Er ekki tilboð Norðmanna frekar gott?

Norðmenn hafa lengst af talið að Íslendingar ættu rétt á mun minni kvóta miðað við að fjórðungur heildarstofnsins væri í íslenskri lögsögu í þrjá mánuði á ári. Á síðasta ári munu þeir þó hafa verið tilbúnir að bjóða Íslendingum að hámarki rúmlega 9% hlutdeild í heildaraflanum „til að liðka fyrir samningum“. Sjónarmið Norðmanna er að verði hlutur Íslendinga aukinn frá fyrra tilboði í tæp 12% verði ESB að greiða kostnað sem slíkum samningi fylgi með því að minnka eigin hlut.

Þetta segir í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í morgun undir fyrirsögninni: „Norðmenn fastir fyrir og makríldeila í hnút?“, sem ágúst Ingi Jónsson, blaðamaður skrifar (feitleitranir eru mínar.

Nú spyr ég: Er þetta ekki bara vel boðið hjá Norðmönnum miðað við gefnar forsendur? 

Í fréttaskýringu Hjartar Guðmundssonar, blaðamanns á Morgunblaðinu frá því í mars á síðasta ári segir um makríldeiluna (greinaskil og feitletrun er á mínum vegum):

Íslendingar hafa gert kröfu um að fá úthlutað um 16-17% af árlegum heildarkvóta vegna makrílveiða sem miðaður er við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES).

Einhliða makrílkvóti á Íslandsmiðum í ár er í samræmi við það en hann nemur rúmlega 145 þúsund tonn.

Færeyingar gáfu nýverið að sama skapi einhliða út rúmlega 148 þúsund tonna kvóta og Evrópusambandið og Noreg sömdu sín á dögunum um rúmlega 396 þúsund tonn fyrir sambandið og rúmlega 181 þúsund tonn fyrir Norðmenn

Makrílkvótinn fyrir síðasta ár var rétt tæplega ein milljón tonna sem skiptist á milli Íslands, ESB landa, Noregs, Færeyja og Rússlands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það eru engar sannanir fyrir því að makrillinn sem gengur vestur fyrir Ísland og í grænlensku lögsöguna komi úr Lögsögu EB og Noregs.  Það hefur ekkert verið rannsakað hvert makrilinn fer eftir að hann kemur vestur fyrir ísland og ekki heldur hvar þessi makríll hefur vetursetu.

Makrílinn sem gengur austan Íslands er ekki hina 9 mánuðina í lögsögu  EB og Noregs. Stórann hluta vetrars er Makrílstofninn á hafsvæðinu vestan við Írland og Frakkland utan við 200 mílurnar.

Það gæti því verið að makrilinn sem gengur vestan við ísland á sumrinn komi suðvestan úr höfum og sé ekkert merktur EB

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 7.1.2014 kl. 12:31

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Eins þarf að að taka það með í reikninginn að innan okkar lögsögu fitnar Makrílinn og dafnar vel, svo að við erum líklega að veiða um eða innan 15% af þyngdar aukningunni sem verður til innan lögsögunar.  Þessi mikla fæða sem makrílinn étur kemur sér ílla fyrir lífríki fiskistofna okkar, nema stórþorskinn hann étur makrílin af bestu lyst (list)

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.1.2014 kl. 10:00

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér fyrir innlitið, Hallgrímur. Jú, líklega er þetta síðarnefnda hluti af röksemdum samninganefndarinnar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.1.2014 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband