Er ESB og ríkisstjórnin á móti þjóðaratkvæðagreiðslu?

Farið er að gæta mikillar óþreyju meðal fólks vegna umsóknarinnar um aðild að ESB. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu að draga umsóknina til baka og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðlögunarviðræðunum hefur vissulega verið hætt en er það nóg?

Tvær skýringar eru á loforði ríkisstjórnarinnar. Hún hefur stöðvað þessar viðræður en eftir er þjóðaratkvæðagreiðslan um aðildina.

Sumir ráðherrar halda því fram að stöðvun viðræðnanna sé fullnægjandi efnd á loforði. Sé ákveðið að halda áfram með þær verði það ekki gert nema þjóðin samþykki það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er hins vegar ekki það sem fólk bjóst við og raunar ekkert annað en hártogun.

Við sem höfum lagst gegn aðild að ESB höfum krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Síðasta ríkisstjórn sveikst um að bera aðildarumsóknina undir þjóðina, lét nægja að láta þingið samþykkja. Hún vissi auðvitað sem var að þjóðin hefði hafnað umsókninni.

Nú virðist komin einhvers konar bullpólitík í málið, blýantsnagarar hafa tekið það yfir. Gera á skýrslur, fara í umræður á þingi til að þóknast Brussel í þessu öllu. Greinilegt er að okkur er vandi á höndum vegna þess fljótræðis að sækja um aðild að þjóðinni forspurðri.

ESB má ekki við því að Ísland hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og út á það gengu viðræður Sigmundar D. Gunnlaugssonar, forsætisráðherra við ráðamenn í Brussel. Verði hér þjóðaratkvæðagreiðsla og ESB aðildinni hafnað mun ESB telja það óþolandi högg og þar verður okkur hugsuð þegjandi þörfin fyrir að hafa sótt um með hangandi hendi.

Svo virðist sem ríkisstjórnin ætli ekki að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðildina. Láta nægja að segja að aðlögunarviðræðurnar verði ekki teknar upp aftur nema að henni undangenginni. Það er bara ekki það sem við Sjálfstæðismenn samþykktum á síðasta landsfundi. Pólitískt sé er þjóðaratkvæðagreiðsla eina rétta leiðin til að leiða þetta mál í eitt skipti fyrir öll til lykta. Þetta er eiginlega krafa almennings, skiptir litlu hvort menn eru með eða á móti aðild.


mbl.is Skýrsla um ESB kynnt í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sjálfstæðismenn samþykktu ályktun um að aðildarferlinu yrði hætt og ESB- umsóknin yrði dregin til baka. Við vildum ekki einu sinni þjóðaratkvæðagreiðslu nema ef sækja ætti um aftur. Þetta hlé og kurteisishjal er ekki í boði Landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Ívar Pálsson, 16.7.2013 kl. 17:09

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hafa nýkjörnir leiðtogar núverandi stjórnarflokka, strax gleymt kosningaloforðum sínum og tæplega liðinn nema rétt tæpur ársfjórðungur frá kjöri....? Hvaða della er eiginlega í gangi? Hvaða tímaeyðsla er það eiginlega að sækja landsfundi.........anyone? Fari flokkaformenn fjandans til, ef þeir ekki hyllast og eftirfylgja ályktunum þeirra sem gerðu þá að því sem þeir eru í dag.

Góðar stundir.

Halldór Egill Guðnason, 17.7.2013 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband