Einstök nálgun ungra Sjálfstæðismanna

VeljaUngir Sjálfstæðismenn hafa gefið út nokkrar hreyfimyndir um áleitin mál í kosningabaráttunni. Þeir gera þetta afskaplega vel. Fullt af húmor og góðmennsku, ekkert yfirlæti eða leiðindi. „Þú velur bara,“ segja ungir Sjálfstæðismenn og meina það bókstaflega.

Þeir ræða ekki bara um sölu áfengis og hann Skúla sem getur gift sig, stofnað fyrirtæki, tekið smálán og fleira og fleira nema að hann má ekki kaupa bjór. Og þeir ungu spyrja áhorfandann, hvort hann sé sammála. Og segist áhorfandinn vera það þá flyst hann samstundis í annað myndband og þar er fjallað um málið aðeins frekar.

Segist áhorfandinn vera ósammála og velur „nei“ hnappinn, þá er farið vinsamlega yfir málið.

Þannig fjalla ungir Sjálfstæðismenn um eftirfarandi:

 

  • Hækkun ráðstöfunartekna
  • Sölu áfengis
  • Lækkun áfengiskaupaaldurs
  • Lækkun neysluskatts
  • Skuldaniðurfellingu
  • Eflingu atvinnulífsins
Frábært framtak hjá unga fólkinu, það á heiður skilinn. Ég er sannfærður um að þessi jákvæða nálgun á áhugaverum flokkum á eftir að skila Sjálfstæðisflokknum ótal atkvæðum. Hins vegar hefði mátt vanda örlítið betur klippinguna. Gæinn með kústinn á myndinni, sá sem kemur fram í þeim öllum, er stórkostlegur.

 


mbl.is Má Skúli fá sér bjór?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband