Undarlegt hik í stjórnarmyndun

Er þetta ekki orðin nokkuð skrýtin aðferðafræði við stjórnarmyndun. Minnir á mann sem kemur sér ekki að verki, er alltaf að kanna hlutina.

Þjóðin á það skilið að fá strax nýja ríkisstjórn og formaður Framsóknarflokksins þarf að koma sér að verki og hætta að mæna á það sem liggur í augum uppi.


mbl.is Gefur lítið upp um stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður, það er spurning hvar vandamálið liggur, er það milli flokka eða innanflokks?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 11:02

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þegar skipta þarf um dekk er gagnslaust að standa og pæla í því hvers vegna það hafi sprung. Betra að bretta upp ermar. Ekki er gott að vera verkfælinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.5.2013 kl. 11:20

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er einsýnt að vandinn er innann innanflokks. Eftir fjögur ár og kosninga slag þá eru  ytri aðstæður eins ljósar og þær mögulega geta orðið.  Sumir eru bara með þeim ósköpum gerðir að þeir eru bestir í að tala en hræddir við ákvarðanir og seinir til aðgerða.    

Hrólfur Þ Hraundal, 3.5.2013 kl. 12:34

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Blekkinga-kosningar, og fjölmiðla/daglaða-skoðanakannana-falsaðar niðurstöður! 

Átti þetta leikrit ekki að ganga ótruflað og snurðulaust fyrir sig, í "lýðræðis-réttarríkinu"?

Það er skiljanlegt, að sumir séu hissa.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2013 kl. 13:00

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Máltækið segir að það þurfi tvo til þess að dansa tangó.  

Ætli dansinn strandi á því hvor býður upp?

Kolbrún Hilmars, 3.5.2013 kl. 18:02

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Dálítið fyndin staða, Kolbrún, ef svo er.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.5.2013 kl. 18:22

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Og svolítið sorglegt líka því fólk er orðið fullsatt af svikum og sverðaglamri.  Góður og samhæfður dans er krafa dagsins  :)

Kolbrún Hilmars, 3.5.2013 kl. 18:53

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.5.2013 kl. 21:16

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í dag fréttist af því að Sigmundur Davíð sé á kafi í útreikningum varðandi kosningaloforðin stóru, sem hann hafði þó sagt að væru byggð á pottþéttum útreikningum. En þetta gæti svo sem vel falist í því, sem hefur komið upp í viðræðum hans við aðra flokksleiðtoga og er bara endurspeglun á því hve búið er að einfalda málið, sem meðal felst í því að helmingur snjóhengjunnar er í eigu vogunarsjóða en hinn helmingurinn í eigu venjulegra sjóða, fyrirtækja og einstaklinga, sem ekki er frekar hægt að skilgreina sem "hrægamma" en sams konar íslenskra aðila.

Ómar Ragnarsson, 3.5.2013 kl. 22:57

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Næstversta útkoma Sjálfstæðisflokksins frá upphafi í Alþingiskosningum, gefur honum akkúrat ekkert umboð til að vera með einhvern belging. Veit ekki betur en menn hafi brett ermar upp fyrir haus og loks hengt sig í þeim fram að hruni. Hefði betur verið spáð örlítið betur og lengur í hlutina og tími tekinn í að hanna framtíðina að þjóðarhag.

Er ekki rétt að menn stilli sig aðeins og leyfi þeim sem stjórnarmyndunarumboð hafa, að kanna alla möguleika? Það eru þjóðarhagsmunir sem skipta mestu máli þessa dagana, en ekki væntingar pólitíkusa um bitlinga.

Halldór Egill Guðnason, 4.5.2013 kl. 03:27

11 Smámynd: Óskar

Þetta rugl er farið að minna á Norsku 2000 milljarðana. Það er ekki eitt orð að marka þennan mann.   Hvað liggur svosem á að skipta um stjórn, fáum við aðra stjórn sem getur afrekað það að koma fjárlagahallanum niður um 200 milljarða, koma verðbólgunni úr 20% í 4% og atvinnuleysi úr 10% í 5% ?  Ég leyfi mér að efast um að við fáum jafnöfluga stjórn og þá sem var kosin burt á röngum forsendum og lýðskrumi.

Óskar, 4.5.2013 kl. 05:30

12 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Athyglisvert líka að horfa upp á bröltið í tapflokkablogghirðinni. Gorgeir, hótfyndni, persónuárásir, rangfærslur og spunagaldrar í örvæntingarfullri von um að hafa áhrif á ferlið.

Össur í fararbroddi, sloppinn út úr skápnum aftur og sýnir hvaða mann hann alltaf hefur haft að geyma. Nú er ekki KGB lengur honum til hjálpar við að halda sér saman og semja fyrir hann ræður :D

Björn Geir Leifsson, 4.5.2013 kl. 10:16

13 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gott að vita að síðasta ríkisstjórn á einn aðdáanda fyrir utan þá sem stóðu að henni. En Óskar minn, sú ríkisstjórn skilur eftir sig slóð eyðileggingar. Flsaðar atvinnuleysistölur, snjóhengju sem hún þorði ekki að ráðast á, skuldastðu heimila sem hún gerði ekkert fyrir, atvinnulífið í rúst, skattaáþján sem er það mesta sem verið hefur hér á land. Þetta er engin óskastjórn, Óskar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.5.2013 kl. 11:45

14 Smámynd: Óskar

Sigurður verkin tala bara sínu máli og sagan á eftir að fara öðrum orðum um fráfarandi stjórn heldur en stjórnarandstaðan gerir. Þú getur sett eitthvað út á atvinnuleysistölurnar en að ná niður 200 milljarða fjárlagahalla í 3 milljarða og verðbólgunni úr 20% í 4-5% , finnst þér það virkilega ekki árangur ? Varðandi skattana þá eru skattar á Íslandi lægstir á Norðurlöndum og skattbirði á lægstu tekjuhópana hefur minnkað í tíð þessarar ríkisstórnar. Ég hélt nú að flestir vissu að eftir viðskilnað sjálfstæðisflokksins og landið í algjörum brunarústum þá var óhjákvæmilegt að hækka einhverja skatta.

Óskar, 4.5.2013 kl. 13:58

15 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er auðvitað tóm vitleysa og rugl, kæri Óskar. Atvinnuleysistölurnar lækkuð af því að fólk hefur hrökklast úr landi, fjöldi fólk hefur farið af einum lista yfir á annan, það er af atvinnuleysisskrá yfir á námslán, og enn eru þúsundir manna sem ekki fá að skrá sig atvinnulausa vegna þess að þeir voru smáatvinnurekendur.

Fjárlagahallinn var mikill við hrunið, við því var ekkert að gera og engum að kenna. Sama var með verðbólguna. Dettur þér virkilega í hug að það séu einhver geimvísindi vinstri manna að ná fjárlagahallanum niður eða verðbólgunni.

Sjálfstæðisflokknum verður seint kennt um hrunið, það er mikil og barnaleg einföldun að halda því fram.

Þú ert líklega einn af þeim sem halda því fram að hrunið hafi ekki verið eigendum og stjórnendum bankanna að kenna heldur Sjálfstæðisflokknum ...

Skattabyrði er með því mesta sem þekkist hér á landi. Þeir sem hafa atvinnu finna fyrir því en hafir þú svo góðar tekjur að skattar skipti þig engu máli þá ertu einn af fáum og það er líklega fagnaðarefni út af fyrir sig.

Þú ert líka einn af fáum sem hafur ekki áhyggjur af atvinnulífinu eða hvernig það eigi að ganga, veita fólki vinnu og afla gjaldeyris til að standa undir rekstri þjóðfélagsins.

Engin ríkisstjórn hefur fengið annan eins rasskell eins og þessi sem nú er komin í andaslitrurnar. Ekki einu sinni svokölluð hrunstjórnin, ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins, fékk álíka útreið. Það segir nú ýmislegt um álit fólks á henni.

Og þú stendur þarna og klappar, aleinn á berangri, þakkar ráðherrunum fyrir að hafa unnið eitthvað af vinnunni sinni en fagnar því að þeir gerður ekkert annað. Sleppir að minnast á allt það sem þeir áttu að gera en kunnu ekki, vildu ekki eða gátu ekki. Tugir þúsunda landsmanna eiga um sárt að binda vegna hrunsins og ekki síður aðgerðaleysis ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms sem þú mærir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.5.2013 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband