Mýkingargreiðslur, smjör, mútur og brandari

Ef ríksstjórnin hefði óskað eftir því að haldið yrði áfram samstarfi á grundvelli IPA styrkja eru allar líkur á því að ESB hefði orðið við því. Það var ekki gert af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Svo er það bara brandari af áður óþekktri stærðargráðu að menn sem hingað til hafa lýst IPA styrkjum sem mútum skuli ætla að beita lagaklækjum til þess að fá að halda áfram að þiggja mútur.

Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem mútuþegar reyna að beita lögfræðirökum til þess að þvinga hin illu öfl sem eru að múta þeim til að halda áfram að múta þeim.

Þetta segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við visir.is. Hann hefur greinilega gott skopskyn þó það komi því miður sjaldan upp á yfirborðið.

Mér skilst að undirritaðir hafi verið samningar milli einstakra aðila hér á landi og ESB um styrki. Ekkert smátt letur er í samningunum og engin uppsagnarákvæði önnur en þau að viðkomandi þurfa að greina frá framvindu mála til að fá styrki útborgaða eins og yfirleitt tíðkast.

Hverjir kölluðu IPA styrkina mútur? Jú það voru bloggarar og misyndismenn eins og sá sem hér skrifar. Kallaði utanríkisráðherra IPA styrkina mútur eða einhverjir aðrir stjórnmálamenn? Ég veit ekki til þess en brandarinn er engu að síður góður.

Hins vegar er ástæða til þess að samningar standi hverjar svo sem aðstæður samningsaðila hafi breyst.

Hitt skulum við ekki deila um að IPA stykirnir eru „smjör“, framleitt sem viðbit til að bitinn stóri, ESB aðildin, renni greiðar ofan í stjórnkerfið og almenning á Íslandi.Ég er líka fyllilega sammála Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, sem segir á vef Evrópuvaktarinnar:

Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera þegar hún er búin að „skoða réttarstöðu sína“?!

Ætlar hún að gera sig að athlægi á alþjóða vettvangi með því að draga Evrópusambandið fyrir dómstól fyrir að hafa fellt niður það sem Staksteinar Morgunblaðsins kalla „mýkingargreiðslur“?

Til hvers er þessi vegferð farin? Hverja er verið að friða?

Ríkisstjórnin hefur áður sýnt að hún er tilbúin til að falla frá misráðnum hugmyndum.

Hún ætti að falla hið snarasta frá þeim hugmyndum að „skoða réttarstöðu“ Íslands vegna IPA-styrkjanna. 

Það skyldi þó ekki vera að í fyrsta sinn sé formaður Samfylkingarinnar orðinn sammála núverandi og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins og hafi skilið brandarann. 

Höfum það bara á hreinu að IPA greiðslurnar voru einfaldlega mútur, ESB bar fé á íslensk stjórnvöld til að þau héldu áfram inn í sambandið. Árni Páll var einn þeirra sem fagnaði mútunum en þjóðin lét ekki peningana villa um fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Marinósson

Merkilegt hvað einangrunarsinnar eru lafhræddir við að leyfa þjóðinni sjálfri að ákveða hvort gengið er í ESB. Ætli það flögri að þeim að hugsanlega þyki tilteknum hluta íslendinga nóg komið af forkastanlegri hagstjórn fjórflokksins. Aðhyllist þið einræði? Eða kannske eru það enn og aftur hagsmunir fárra sem krefjast þess að við búum áfram við óbreytt ástand?

Ágúst Marinósson, 16.12.2013 kl. 21:30

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þarna er nú sannleikanum snúið við, að minnsta kosti hvað mig varðar. Ég er enginn einangrunarsinni, en ég er á móti aðild að ESB.

Í þessu bloggi hef ég hvað eftir annað hvatt til þess að kosið verði í eitt skipti fyrir öll um aðildarumsókn. Það er að mínu mati eina rétta leiðin.

Síðasta ríkisstjórn þorði ekki þessu, hló að kröfum um þjóðaratkvæði. Skrökvaði því að þjóðinni að nóg væri að greiða atkvæði um „samning“ að loknum „samningavirðræðum“.

Þeir sem til þekkja vita að ekki er samið um eitt eða neitt heldur er unnið samkvæmt 38 köflum að kröfum ESB. Þegar því er lokið er ekkert um neitt að semja, þjóðin er komin í ESB og undanþágur eru aðeins tímabundnar.

Ég hélt nú að þú vissir þetta, Ágúst.

Og þeir sem eru á móti ESB aðild eru ansi hreint hressir og tilheyra meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Við hvað ættu andstæðingar ESB að vera hræddir?

Hins vegar er ég ekki í þeirri aðstöðu að kunna skil á afstöðu ríkisstjórnarinnar í þessu máli.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.12.2013 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband