Yfirgaf dvalarheimilið sem hann býr á í leyfisleysi ... eða hvað?

Allan Karlsson ákveður á 100 ára afmælinu sínu að yfirgefa dvalarheimilið sem hann býr á í leyfisleysi.

Svo segir í dálk í Morgunblaðinu í morgun og nefnist sá Bíófrumsýningar. Það skiptir þó litlu máli heldur uppbygging málgreinarinnar hér fyrir ofan. Spurningin er nefnilega sú hvort Allan Karlsson hafi búið á dvalarheimilinu í leyfisleysi eða yfirgefið það í leyfisleysi.

Þannig skiptir miklu máli hvar tilvísunarsetningin er sett niður. Eðlilegast hefði verið að skrifa málsgreinina svona, vegna þess að maðurinn mátti ekki fara þaðan sem hann hafði leyfi til að búa:

Allan Karlsson ákveður á 100 ára afmælinu sínu að yfirgefa í leyfisleysi dvalarheimili sitt.

Leyfði mér að laga þetta aðeins meira til. Þetta er þó sárasaklaust miðað við margt annað. Hins vegar er alltaf nauðsynlegt að lesa yfir það sem maður skrifar - og vera dálítið gagnrýninn á sjálfan sig.

Annars skilst mér að bókin sem bíómyndin er byggð á sé frábær og myndin ekki síðri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband