Stjórnlaus ríkisstjórn og ráðherrarnir missa sig

Ósigur ríkisstjórnarflokkanna er algjör. Málefnalega hafa þeir lotið í lægra haldi fyrir rökum andstæðinga sinna á þingi sem og áliti sérfræðinga utan þings. Nefna má stjórnarskrármálið, frumvarp um fiskveiðistjórnun, frumvarp um náttúruvernd og fleiri.

Í hverju málinu á fætur öðru er ríkisstjórnin flengd en þeir og þingliðið lætur sem ekkert sé. Svart skal vera hvítt, hvað sem einhverjir sérfræðingar segja, þeir eru hvort eð er á vegum hagsmunasamtaka.

Ríkisstjórn sem er á síðustu metrunum keppist nú við klukkuna við að koma málum að sem hún hefur vanrækt að kynna og leggja tímanlega fram. Í því felst stærsti ósigurinn og ber vitni um einstakt skipulagsleysi ráðherra svo ekki sé talað um meðvirkni þingmanna þeirra. 

Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi gjörsamlega misst sig og forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafi gefist upp og það nýti sér einstakir ráðherrar og driti fram frumvörpum um hugðarefni sín, jafnvel þó samþykkt þeirra kosti ríkissjóð gríðarlega mikið.

Til að komast hjá því að fá á sig gagnrýni hafa ráðherrar jafnvel reynt að sniðganga kostnaðaráætlanir heldur leggja fram strípuð frumvörp í þeirri von að fá klapp á kollinn frá kjósendum.

Flótti er brostinn í lið ríkisstjórnarinnar. Hin eina von sem framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið á er að forseti Alþingis standi á virðingu Alþingis og ljúki þinginu á tilsettum tíma. Nú eru aðeins 47 dagar til kosninga og þá á ekki að nota til þingstarfa.


mbl.is Fjöldi mála bíður en engin sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband