Rólegan æsing vegna náttúrupassans

Áður en öll ferðaþjónustan verður sett í uppnám vegna fyrirætlana um að mjólka ferðamenn til að ráðast í þessar umbætur væri ágætt að fá kostnaðinn á hreint. Hvað kostar að hafa landverði að störfum á eftirsóttustu svæðunum yfir sumartímann? Hvað kostar að bæta merkingar og aðstöðu? Eru þetta slíkar upphæðir að setja þurfi á sérstakan skatt til að bera kostnaðinn?

Þórir Garðarsson, sölu- og markaðsstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins Iceland Excursions Allrahanda ehf. ritar ágæta grein í Morgunblaðið í morgun undir fyrirsögninni „Rólegan æsing“ og er hún vel við hæfi.

Tiltölulega stutt er síðan umræðan um gjaldtöku á ferðamenn varð til í þeirri mynd að annað hvort eða bæði þyrftu landeigendur að fá að rukka ferðamenn fyrir að fá að skoða náttúrperlur í landi þeirra og gefa þyrfti út og selja ferðamönnum „náttúrupassa“ og helst nauðugum viljugum. Þórir vill fara rólegar í sakirnar og ég tek undir það með honum. Hann bendir á gríðarlegar tekjur þjóðarbúsins af ferðaþjónustunni:

Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar voru 324 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt skýrslu Gekon um virðisauka greinarinnar. Gjaldeyristekjur námu 178 milljörðum króna og beinar tekjur ríkisins af ferðaþjónustunni voru 30 milljarðar króna. Er ofrausn að lítill hluti af þessum tekjum fari til viðhalds og verndar á þeim náttúruperlum sem helst draga ferðamenn til landsins? 

Persónulega get ég svarað þessari spurningu á þann veg að það sé engin ofrausn. Ég veit hins vegar að ráðherra Sjálfstæðisflokksins ætlar að þvinga þessum skatti upp á innlenda og útlenda ferðamenn af því að það kann að bjarga ríkisstjórninni frá því að þurfa að leggja fé í þann málaflokk sem ríkissjóður hagnast gríðarlega á.

Þórir varar við „náttúrupassanum“ og segir að tekjur af ferðaþjónustu gætu hreinlega minnkað væri hann tekið upp. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband