Drottinn minn taktu nú tappann úr presti

Í Vísnahorni dagsins fjallar Halldór Blöndal um hinn lífsglaða dómkirkjuprest og hagyrðing, Hjálmar Jónsson. Hann fékk blóðtappa í fót um daginn og var það ástæða fyrir margvíslega ljóðasmíði. Í Vísnahorninu segir: 
 
Hjálmar [Jónsson] rifjaði upp vísur Jóns Ingvars Jónssonar þegar hann fór í kransæðaaðgerð fyrir 9 árum:
 
Hjálmar má þola hremmingu stranga
og heilsufarsbresti.
Drottinn minn láttu nú dæluna ganga
hjá dómkirkjupresti.
 
Og nú um daginn orti hann í sama dúr:
 
Hjálmar er traustur og heiðurskall mesti
og hefur það sannað.
Drottinn minn taktu nú tappann úr presti
og trodd’onum annað.

Mikið óskaplega eiga þeir gott sem eru svo miklir hagyrðingar að geta ort á þessa leið. En það er ekki nóg að geta klambrað saman skemmtilega vísu ef húmorinn er ekki til staðar. Hjálmar orti um blóðtappann sem hrjáði hann:

Erfiðan komst yfir hjallann,
aftur kveðum nú við raust.
Blóðið rennur um mig allan
alveg fyrirstöðulaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef að kastast blóð í kekki
hjá klerki sem er Guði trúr
Hann treystir bara en tekur ekki
tvisvar sinnum tappann úr.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.1.2014 kl. 19:20

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér fyrir þessa, Jóhannes.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.1.2014 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband