Smáskammtarnir vekja sjaldan grunsemdir

Nánast allir eiga farsíma og hafa hann međ hvert sem ţeir fara (nema í heita pottinn). Og ţannig skrá sig nánast allir til leiks. Ţeir sjálfir muna sjálfsagt ekki deginum lengur hvađa leiđ ţeir fóru á ţennan stađinn eđa hinn. En ţeir ţurfa ekki ađ hafa áhyggjur af ţví. Ţađ er allt saman skráđ og jafnvel miklu lengur en gert var hjá Vodafone. Og ţađ er einnig skráđ hverjir hittast. Ţví símarnir sýna fjarlćgđina sem er á milli ţeirra.

Og ţegar 3, 5 eđa 7 símar eru á litlum reit ţá vita ţeir hlerunardrengirnir ađ menn eru sennilega á fundi. Og ef grunsamlegt nafn tengist einum símanum er ţegar í stađ hćgt ađ breyta einum af 5 í upptöku- og sendingartćki og skiptir ekki máli ţótt samviskusamlega hafi veriđ slökkt á ţeim. Ađ loknum ţessum „fundi“ fer hver og einn áleiđis heim til sín og kemur viđ í sinni Melabúđ hér eđa ţar um veröldina. Hann verslar og borgar međ greiđslukortinu sínu og allar ţćr upplýsingar eru skráđar jafnharđan ef ástćđa ţykir tilsettar međ öđrum upplýsingum um ţá persónu.

Árum saman er skráđ hvađ viđkomandi keypti af rúsínum, ostum, sveppum og gosdrykkjum. Hvađ réttlćtir ţađ? Er ţađ af heilbrigđisástćđum svo leyniţjónusturnar geti gripiđ inn í ef mannheimur fitnar eđa tennur taka ađ skemmast af sykuráti? Nei, nei, nei. Ekki gefa til kynna ađ ţú sért međ snert af ofsóknarbrjálćđi. Ţetta er eingöngu gert til ađ sjá hvort handhafar síma og greiđslukorta sem ađ auki hafa hugsanlega hist eru ađ kaupa efni sem nota mćtti til sprengjugerđar, ef ţađ kemur saman í nćgjanlegu magni.

Smáskammtarnir vekja sjaldan grunsemdir. Ţess vegna ţarf ađ sjálfsögđu ađ fylgjast međ smákaupum, og hvort smákaupendur hafi tengsl og nota svo margföldunartöfluna. Ţar gćtu hryđjuverkamenn framtíđarinnar veriđ á ferđ. Ósennilegt er ađ Stalín gamli hefđi hrotiđ um slíkt og ţvílíklegt í sínum villtustu draumum um eftirlit međ almenningi.

Ţessi texti er snilld og fyrir alla muni setjum hann í rétt samband en hann er tekinn úr miđju Reykjavíkurbréfi Morgunblađsins sem kennt er viđ sunnudag. Mikiđ vćri gaman ađ geta skrifađ svona og ekki síđur ţetta úr niđurlaginu:

Ţrjátíu ár eru síđan sagt frá ţví ađ gervitungl njósnastofnana sćju eldspýtnastokk út úr geimnum og gćtu lesiđ textann á honum. Samt sáu ţćr bin Laden ekki í 10 ár. Ţó var fleiri gervitunglum beint ađ meintum verustöđum hans en tíu heimsborgum samanlagt. Bin Laden var nćrri tveir metrar á hćđ og menn geta í huganum boriđ hann saman viđ eldspýtnastokk.

Bandaríkjaforseta er betur gćtt en nokkurrar annarrar mannveru. Hann stóđ og hélt langa rćđu í minningu Mandela á dögunum. Hinn eini sem fékk ađ vera viđ hliđ forsetans, svo séđ yrđi (ekki glitti í neinn lífvörđ) var táknmálstúlkurinn frćgi.

Engin af öllum ţessum njósnastofnunum vissi ađ táknmálstúlkurinn vissi ekki hvađ táknmál var. Og ţćr vissu ekki heldur ađ mađurinn, sem einum var treyst til ađ standa lengi ţétt viđ hliđ Bandaríkjaforseta, hafđi veriđ fangelsađur fyrir ţjófnađ og ađ auki ákćrđur fyrir nauđgun og morđ.

Sjálfsagt er ađ gćta sín á ađ hlćja ekki upphátt ađ ţessu. Ţví ţađ yrđi ţá ekki til annars en ađ ýta undir ţau sjónarmiđ ađ núverandi njósnastig mannkyns vćri augljóslega allt of lágt. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvar er snilldin Sigurđur?  Ţetta hefur allt veriđ sagt áđur. Til dćmis hér

Hins vegar ţarf augljóslega ađ hamra á ţessum viđvörunum en ţá er líka í lagi ađ geta heimilda.  Ekki láta eins og vísindin séu sjálfsprottin í Hádegismóum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.12.2013 kl. 16:36

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Nei, nei. Vísindin eđa snilli eru óvíđa sjálfsprottin ... og ţó. Ţegar ég rita eitthvađ sem ég er sáttur međ held ég í sjálfumgleđi minni ađ snilli mín sé einstök. Líklega er auđvelt ađ sýna fram á međ góđum rökum ađ ég skilji ekki allt rétt.

Hins vegar leyfi ég mér ađ vera hrifnćmur, fagna ýmsu á barnslegan hátt. Á ţann hátt verđur jarđvistin stundum ágćt ţrátt fyrir áföllin. Fyrir alla muni, Jóhannes, sýndu mér ţá lipurđ ađ leyfa mér ţetta jafnvel ţótt ţú sért síst af öllu sammála. Ég batna ekkert viđ ţá vitneskju.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 15.12.2013 kl. 16:59

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fyrirgefđu Sigurđur, ég varđ bara ađ benda á ţetta, ţví efniđ er mér hugleikiđ.  Ţađ hringja hins vegar bjöllur ţegar persónudýrkun keyrir úr hófi.  Hún er jafnslćm og eftirlitiđ sem viđ undirgöngumst sjálfviljug.  Ţađ hefur aldrei veriđ meiri ţörf á gagnrýninni hugsun og leit ađ bestu ţekkingu heldur en einmitt núna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.12.2013 kl. 17:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband