Vanhugsuð ráðstöfun að rukka fyrir kvikmyndun

Með því að banna kvikmyndatökur á Þingvöllum nema gegn greiðslu er búið að gefa út skotleyfi á alla sem hér á landi starfa sem og þá sem hingað koma og vilja stunda atvinnustarfsemi. Næst taka meintir eigendur Jökulsárlóns upp sömu stefnu og fara að rukka fyrir staðinn og útsýnið. Aðrir munu án efa bætast í hópinn og þykjast þurfa aur til að „standa undir umsýslu“.

Þetta gengur auðvitað ekki og rökin eru aumlegt yfirklór. Væri nú ekki vænlegra að bjóða þá velkomna sem hingað vilja koma og búa til auglýsingar eða kvikmyndir. 

Og hvar á að draga línuna. Má ég, áhugaljósmyndarinn, búast við því að landvörður banki í bakið á mér og heimti bevís upp á að ég sé ekki að taka kvikmynd og ljósmyndirnar mínar séu ekki auglýsingar?

Staðreyndin er nefnilega sú að tæknin er orðin svo hrikalega indæl að hægt er að taka upp heilu kvikmyndirnar á myndavélar sem kosta innan við eina milljón króna og það sem meira er, þær bera ekki verðið utan á sér. Lítið til dæmis á Canon myndavélar.

Afleiðing svona rukkunar verður einfaldlega sú að menn forðast Ísland og innlendir framleiðendum er gert erfiðara fyrir. 

 


mbl.is Rukkað fyrir kvikmyndun á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Haha, þú hittir naglann á höfuðið !

Það er bannað að ,,taka myndir eða kvikmynda í atvinnuskyni" nema með leyfi landeigenda í Jökulsárlóni.

Börkur Hrólfsson, 6.4.2013 kl. 12:42

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vissi af þessu banni meintra landeigenda á Jökulsárlóni, Börkur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2013 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband