Ríkisútvarpið með áróður um gjaldtöku á ferðamannastöðum

DSC_0025

Er eitthvert réttlæti í því að loka landsvæðu og heimta gjald af þeim sem þar vilja ferðast? Það finnst mér ekki og hef ágæt rök fyrir máli mínu. Staðreyndin er einfaldlega sú að ríki og sveitarfélög fá auknar tekjur af þeim sem ferðast um landið, af innlendum ferðamönnum og raunar miklu meira af þeim erlendu.

Í hvað brúkar ríkið tekjur af ferðamönnum? Nefna má virðisaukaskatt og ýmis konar gjald t.d. af bensíni, skatta af gistihúsnæði, gistináttagjald, tekjuskatt af ferðaþjónustufyrirtækjum og svo framvegis.

Auðvitað á að nota tekjur til í markaðsaðgerðir, byggja upp ferðamannastaði, styrkja einstaklinga og fyrirtæki til að gera slíkt í þeirri von að ferðaþjónustan aukist og dafni. 

Í kvöld hlustaði ég á þann undarlega þátt í Ríkisútvarpinu sem nefnist „Spegillinn“ en hann inniheldur bæði fréttir og síðan einhvers konar umræðu um ákveðin málefni. Sjónarmið á borð við þau sem ég hef hér lýst fengu ekki nokkurn málsvara í Spegli kvöldsins. Þess í stað fékk Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri Þingvallanefndar, að tjá sig um gjaldtöku á köfurum í Silfru í Þingvallavatni og lýsa yfir þeirri skoðun sinni að taka ætti gjald sem víðast um landið. Og hlustandinn fékk það á tilfinninguna að þáttarstjórnandinn væri fyllilega sammála Ólafi.

Ég er algjörlega ósammála þjóðgarðsmanninum en verð að sitja uppi með það að Ríkisútvarpið gætir ekki hlutleysis að þessu leyti heldur fær gjaldtökusjónarmiðið að vaða uppi. Það þykir mér slök fjölmiðlun og alls ekki í þeim anda sem maður hefði búist við að svokallað „þjóðarútvarp“ stundaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gott að sjá að það er einhver á móti öllum þessum gjaldtökum sem fólk þarf að greiða til að njóta náttúrulegrar fegurð landsins.

Hvaðan koma þessir money changers?

það verður að riðja musterið af þessum óþveralíð og leifa landsmönnum að njóta náttúru landsins án þess að greiða skatt fyrir það. Eru landsmenn ekki skattlagðir nógu mikið?

Hvenær verður það að öll laun fólks verða send til Ríkisins en ekki á bankareikning launþegans og Ríkið útbýtir launum launþegans eins og Ríkinu sýnist?

Lesandi góður, þú kanski heldur að þetta sé bara rugl og fjarstæða, en reiknaðu sjálfur hversu mikið í skatta og obinber gjöld þú greiðir á ári.

Ég held, lesandi góður, að þú verður undrandi þegar þú sérð hversu há prósenta af launum þínum fara í skatta og obinber gjöld.

Hvernig væri að leyfa launþegum að njóta náttúrunar sem kostar ríkið ekki neitt, og sleppa öllum gjöldum.

Og þó svo að það sé einhver lítilsverður kostnaður að halda við aðstöðu fyrir fólkið í kringum náttúruperlur landsins, þá er búið að greiða fyrir það með opinberum gjöðdum og sköttum.

Money changers let the people alone for god´s sake.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 21:26

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Hjartanlega sammála Sigurður.  Þessi fjallvitlausa umræða veður uppi núna sem aldrei fyrr.  Ætlast menn til að íslensk fjölskylda sem fer hringferð um landið borgi sig inn á alla áhugaverðustu staði hringsins?  Það yrði svo að vera. Ekki væri hægt að fara í manngreinarálit eftir þjóðerni með það. Svo færi þetta að mestu leyti í  launagreiðslur handa öllum þessum hliðvörðum þannig að lítið yrði eftir í viðhald staðanna. Yfirvinna yrði mikil því   fólk er  á ferðinni langt fram eftir kvöldum á sumrin. Eða á bara að hafa þessa staði  opna á dagvinnutíma? Það er aftur á móti fullkomlega eðlilegt að menn borgi fyrir þjónust er veitt er, s.s. salernisnotkun og annað slíkt.  Lang besta aðferðin til að ná inn peningum í þetta væri sú að erlendum ferðamönnum sem koma til að skoða náttúru landsins væri gert það ljóst að ætlast væri til að þeir keyptu svokallaðan umhverfispassa.  Landverðir gætu síðan tekið stikkprufur og selt passa til þeirra sem hefðu trassað kaupin.  Þetta væri einfalt í framkvæmd, kostaði lítið og myndi skila miklu meiri peningum nettó, heldur en hliðvarðaruglið. 

Þórir Kjartansson, 5.3.2013 kl. 22:00

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er bara sammála þér að mestu leyti. Ekki þó þetta með passann. Þegar gefið er eftir með einhvers konar glápgjaldi kemur næst myndatökugjald sem leggst á atvinnuljósmyndara, kvikmyndatökur, auglýsingagerð ... og svo framvegis og loks dúkkar glápgjaldið upp aftur í einhverri mynd.

Hverjar eru tekjur ríkisins af 660 þúsund ferðamönnum? Þær fara allar í hítina og smámunir í fjárfestingar í ferðaþjónustu, uppbyggingu á ferðamannastöðum, markaðsaðgerðum. Geta stjórnvöld sagt sem svo að þetta séu allt hreinar tekjur sem óhætt er að ráðstafa án þess að brúka nema brotabrot til að afla enn meiri tekna, búa í haginn fyrir ferðamenn, verja náttúruna og svo framvegis? Nei, það er útilokað.

Það er einfaldlega ekki hægt að halda því fram með heilbrigðum rökum að nauðsynlegt sé að setja á glápgjald, hvorki með hliðvörðum né ferðapassa. Tekjur af innlendum og erlendum ferðamönnu í gegnum skatta og ýmis gjöld eru alveg nægar . Það er aðeins fyrirsláttur að halda því fram að leggja þurfi á glápgjald.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.3.2013 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband