Engin marktæk greining á fasteignamarkaðinum

Fj samningaVissulega hefur fasteignasala frá hruni farið vaxandi á höfuðborgarsvæðinu og það er rétt að 128 þinglýstir samningar eru með því mesta frá 2009 eins og fram kemur á meðfylgjandi línuriti sem ég henti upp mér til upplýsingar.

Undanfarin ár hefur sífellt verið klifað á því að fasteignamarkaður íbúða sé að taka við sér. Hvað þýðir það og hvaða tilgangi þjóna slíkar upplýsingar ef ekki fylgja með tölfræðilegar greiningar á markaðnum?

Varla telst það fræðileg greining þó birt Þjóðskrá birti hráar tölur um seldar eignir, fjölda þeirra, meðalverð og svo framvegis. Meiru skiptir er að fasteignamarkaðurinn sé til dæmis skoðaður í hlutfalli við heildarmarkaðinn, þeirra eigna sem eru á markaði, verðmæti þeirra, staðsetningu og annars sem hér skiptir máli.

Seljendur eru fjölmargir en þeir eru ekki allir einstaklingar eða fjölskyldur. Fjölmargar íbúðir eru í eigu fjármálastofnana og það skiptir máli hvernig þær eru seldar og við hvaða verði.

Um leið að skoða hvert sé hlutfall þeirra sem kaupa íbúð án þess að eiga íbúð fyrir, en það á við þá sem kaupa íbúð í fyrsta sinn sem og þeirra sem kaupa aftur eftir að hafa misst íbúð.

Það sem hér skiptir mestu máli er að skoða markaðinn og greina hann. Vandinn er sá að bankar og fasteignasalar hafa af því mikla hagsmuni að verð íbúða hækki sem mest og þessir aðilar hafa alla möguleika til að tala verðið upp og svo virðist sem að þeir reyni það. Fyrir flesta aðra skiptir máli að markaðsverð íbúða sé sem jafnast, taki ekki gríðarleg stökk upp á við rétt eins og gerðist á síðasta áratug.


mbl.is Mikil fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Arion reynir...

Allt á uppleið...

Haraldur Rafn Ingvason, 4.3.2013 kl. 18:47

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Annars er ég ekki viss um að stórir aðilar á markaði kæri sig nokkuð um vandaða og hlutlausa greiningu á ástandinu (t.d. raunverulegt markaðsvirði eigna í eigu fjármálafyrirtækja vs. bókfært verð).

Ég hef t.d. stundum varpað fram þeirri spurningu hvort verð þurfi ekki að lækka um þriðjung til viðbótar og hef hlotið bágt fyrir, verið spurður hvort ég vilji fjöldagjaldþrot og eignabruna...!

En það sem ég hef ekki fengið svör við í kjölfarið er hvernig nýtt fólk (t.d. börn þeirra sem ekkert botna í mér) á að komast af stað í kerfinu í dag...?

Haraldur Rafn Ingvason, 4.3.2013 kl. 21:13

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Of margir virðast vonast eftir annarri fasteignabólu. Hvað með ró á frið á markaðnum ...?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.3.2013 kl. 21:22

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það græðir enginn á slíku

Haraldur Rafn Ingvason, 4.3.2013 kl. 21:52

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér finnst nokkur gróði í því fólginn að verðlag sé stabílt, hvort heldur íbúðaverð, matvara eða annað. Þá væri nú gaman að lifa, Haraldur, að geta reiknað með því.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.3.2013 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband