Ómenningin í þingflokki VG

Þingflokksfundir eru notaðir til að sannfæra þingmenn um hver sé rétt afstaða og formaðurinn búinn að tryggja fyrirfram að sín skoðun verði í meirihluta. Ef þingflokksfundir duga ekki til, þá fer af stað ófrægingarherferð og óþægi þingmaðurinn fær yfir sig skammir og fúkyrði í tölvupóstum og á flokksþingum. Inni á þingi hefst útilokunarleikurinn. Viðkomandi þingmaður fær ekki taka til máls, er settur neðst á mælendaskrá og er jafn vel tekin úr nefnd sem fulltrúi flokksins. ... svona til að nefna eitthvað

Gera verður ráð fyrir að Lilja Mósesdóttir eigi með ofangreindum orðum við þingflokk Vinstri grænna, hún tilgreinir það ekki sérstaklega, en þar er reynsluheimur hennar. Þetta rímar hins vegar ágætlega við orð og skoðanir annarra flóttamanna úr þingflokki VG en kemur engu að síður á óvart.

Lilja ræðir á Facebook stuttlega um þingmennskuferil sinn og birtra reynslu sína. Hún segir: 

Merkilegt hvað mörgum finnst þeir eiga mikið erindi inn á þing. Skyldi þetta fólk vita að þingmennska er fyrir flesta þingmenn valdalaust tímabundið embætti nema þú látir undan gífurlegum þrýstingi og svíkir allt sem þú lofaðir kjósendum. Fyrir vikið hata kjósendur þig. Mannorð þeirra fáu sem hafa kjark til að halda fast í stefnumálin er svívirt – oft með aðstoð samherja viðkomandi sem eru blindir af eigin hégómagirnd. Ég óttast að flestir þeirra sem fara inn á þing í maí muni taka upp stefnu BF og vera með sem minnst vesen þegar á reynir. 

Hatrið og svívirðingarnar rista eflaust flesta inn að beini. Margir þingmenn segjast vera orðnir svo sjóaðir að þeir hafi orðið mjög harðan skráp. Þetta er auðvitað yfirvarp. Facebook, blogg, spjallsíður og athugasemdadálkar netmiðla eru uppfullar af ótrúlegum svívirðingum og ruddaskap að ekki tekur nokkru tali. Fólk á svo auðvelt með að fella dóma án þess að þekkja nokkurn skapaðan hlut til málavaxta og jafnvel þeir sem til þekkja missa sig og reynast sjaldnast málefnalegir heldur fá útrás fyrir ruddaskap. Eiginlega er það hin mesta raun að lesa til dæmis athugasemdadálkanna og skiptir oft litlu hvert umræðuefnið er.

Þessu öllu þarf að breyta en almenningur er sem betur fer ekki einsleitur. Útilokað er að fá suma til að vera málefnalega og það verður bara að vera svo. Hitt er svo annað mál hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í þingflokki VG. Þeirri menningu eða ómenningu geta þingmenn flokksins einir breytt. Og þeir þurfa að gera það. Eða hvers konar framtíðarsýn er það þar sem allir taka „upp stefnu BF og vera með sem minnst vesen þegar á reyni,“ eins og Lilja kemst svo hnyttilega að orði. 


mbl.is Valdalausir nema að svíkja loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður; jafnan !

Lítt; og raunar ekki - hyggst ég taka upp hanzka, fyrir þá VG liða, umfram aðra, en; ........... ekki er það nú frýnilegt heldur, þetta lið, sem fyllir þingflokk ykkar frjálshyggju Kapítalista, neitt sérstaklega heldur, ágæti drengur.

Með beztu Falangista kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 19:33

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Menningin er allt önnur, kæri Óskar Helgi. Hvað sem því líður á hver og einn rétt á kurteisi, málfrelsi og áheyrn. Það er að minnsta kosti mín skoðun, kæri vinur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.3.2013 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband