad lika fra ESB?

Össur er eiginlega buinn med bullkvotann sinn og aetti ad snua ser ad thvi sem hann er virkilega godur i. sem er ad fylgjast med fiskum. Thad ma lengi bulla i theim an nokkurs skada, en tjodin er hins vegar buin ad fa nog i bili, held eg, af ESB arattu Össurar og fylgifiska hans.

Halldór Egill Guđnason, 5.3.2014 kl. 17:30

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţađ á ekki ađ vorkenna össuri međ litlum staf. Hann er búin ađ kosta ţjóđinni mikinn skađa bćđi andlega og ómćldan kosnađ.

Ég viđ ađ hann standi fyrir sínu máli ásamt Samfylkingunni og fylgiflokkum sem reyndu ađ halda áfram međ lygar. Ţorgerđi á ađ reka úr sjálfstćđisflokknum en hún og hennar líkir hafa ekkert ţar ađ gera. Já dóm á ţetta fólk.

Valdimar Samúelsson, 5.3.2014 kl. 19:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband